Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 15

Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 15
BRAUTIN 15 fæti í tvo daga og í þá tvo daga hefir talan seytján ekki komið upp i eitt einasta skipti. Eg vil veðja hverju sem vera skal um það, að þetta númer kemur bráðum upp •— á mínútunni klukkan tólf. Og nú datt unga manninum nokkuð hræðilegt í hug. Hann, sem kominn var af heiðvirðu fólki, hafði breytt á móti lögum ærunnar — hann varð gagntekinn af villidýrs- legri, ótemjandi fýsn. Hann beygði sig, teygði varlega fram skjálfandi hendina og stal louisdornum, sem lá í gamla skónum. Svo flýtti hann sér eins og hann gat í spilavítið aftur, hljóp upp stigann í nokkrum skrefum og hratt upp leðurdreginni hurðinni með hnefanum í sama bili og klukkan sló fyrsta höggið af tólf. Hann fleygði gullpeningn- um á græna klæðið og hrópaði: „Númer 17!“ Númer seytján vann. Lucien ýtti viriningnum, 36 louis- dorum á rautt með handarbakinu. Rautt vann. Hann lét 72 louisdora liggja aftur á sama lit. Rautt kom upp aftur. Hann lét vinninginn standa, tvisvar, þrisvar, og alltaf var heppnin sú sama. Það var komin heil dyngja af gulli og seðlum fyrir framan hann og nú hafði hann ekkert taum- hald á spilafýsn sinni og lagði fé á allar hugsanlegar tölur og liti. Og allt lukkaðist honum. Þetta var óheyrð og yfirnáttúrleg heppni. Það var eins og litla fílabeinskúlan hefði verið segulmögnuð, töfruð af augna- ráði þessa spilara og hlýddi honum í öllu. Innan skamms hafði hann unnið alla þúsund franka seðlana, sem hann hafði tapað áður um kvöldið og sem höfðu verið aleiga hans. Nú lagði hann tvö til þrjú hundruð louisdora undir í hvert skipti og þess vegna leið ekki á löngu þangað til hann græddi aftur —*"—■■—"*—*»—»—■>—«—■*—«—>*—**—**—<*—■»—»■—*•—"«—»■—**—"»—*»—*"—*<—■»—«>—+ GLEÐILEG JÓL! Gott og farsœlt \omandi ár. Fulltrúaráð Verkalýðsfélaganna. GLEÐILEG JÓL! Farsait komandi ár. Þ'óWum viðs]{iptin á liðna árinu. Rakarastofa Einars Þorsteinssonar. GLEÐILEG JOL! Farsœlt kpmandi ár. Þö\\um viðs\iptin : á Itðna árinu. Eyjabúð. GLEÐILEG JÓL! Farscelt \omandi ár. . , Verkalýðsfélagið.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.