Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 19

Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 19
BRAUTIN 19 í júní 1895, tveimur árum eftir að fyrsta tilraunin var gjörð, var afl vélarinnar reynt með hemli. Eftir þeirri reynslu, sem þá fékkst, voru tvær nýjar vélar byggðar. Þessar vélar sýndu mikla olíu- eyðslu. Þetta lagaðist fyrst í janúar 1897, er vélin, sem tilraunin var gerð með, sýndi 285 grömm á hestafls- tíma. Þetta var mikil framför. Diesel varð nú frægur í heimi vélamenningarinnar fyrir sína ný- uppfundnu vél; hann fékk heimboð frá vélfræðingum margra landa. Diesel hafði fengið einkaleyfi í flestum menningarlöndum heims- ins utan Þýzkalands. Margir vildu kaupa leyfi til að byggja hina ný- uppfundnu sparsömu vél, svo að miklir peningar streymdu að Diesel á þessum tíma. Frá U. S. A. komu milljón mörk, frá Rússlandi átta hundruð þúsund, frá Englandi og víðar og víðar komu miklir pen- ingar. Haustið 1898 alls um fimm milljónir marka. En mest af þessum peningum voru verðbréf. Diesel stofnaði nú félag „Allge- meine Ceiell fúr Dieselmotoren A. G. in Augsburg“ til að sjá um öll einkaleyfin, sölu og verzlun. Hann var stór hluthafi sjálfur, en fékk ef til vill litla peninga í hend- urnar til að verzla með. Erfiðleikarnir við að fá vélina til að ganga voru nú að nokkru leyti yfirunnir, en nýir og þeir ekki betri spruttu nú upp í öllum áttum. Diesel var hlaðinn störfum. Varð hann að ferðast mikið til að greiða úr óendanlegum umkvörtunum sem einkaleyfin höfðu í för með sér. Þetta varð til þess að Diesel missti heilsuna, var veikur í sex mánuði, og gat hans því ekki notið við, sem var þó svo nauðsynlegt, meðan verið var að hyrja að byggja fyrstu vél- er i n, lohþéttum ia kaHið IjúHengt.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.