Fréttablaðið - 07.12.2015, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.12.2015, Blaðsíða 17
Það hefur verið sannkölluð jólastemming alla helgina í ZikZak þar sem stelpurnar héldu upp á Litlu jólin í verslun sinni. „Það myndað- ist hér hrikalega góð jólastemming strax frá því að við stelpurnar opnuðum klukkan níu á fimmtudags- morgun, klukkutíma fyrir hefðbundinn opnunar- tíma,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, annar eigandi verslunarinnar. Hún segir veglegan kaupauka hafa verið í boði fyrir fyrstu þrjátíu viðskiptavinina eða þrjátíu prósenta aukaafslátt af öllu því sem keypt var, góðgæti frá Nóa Síríusi og ískalt Coca Cola og auk þess fengu þessar þrjátíu konur gefins legg- ings að eigin vali. „Einnig kom Sigga Kling og spáði og sprellaði í gestum, Heiðar Jónsson lífsstíls- og tískuráðgjafi kom og veitti viðskiptavinum góð og nytsamleg ráð. Bryndís Ásmunds var í beinni á Bylgjunni, hún og Sigga Kling gáfu heppnum gest- um veglega vinninga og nokkrar heppnar náðu að hreppa jóladress í boði ZikZak eftir að Heiðar hafði dressað þær upp.“ Vert er að minnast á glæsilegt happdrætti sem hægt verður að skrá sig í hjá ZikZak alveg fram að Þorláksmessu en þá verður dregið út. Hægt er að næla sér í gistingu fyrir tvo á Fosshótelum, há- degisverðarhlaðborð hjá Haust Restaurant á Foss- hóteli, HoMedics spa-spegla og HoMedics Wet&Dry djúphreinsibursta frá Eirbergi, gjafakörfu frá Nóa Síríusi, C3-samlokugrill og sódastreamtæki frá Húsasmiðjunni, gjafabréf í Trimform Berglindar og síðast en ekki síst gjafabréf í ZikZak. „Í dag er síðasti dagurinn á Litlu jólunum okkar svo enn er hægt að næla sér í FRÁBÆR jólatilboð eða vörur á allt að sextíu prósenta afslætti. Konur í öllum stærðum ættu að geta fundið sér eitthvað fallegt hérna hjá okkur á frábæru verði,“ segir Berg- lind og brosir. Jólaútvarp Grunnskólanemar í Borgarnesi hafa staðið fyrir jólaútvarpi síðan 1992. Jólastöðin nýtur mikilla vinsælda. Síða 2 litlu Jólin í ZikZak ZikZak kYnnir Síðasti dagur Litlu jólanna í ZikZak er í dag. Mörg glæsileg tilboð eru í gangi og sannkölluð jólastemming. kJóll Fullt verð 6.990 tilBoðSverð 2.990 JólaStuð Það verður áfram stuð á Litlu jólum stelpnanna í ZikZak í dag. Skokkur Fullt verð 6.990 tilBoðSverð 5.590 Bolur Fullt verð 5.990 tilBoðS- verð 1.990 Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Rafdrifnir gluggaopnarar Rafdrifnir opnarar á glugga, þar sem erfitt er að komast að. Rofastýrðir - 220v.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.