Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 14

Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 14
14 BRAUTIN FRANCOIS COPPÉE: GULLPENINGURINN Þegar Lucien de Hem hafði horft á eftir síðustu hundrað franka seðl- unum sínum í greipar gjaldkerans við spilaborðið og hafði staðið upp frá borðinu eftir að hafa tapað al- eigu sinni — nokkrum þúsund frönkum, sem hann hafði reitt saman til þess að heyja úrslita- orustuna með — fann hann til svima í höfðinu og fannst hann ætla að detta. Þungur í höfði og máttlaus í fót- unum reikaði hann frá borðinu og fleygði sér á leðurdreginn bekkinn, sem er meðfram öllum þiljum í spilasalnum. I nokkrar mínútur lét hann augun flökta til og frá um þetta leynilega spilavíti, þar sem hann hafði eytt beztu árum ævi sinnar. Hann þekkti hin tærðu and- lit fjárhættuspilaranna, sem birtan frá lömpunum þremur varpaði annarlegum bjarma á, hann heyrði glamra í gullinu, sem skotrað var fram og aftur um dúkinn á spila- borðinu. Hann hugleiddi þá stað- reynd, að nú var hann öreigi og minntist þess að hann átti tvær skammbyssur í kommóðuskúffunni heima hjá sér . . . og svo sofnaði hann út úr þreyttur á bekknum. Þegar hann vaknaði, með tung- una loðandi við góminn, varð hon- um litið á klukkuna á þilinu og sá þá að hann hafði ekki sofið nema hálftíma eða varla það, og honum fannst hann verða að fara út og draga að sér hreint loft. Vísarnir á skífunni sýndu að klukkuna vant- aði kortér í tólf. I sama bili og Lucien reis upp og teygði úr sér minntist hann þess að það var að- fangadagskvöld. Á sama augnabliki kom Dronski gamli — Pólverji, sem hélt sig í spilavítinu og lifði á sníkjum hjá spilurunum — til Luciens og tautaði eitthvað í skitna gráa skeggið. „Þér lánið mér víst fimm franka, herra? Nú hefi ég ekki stigið héðan fæti í tvo daga og í tvo daga hefir talan seytján ekki komið upp í eitt einasta skipti. . . . Þér megið hlæja að mér ef þér viljið, en ég vil veðja hverju sem vera skal um það, að þetta númer kemur bráðum upp — á mínútunni klukkan tólf.“ Lucien de Hem yppti öxlum, — hann hafði ekki einu sinni svo mikla peninga, að hann gæti borgað þennan skatt, sem fastagestirnir á þessum stað kölluðu „skerf Pól- verjans“. Hann fór fram í anddyrið, tók hatt sinn og loðkápu og gekk hratt niður stigann. Þessa fjóra tíma, sem Lucien hafði verið inni í spilavítinu, hafði hlaðið niður snjó, og gatan — fremur þröng gata með háum húsum í miðri Parísarborg — var alveg hvít yfir að líta. En nú var orðið heið- skírt aftur, himinninn var dimm- blár og með tindrandi stjörnum. Gjaldþrota fjárhættuspilarinn skalf af kulda þrátt fyrir loðkápuna og þrammaði inn strætið, hugsandi um yms örþrifaráð og ávallt hvarflaði hugurinn að skammbyssunum í kommóðuskúffunni. Þegar hann hafði gengið um stund nam hann allt í einu staðar. Á steinbekk, sem að gömlum sið stóð við inngönguhlið að stórri höll, sat ofurlítil telpa, sex eða sjö ára, í þunnum og slitnum svörtum kjól. Hún hafði sofnað þarna þrátt fyrir allan kuldann, yfirkomin af sulti og þreytu. Litla höfuðið og fíngerð öxlin höfðu sigið inn í hornið og hvíldu á berum steininum. Hún hafði misst af sér báða tréskóna og þeir stóðu rétt hjá henni í snjónum. Lucien de Hem varð ósjálfrátt að grípa til vestisvasans. En þá minnt- ist hann þess, að hann hefði ekki haft svo mikið sem fimm franka áðan til þ ess að gefa Pólverjanum, og að hann hefði ekki getað borgað þjóninum þjórfé. Knúður af með- fæddri samúð gekk hann samt til telpunnar. Það er ekki ósennilegt, að hann hefði tekið hana í fangið og borið hana heim til sín og gefið henni húsaskjól yfir nóttina, ef hann hefði ekki í sama augnabliki komið auga á eitthvað gljáandi, sem lá ofan í öðrum skónum, er stóð þarna í snjónum. Hann laut niður. Þetta var gull- peningur, heill louisdor! Einhver hjartagóður maður hafði gengið þarna framhjá þetta jóla- kvöld — sennilega kona — og hafði komið auga á skóna hjá litlu telp- unni sem sat þarna og svaf. Lík- lega hafði hún minnzt þess að það voru jól, og lagt þessa rausnarlegu ölmusu í skóinn. Heill louisdor — það voru auð- æfi fyrir litlu stúlkuna! Og Lucien var kominn á fremsta hlunn með að vekja hana og segja henni af þessu þegar honum fannst sagt greinilega alveg við eyrað á sér — það var Pólverjinn, sem tautaði dræmt og læpulega: „Nú hefi ég ekki stigið héðan

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.