Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 7

Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 7
BRAUTIN *7 / Á sölutorginu í Algier. ingjum og öðrum óþjóðalýð. Skamma stund blossaði upp vonin hjá hinum mörgu föngum, en þeir urðu fyrir sárustu vonbrigðum. Fangarnir voru allir reknir undir þiljur, öll segl dregin að hún, og hin þungu dönsku herskip drógust aftur úr hinum hraðskreiðu, létt- byggðu sjóræningjaskipum. Tyrkirnir voru sérstaklega heppn- ir. Þeir voru undir góðri stjórn og ákaflega vel heima. Þeir vissu, að Danmörk átti í stríði við Svía og þurfti því á öllum sínum skipastóli að halda heima við. Þeir voru vissir um, að þeir mundu ekki mæta neinni mótspyrnu. Fjögur sjóræn- ingjaskipin, sem herjað höfðu á Is- landi og í Vestmannaeyjum, og hið hertekna skip, Krabbinn, komu til Algier 17. ágúst. A síðasta hluta ferðarinnar höfðu fangarnir verið vel aldir, svo að hægt yrði að leiða þá fyrir furstann, deyann, vel á sig komna. Ræningjarnir skiptu smám saman öllu hinu rænda öli og víni milli fanganna, en sjálfir drukku þeir vatn, eins og sómir góðum Múhameðstrúarmönnum. Fangarnir voru fluttir á sölutorgið, eftir að valinn hafði verið úr nokkur hluti þeirra til opinberrar vinnu. A þræla- torginu voru flestir seldir sitt í hverja áttina, eftir því sem kaup- andanum kom, og margur grét sárt. Fjölskyldurnar voru aðskildar, en þó kom fyrir, að mæður fengu að halda börnum sínum. Einhvern- tíma var hægt að koma þeim í pen- inga og það gat líka orðið hætta á því, að mæðurnar tækju upp á því að deyja af sorg. Skást urðu örlög séra Olafs Egilssonar og fjölskyldu hans. Hún fékk að vera saman og það var líka heppilegra, því á ferð- inni hafði Þóra litla eignazt lítinn bróður, og prestskonan var mjög veikluð. Þá hafði það borið að, að ákveðið hafði verið að senda prest- inn heim með bréf um lausnarkaup á þrælunum. Hann mundi áreiðan- lega gera sitt ítrasta til þess að út- vega fé, þó krafizt væri hárra fjár- hæða. Presturinn var fús til ferðar- innar, enda þótt honum væri þungt innanbrjósts, sökum þess að kona hans og börn urðu að vera eftir. Þau bjuggu að vísu í góðu húsi og þjáðust ekki af öðru en þrá og ótta, en það var líka þung byrði, meðal framandi villutrúarmanna og í heitu loftslagi. Ólafur Egilsson komst heill á húfi til Kaupmannahafnar og fékk áheyrn hjá æðstu valda- mönnum, sem höfðu opið eyra fyrir þjáningum vesalinganna í Algier. Hann komst áfram leiðar sinnar með einu af íslandsförunum vorið 1628, og kom aftur til Vestmanna- eyja 6. júlí. Sóknarbörnin, allir eyja- skeggjar, tóku á móti honum með „<r.egjanlegri“ gleði, en einnig með djúpri angurblíðu. A næstu árum var nokkrum hluta hinna mörgu fanga keypt lausn úr ánauðinni af erlendum og norrænum íbúum og kaupmönnum í Algier, og tíu vesa-- lings íslendingar komust aftur heim. Alþingi safnaði fé með skattaálög- um. I Danmörku og Noregi var safnað stórum fjárhæðum, en pen- ingarnir komust ekki óskertir til Algier. Nokkrir fanganna komust undan á flótta, margir dóu, nokkrir

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.