Brautin - 23.11.1957, Blaðsíða 1

Brautin - 23.11.1957, Blaðsíða 1
rís á Akranesi „En samvinnumenn játa ekki sósíaiiska lífsskoðun" Framleiöir þrjár tegundir sements, þar á meöal púzzólansement, sem aldrei hefur verið notaö hér. Stœrsta verksmiðja landsins er nú að risa af grunni á Akra- nesi. Verður þetta eitt mesta mannvirki, sem íslendingar hafa byggt. Sementsverksmiðjan mun veita fjölda manns at- vinnu, auk þess sem hún rnun spara þjóðinni óhemjumikinn gjaldeyri og fluiningsgjöld. — Núverandi stjórn verksmiðjunn ar skipa þeir dr. Jón Vestdal form., Helgi Þorsteinsson fram- kvœmdastjóri og Sigurður Sím- onarson frá Akranesi. Yfirstjórn málefna sementsverksmiðjunnar er i höndum iðnaðarmálaráð- herra, Gylfa Þ. Gíslasonar. Arið 1936 voru uppi ráða- gerðir hér á landi um að byggja sementsverksmiðju, en ekkert varð úr framkvæmdum, þar sem rannsóknir leiddu í ljós, að ekki myndi nægilegt magn af hrá- efnum til vinnslunnar vera til- tækilegt. Var það aðallega skort- ur á kalki, en það er nær ein- göngu í skeljasandi hér á landi, sem kom í veg fyrir að hafizt var handa um byggingu verk- smiðjunnar. Sjómenn vísa á skeljasand. Árið 1948 var skipuð nefnd til að athuga möguleika á fram- leiðslu sements á íslandi. í henni áttu sæti Jóhannes Bjarnason, Haraldur Ásgeirsson og Jón Vestdal. Gerðu þeir fyr- irspurnir víða um land, hvort ekki fyndist verulegt magn af skeljasandi, en svörin voru nei- kvæð. Árið 1949 vitnaðist nefndinni að skeljasandur væri á botni Faxaflóa. Þegar dragnótaveiðar voru stundáðár á Faxaflöa, veiddist þar koli, er var ljós á lit og mjög verðmætur. Var fiskur þessi eftirsóttur af fiskimönn- um. Sjómennirnir vissu, að kolategund þessi hélt sig á ljós- um botni. Til að finna þessi mið, smurðu þeir margaríni neðan á blýlóð og sökktu til botns. Þegar lóðið var dregið upp, tolldu ljós sandkorn í margaríninu, og þá vissu sjó mennirnir, að þeir voru á rétt- um rriiðum. Þegar nefndarmönnum barst þetta til eyrna, hófu þeir þegar rarrnsóknir á þessum sandbotni. Reyndist sandlagið, sem er allt að 4 m. á þykkt, vera á um það bil 50 ferkílómetra svæði. Mun þetta rnagn nægja verksmiðj- unni um aldaraðir. Menn voru fyrst vondaufir um að takast mætti að dæla sandinum upp. Fyrsta tilraunin var gerð árið 1953. Sýndi það sig þegar, að það myndi ekki standa í vegi fyrir frekari framkvæmdum. Á tæpum 2 mánuðum voru dæld upp 215 torrn af sandi, sem nú eru í bing á Akranesi. Annað aðalhráefnið er lípa- rít. Verður það tekið í Hval- firði og flutt á bílum til Akra- ness. Eina hráefnið, sem þarf að flytja inn, er gips, en af því þarf 3—4% í sementsframleiðsl- uira. Framkvœmdir hafnar. Þegar reynslan hafði sýnt, að það borgaði sig að dæla upp skeljasandi úr Faxaflóa, var þeg- ar hafizt handa um að útvega fé til verksmiðjunnar. Á s.l. ári tókst ríkisstjórninni að fá 88 millj. kr. lán í Danmörku, með aðstoð Bandaríkjamanna. Láns- sainningurinn var undirritaður í marz 1956, samningurinn um vélakaup gekk í gifdi r apríl sama ár og í maí var fyrir al- Framhald á 4. síðu. í blaðinu Tímanum gat fyrir nokkru að líta eftirgreind orð í leiðara, sem hét Þriðja leiðin: „Það er