Fréttablaðið - 07.12.2015, Page 18

Fréttablaðið - 07.12.2015, Page 18
Fólk| heimili Fólk er kynningarblað sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Útsendingar jólaútvarps Grunnskólans í Borgarnesi hefjast í dag, mánudag, og standa yfir fram á föstudags- kvöld. FM Óðal, eins og stöðin heitir, var lengi vel starfrækt af grunnskólanum og félagsmið- stöðinni Óðali en er alfarið í höndum skólans í ár. Jólaútvarpið er mjög metn- aðarfullt verkefni að sögn Huldu Hrannar Sigurðardóttur, deildar- stjóra í Grunnskólanum í Borgar- nesi, og allir nemendur skólans koma að því. „Það var Indriði Jósafatsson, þáverandi íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, sem fékk þá snilldarhugmynd að setja á fót jólaútvarp fyrir jólin 1992. Þá var sent út í tvo daga með tölu- vert styttri dagskrá en nú og allt sent út í beinni útsendingu. Í dag eru þættir yngsta stigs og miðstigs hljóðritaðir en nem- endur í 8., 9. og 10. bekk eru með þætti í beinni útsendingu. Lykilmaður í upptökum og undir- búningi er Sigurþór Kristjáns- son, Sissi, sem var starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar í mörg ár. Hann þróaði í samvinnu við nemendur jólaútvarpið eins og það er í dag.“ Nemendur í 8.-10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar og Laugagerðisskóla hafa einn- ig verið með þætti undanfarin ár auk þess sem nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar hafa tekið þátt. Ýmislegt gerist Dagskráin hefst kl. 10 í dag, mánudag, með ávarpi útvarps- stjóra, Snæþórs Bjarka Jóns- sonar, sem er einnig formaður nemendafélagsins. Síðan tekur við þétt og góð dagskrá að sögn Huldu Hrannar sem samanstend- ur meðal annars af hljóðrituðum þáttum, fréttum, viðtölum og tónlist. „Við endum svo kvöldin með þáttum sem höfða sérstak- lega til unglinga. Umfangsmesti þáttur vikunnar er á föstudag en þá verða pallborðsumræður þar sem sveitarstjórnarmenn mæta í hús auk annarra áberandi ein- staklinga í mannlífi Borgarbyggð- ar. Í þessum þætti hefur ýmislegt gerst undanfarin ár og margvís- leg mál hafa verið gerð upp.“ Upptökur hjá yngri bekkjum og auglýsingar taka alls átta skóladaga en þá daga og í út- sendingarvikunni eru tæknimenn að störfum. „Þeir eru allir nem- endur í 9. og 10. bekk. Þá eru ótaldir þeir skóladagar sem fara í að semja handrit og auglýsingar, auk auglýsinga- gerðar og upp- taka þátta. Mikil vinna er lögð í handritin en þau gilda sem hluti af einkunn í íslensku.“ mjög góð hlustun FM Óðal 101,3 hefur góðan hlustendahóp en samkvæmt hlustendakönnun sem gerð var árið 2012 hlustuðu 90% íbúa í Borgarnesi á þætti í jólaútvarpinu. Undanfarin ár hefur stöðin einnig verið send út á netinu. „Hlustendahópurinn er mjög breiður. Það má segja að það sé hlustað í nánast hverju fyrirtæki í Borgarnesi og á flest- um heimilum. Foreldrar, krakkar, ömmur og afar eru í hlustenda- hópnum og einnig brottflutt- ir Borgnesingar sem hlusta gegnum netið. Í raun má segja að FM Óðal berist um heim allan og það er gaman að fá símtöl í stúd- íóið frá hlustendum.“ Vinsælar auglÝsingar Stöðin býr einnig við þá sér- stöðu að hlustendur vilja ekki missa af einum einasta auglýs- ingapakka. „Þeir bíða í raun í ofvæni eftir auglýsingunum sem þykja sérlega skemmtilegar en þær eru samdar, leiknar og unnar af nemendum í 8., 9. og 10. bekk.“ Jólaútvarpið í ár er sent út á tíðninni 101,3 dagana 7.- 11. desember frá kl. 10-23 alla daga. Netútsendingar má nálgast á www.grunnborg. is. Dagskránni er dreift í öll hús í Borgarnesi auk þess sem hún er birt í héraðsfréttablöðunum Skessuhorni og Íbúanum og á www.grunnborg.is. Jólaútvarpið er einnig á Facebook undir FM Óðal 101,3.  n starri@365.is hlustað á hVerju heimili jólaÚtVarP Grunnskólanemar í Borgarnesi hafa staðið fyrir jólaútvarpi síðan árið 1992. Jólastöðin nýtur mikilla vinsælda. Fjör Í beinni Nemendur í 8., 9. og 10. bekk eru með þætti í beinni útsendingu. aðalFólkið Hópurinn sem ber hitann og þungann af undirbúningi og framkvæmd jólaútvarpsins. Efri röð f.v.: Bára, Íris, Snæþór, formaður og útvarpsstjóri, og Alexander. Neðri röð f.v.: Hrafnhildur, Axel, Hjálmar og Hlynur. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum 10 ára ábyrgð Hjá okkur eru ofnar hitamál LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR Gæði fara aldrei úr tísku Við kynnum nýja heimasíðu, www.isleifur.is Dragháls 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 Fax 4 12 12 01

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.