Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 8

Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 8
8 B R A U T I N snérust af tránni og létu sér .vel líka að verða áfram í hinu ókunna landi, og nokkrir menn urðu trú- níðingar. Arið 1635 var talið, að 31 maður og 39 konur væru þar enn, sem þráðu lausn úr ánauðinni og árið eftir lét kjonungurinn, Kristján IV., hollenzká kaupmanninn Pál de Willem Kefjast handa. Hann keypti 34 föngum lausn, meðal þeirra var kona Olafs Egilssonar og börn hennar. Þeir komu til Kaup- mannahafnar og voru sendir með fyrstu ferðum til Islands. Þangað komu þeir sumarið 1637, — en þó aðeins 27 þeirra, því áður höfðu sjö þeirra orðið sjúkdómum og dauða að bráð. Það er ekki hægt að lýsa gleðinni yfir heimkomunni og hamingju endurfundanna. Settu þér fyrir sjónir lesari góður: Hugsaðu þér heimkomuna til ættmenna og vina, í hin gömlu heimkynni, eftir tíu ára veru hjá örgum óvinum og villutrúarmönnum í Afríkuhitanum. Hugsaðu þér, að heyra aftur kirkju- klukkur heimkynnis þfns, hljóm- ríka sálma og móðurmál þitt. Vera umvafinn ástríkum örmum, borða mat heimkynna sinna og hátta í eigin sæng, að hjáliðnu hinu hrylli- lega ævintýri, hinni aumkunarlegu martröð. Dönsku herskipin sigldu nú aftur um höfin og héldu illum óvinum fjarri. Þóra var nú uppkomin stúlka og alvörugefin, enda harmþjökuð undir suðrænni sól. — Og þegar jólin komu aftur, sat hún eins og stirðnuð í kirkjunni, við hlið móður sinnar, nálega eins og hún væri gestur. Það var faðir hennar, sem predikaði. Hann var miður sín af viðkvæmni og átti erfitt með að tala. Og móðir hennar grét stanzlaust. Allt í einu leit hún á dóttur sína lengi og alvarlega, tók í hönd hennar og hvíslaði: „Þóra litla. Manstu eftir sumarkvöldinu fyrir Brautin sendir lesendum sínum beztu jóla- og nýjársóshir. Brautin. Smiður h. f. ós\ar starfsmönnum sínum og viðskiptavinum Gleðilegra jóla! og farsœls nýs árs, með þökJi fyrir viðsfyptin á árinu, sem er að líða. íþróttafélagið ÞÓR ósþar öllum félögum s'mum og öðrum Vestmanna- eyingum fjœr og nœr Gleðilegra jóla, árs og friðar. Ósþum starfsmönnum og viðskiptamönnum otyar Gleðilegra jóla, góðs og farsœls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. ísfélag Vestmannaeyja. ----------------------------------------------»«-m,-

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.