Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 23

Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 23
BRAUTIN 23 HEIMILÁNNA er heimilistrygging • Hún tryggir yður fyrir hvers konar óhöppum og tjóni, er einföld og ódýr. • Hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT samvii MEJnnrnsY'© ©nK'CKAiK Sambandshúsinu. — Sími 17080. gengið þó hægt væri að stinga fingr- unum niður með stimplinum í cylindernum. Góðir og reyndir smiðir, sem á fullorðins-árum áttu allt í einu að fara að smíða pakkn- ingslausar dælur og annað álíka sem tilheyrði Dieselvélunum og sem ætl- azt var til að ynni með fleiri þúsund kílóa þrýsting, hafa efalaust átt erfitt með að átta sig á hvað þetta ætti allt saman að þýða. Ef til vill hafa margir verið vantrúaðir á að það mundi vera nokkuð annað en fálm út í loftið. Enda er þess getið, að sumar vélaverksmiðjurnar hafi alveg gefizt upp við smíði vélanna. Er ekki ósennilegt að þetta meðal annars hafi verið hentugt vopn hjá andstæðingum Diesels. En það ber víða á þeim þar sem hans er getið og hvað þeir hafi verið fyrirferðar- miklir. Það er enn, og verður víst ósannað mál, hvernig hið óvænta og sorglega fráfall Diesels bar að. En ekkert er líklegra en óvinir hans, beint eða óbeint, hafi valdið því. Hafa þeir óefað reiknað sér það stóran sigur þegar Diesel var horfinn. Sigurinn hefir líka verið algjör og bragð- mikill þegar hægt var að færa líkur fyrir því að Diesel hafi fyrirfarið sér, því sá lýgur sem liggur. En sem betur fór var ekki allt búið fyrir það. Sigurinn er stundum falinn í ósigrinum. Diesel sjálfur hafði beðið líkamlegan ósigur. En vélinni hans var ekki hægt að fyrirfara, eða láta hana gjöra það sjálfa. Því finnst mér vísa sem til er á íslenzku eftir Þorstein Erlingsson, vera viðeigandi eftirmæli eftir Rudolf Diesel: Þó að þú hlæir þeim heimskingjum að, sem hér muni í ógöngum lenda, þá skaltu ekki að eilífu efast um það, að aftur mun þar verða haldið [ af stað, unz brautin er brotin til enda.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.