Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 17

Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 17
B R A U TIN 17 GLEÐILEG JÓL! Farsœlt komandi ár. Sjómannafélagið Jötunn. Ós\um starfsfól\i og viðs\iptamönnum ofáar Gleðilegra jóla, góðs og farsœls komandi árs. Þöfáum viðskiptin á líðandi ári. Netagerð Vestmannaeyja. GLEÐILEG JÓL! Farsœlt komandi ár. Verkakvennafélagið Snót. GLEÐILEG JÓL! Farsœlt \omandi ár. Þö\\um viðskjptin á liðna árinu. Magnúsarbakarí. -------------------------------------------- Hann þrýsti henni að sér til þess að hlýja henni, og gripinn a£ ein- hverri ósjálfráðri hræðslu ætlaði hann að kyssa hana á augnalokin til þess að fá hana til að vakna. En þá uppgötvaði hann, sér til mikillar skelfingar, að augnalokin voru hálfopin, svo að hann gat séð sjáöldrin, sem voru með glergljáa, slokknuð og óhreyfanleg. Hræðileg hugsun kom yfir hann. Hann hélt munninum fast að munni litlu telp- unnar — hún dró ekki andann. Meðan Lucien var að græða stór- fé í spilum hafði litla barnið heim- ilislausa dáið — króknað ór kulda. Lucien kenndi ægilegs sársauka og það var eins og verið væri að kyrkja hann. Hann reyndi að hrópa . . . og um leið vaknaði hann af martröðinni, á legubekknum í spilavítinu, þar sem hann hafði sofnað rétt fyrir miðnættið. Lucien stóð upp og fór. Hann veðsetti úrið sitt, tók sér bað, borð- aði morgunverð og fór svo beina leið á ráðningastofu hersins og lét innrita sig sem sjálfboðaliða í 1. Afríkudeildina. Nú er Lucien de Hem liðsforingi. Hann hefir ekki annað en her- mannskaupið sitt til að lifa á, en hann kemst vel af samt. Hann er liðsforingi, lifir reglubundnu lífi og snertir aldrei spil. Það er meira að segja svo að sjá, að hann leggi upp fé. Því að einu sinni var félagi hans á gangi rétt á eftír honum { þröngri götu og sá að hann var að gefa lítilli telpu, sem baðst ölmusu. Hann aðgætti hvað Lucien hefði gefið telpunni. Og forvitni liðsfor- inginn varð steinhissa yfir hinni óvæntu rausn fátæka liðsforingjans. Lucien de Hem hafði lagt heilan louisdor í lófa litlu stúlkunnar.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.