höfuðmisskilning- ur, að samvinnuhugsjónin sé einhver ambátt sósíalismans, jafnvel þótt sé lýðræðissósíal- ismi. Jafnaðarmenn og sam- vinnumenn eiga gott og náið samstarf víða um heim, t. d. á Norðurlöndum og Bret- landi, en samvinnumenn játa ekki sósíalíska lífsskoðun." Við skulum láta liggja milli hluta, að algengara er samkv. íslenzkri málvenju, að tala um sainvinnustefnu, en ekki sam vinnuhugsjón, en taka heldur undir hitt, að rangt sé, hafi ein- hver gert, að kalla þá stefnu ambátt jafnaðarstefnunnar. Þessar stefnur eru semsé ná- frænkur að skoð'un fjölmargra landsbúa. En hitt verður að benda á, að það er næsta villandi að tala af- dráttarlaust um samvinnumenn og jafnaðarmenn sem tvo hópa, því að bæði hér á landi og ann- ars staðar eru fjölmargir jafn- aðarmenn um leið samvinnu- menn, og gagnkvæmt. Það er þannig ekki sannleikanum sam- kvænit að fullyrða umbúðalaust, að samvinnumenn játi ekki sósíaliska lífsskoðun, því að til er fjöldi samvinnumanna hér- lendis sem erlendis, er slíkt gera. Hitt er náttúrlega rétt, að fjölmargir samvinnumenn gera það ekki, og er þá komið að þeirri alkunnu staðreynd, að samvinnustefnan er ekki flokks- stefna, hana geta menn aðhyllzt með mismunandi pólitískar skoðanir, en hins vegar ríkar félagslegar kenndir, En jafnframt því sem þetta er dregið skýrt fram, má það ekki liggja í þagnargildi, þegar rætt er um samvinnustefnu og þjóðnýtingarstefnu, að þeirra hlutverk á að vera það fyrst og fremst að stuðla að aukinni hag- sæld og hamingju manna. Sum- ir taka fyrst og fremst mið á framtíðina, en er það rétt? Er ekki hlutverk okkar, sem störf- um í dag, bceði það að stuðla að hagsæld og hamingju sam- tíðannanna okkar sem og barna okkar og afkomenda? Vissulega. Og eru miklar líkur til, að við búum vel í hag barna okkar og afkomenda, ef við kunnum illa að búa fyrir samtíð okkar? Það óttast a. m. k. margur. Af þessum sökum er það næsta alvarlegt mál, ef menn einblína svo á kennisetningar, að þeir néiti að draga rökrétt- ar ályktanir af misbrestum, sem þær leiða til. Hér er umræðan eingöngu takmörkuð við sam- vinnuhreyfingu og þjóðnýtingu. Ef forsjármenn samvinnu- félaga gæta sín ekki fyrir þeirri tilhneigingu sterkra félagssam- taka að verða ríki í ríkinu, verða drottinn en ekki þjónn alþýðu, þá eru þeir ekki sann- ir samvinniunenn. Og þeir þjóðnýtingarmenn, sem vilja þjóðnýta vegna þjóðnýtingar- kenningarinnar út af fyrir sig, án tillits til þess hvort líkur hníga að góðum árangri eða ekki, þeir eru varla sannir jafn- aðarmenn. Standi full einlægni og óhlut- dræg dómgreind að baki þessara tveggja náfrænka, samvinnu- stefnunnar og jafnaðarstefnunn- ar, ættu þær að skila samtíðinni langt fram á veg saman, því að í sumum tilfellum skilur þær ekkert að og ganga hvor upp í annarri, en í öðrum skilur þær ekki meir en svo, að með nokkru umburðarlyndi og til- litssemi ættu þær að geta gengið i takt fram á við, en falið fram- vindu þróunar og dómgreind fólksins, sem unnið er fyrir, að segja til um það, á hvora hönd- ina skuli sveigja meir í þessu málinu eða hinu. Framhald á 2. síðu.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.