Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 22

Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 22
22 B R A U TI N kok og til baka aftur án þess að nokkuð kæmi fyrir. Dieselvélarnar höfðu reynzt hér svo vel að óvinir Diesels og þeirra, komust í hinn mesta vanda, þó var allt gert sem í þeirra valdi stóð til að setja sldðursögur í gang um Se- landiu og ferð hennar. Frá báðum þessum Dieselvéla- smiðjum og starfi þeirra að fram- leiðslu og fullkomnun Dieselvél- anna, verður sagt síðar í ritgerðinni. Ennfremur frá fyrstu ferð Selandiu og hvaða straumhvörfum hún hefir valdið í heiminum, en þá sér í lagi á Norðurlöndum. Potor Rudolf Diesel lifði rúmt ár eftir þetta. Svo að hinn glæsilegi sigur Dieselvélarinnar á þessum tíma, sér í lagi hin framúrskarandi afkoma sem vélin í Selandiu sýndi, bæði í eldsneytissparnaði, og svo hve lítið fór fyrir henni í skipinu, ásamt margra annarra yfirburða, sem hún sýndi fram yfir þáverandi gufuvél. Hefði mátt búast við að þetta hefði skapað Diesel það traust á sjálfum sér að í framtíðinni fyndi hann sig öruggan. Það er því næsta ótrúlegt, að hann hafi fallið fyrir eigin hendi eins og oftast er getið sér til, þar sem hans er minnzt og sagt er frá hvarfi hans. Árið 1913, 29. september, hafði Rudolf Diesel tekið sér far, ásamt tveim öðrum mönnum sem voru í fylgd með honum, á gufuskipinu „Dresden“, sem átti að flytja þá frá Antwerpen til Harwich. Það er haft eftir Rudolf Diesel, að hann hafi boðið þeim „góða nótt“ og sagt, „við sjáumst á morgun“. Síðan hefir hans ekki orðið vart. Þannig endaði líf þessa manns, sem með skarpskyggni sinni og framúr- skarandi dugnaði hefir lagt einn stærsta steininn í byggingu véla- menningar nútímans. Það myndi naumast vera rétt að kenna Diesel þá erfiðleika, er hlóð- ust stöðugt upp kringum hann. Sennilega hafa þeir margir verið bein afleiðing af uppfindingu hans, Dieselvélinni, og starfi hans henni til fullkomnunar, sem bitrustu and- stæðfngar hans hafa álitið sér beint hættulega. Formælendur gufuvélar- innar, sem þá voru margir og sterkir, en gufuvélarnar þá í miklu áliti, munu hafa þótt Diesel og vél hans ljótur þrándur í götu sinni. Ekki sízt fyrir það, að Diesel hélt því stöðugt fram, að vél sín mundi taka eimvélinni fram og ætti að koma í hennar stað. Þetta var líka þegar farið að ræt- ast. Diesel hafði líka látið það sjást eftir sig á prenti, að hann væri ann- arar skoðunar í stjórnmálum en flestir áhrifamenn þáverandi stjórn- skipulags. Þetta má reikna með að hafi valdið ekki litlum óþægindum fyrir hann, sem þurfti að hafa svo mikil viðskipti við þá, og stundum ef til vill þurft beint á þeim að halda. Eins er um smíðið á vélunum. Það hefir þurft mikið meiri ná- kvæmni við smíði á vél Diesels en vanalegt var, með svo háum þrýst- ingi, einkum á eimvélinni, sem gat Ós\um öllum jélagsmönnum og öðrum vrðskiptavinum gleðilegra jóla og gcefu- rt\s \omandi árs. Þöfáum áncegjuleg viðskjpti á liðnu ári. Kaupfélag Vestmannaeyja. Beztu jóla- og nýjársóskir. Þöfáum viðs\iptin á liðna árinu. Verzlunin SÓLVANGUR — ---------— --------..—»— --------------*—«——*

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.