Brautin


Brautin - 16.03.1977, Blaðsíða 2

Brautin - 16.03.1977, Blaðsíða 2
BRAUTIN Að undanförnu hefur tals- vert verið rsett um dráttarvexti, sem á eru lagðir, þegar gjöld til bæjarsjóðs eru ekki innt af hendi á tilskildum gjalddög- um. Margir hafa látið í ljós óánægju með þessa vexti, og er það nokkuð að vonum. Hér á eftir ætla ég að gera tilraun til að skýra þessi mál að nokkru. Svo til allar tekjur sveitar- félaga fást með skattlagningu þegnanna með einum eða öðr- um hætti. Ef sveitarfélag á að geta veitt þá þjónustu, seþi af þvl er krafist og ef komast á hjá alvarlegum truflunum í rekstri og við verklegar framkvæmdir, er nauðsynlegt að tekjur þess innheimtist nokkurn veginn jöfnum höndum allt árið. Aldr- ei hefur sú nauðsyn verið hrýnni en nú, m. a. vegna þess að bankar hafa almennt (vænt. anlega af illri nauðsyn) dregið mjög úr yfirdráttarheimildum sveitarfélaga. Fram til ársins 1972 voru gjaldendur er greiddu sem nam helmingi álagðs útsvars fyrra árs fyrir 1. júlí og eftirstöðvar nýja útsvarsins fyrir áramót, verðlaunaðir með lækkun út. svara næsta árs, þannig, að útsvar fyrra árs var dregið frá tekjum áður en nýtt útsvar var lagt á. Hér var um verulegar ívilnanir að ræða, eða sem nam 20—30°/o lækkun útsvara skilvísra gjaldenda miðað við þá, sem ekki stóðu fyllilega í skilum. f þágildandi lögum var einnig heimild til álagningar dráttarvaxta, en hún var yfir- leitt ekki notuð nema þegar um mikil vanskil var að ræða. Með nýjum lögum um tekju- stofna sveitarfélaga, sem tóku gildi snemma árs 1972, voru áð- umefndar frádráttarheimildir niður felldar, en þess í stað lögfest skylda sveitarfélaga til innheimtu dráttarvaxta, ef greiðslur eru ekki inntar af hendi á tilskildum gjalddögum. Dráttarvöxtum var m. ö. o. ætlað að vera sem hvatning til jafnrar innheimtu sveitarfélaga 'og il'ádráttarreglumar höfðu áður verið. Ég vil taka fram og undir- strika það, að ég tel eldra fyr- irkcmulag, þ. e. að verðlauna þá, sem greiða gjöld sín á til- skildum tíma, miklum mun æskilegri en það núgildandi, sem byggir á þvi að refsa mönn um með álagningu dráttarvaxta ef tafir verða á greiðslum. Ýmsir halda því reyndar fram, að álagning dráttarvaxta sé ekki refsing í sjálfu sér, heldur séu þeir gjaldendur, sem MAGNÖS H. MAGNÚSSON: Dráttarvextir ekki greiða gjöld sín á tilskild- um tíma, aðeins að greiða þá vexti, sem sveitarsjóður verð. ur af með þeirra vegna sér. staklega. Peir séu m. ö. o. að taka lán hjá sveitarsjóði og greiði fyrir það svipaða vexti og sveitarsjóðurinn þarf að greiða fyrir yfirdráttarlán sín. Sumir vilja halda því fram, að dráttarvöxtum sé harðar heitt í Vestmannaeyjum en ann ars staðar tíðkast (í sambæri- legum sveitarfélögum). Þetta er hinn mesti misskilningur. Dráttarvaxtaútreikningur, vegna fasteignagjalda, hefst hér t. d. hálfum mánuði síðar en ann- ars staðar gerist. Því til við- bótar voru dráttarvextir, sem ekki náðu 1000 kr. vegna fast- eignagjalda og 3000 kr. vegna útsvara felldir niður ura síð- ustu áramót og jafngildir þetta þó nokkrum viðbótarfresti, um- fram það gem annars staðar gerist. Ýmsir telja sig hafa gert upp skuldir sínar að fullu fyr- ir s. 1. áramót, þ. m. t. drátt. arvexti, hafi um þá verið að ræða, en síðan komi dráttar. vextir vegna fyrra árs eða fyrri ára á kröfubréfum þessa árs. Vera má, að gjaldendum hafi ekki verið nægilega skýrt frá því, að dráttarvextir kynnu að bætast við skráða skuld þeirra, en vextina hefur í reynd ekki verið unnt að reikna út fyrr en eftir að árið er liðið og á þetta sérstaklega við þegar loka greiðslur fara fram síðast á ár- inu. Með bættri úrvinnslutækni verður þetta þó mun auðveld- ara hér eftir. f þessu sambandi er rétt að benda á, að innheimta bæjar. sjóðs hefur auglýst all- rækilega fyrirkomulag við álagningu dráttarvaxta. Auk þess dynja sífellt í eyrum aug- lýsingar hinna ýmsu sveitarfé- laga landsins um sama efni á bestu auglýsingatímum Ríkis- útvarpsins. Það getur því varla farið fram hjá mörgum gjald- endum, að dráttarvextir leggist á þau gjöld, sem ekki eru innt af hendi á tilskildum gjald dögum. Jóhann Friðfinnsson og Sig. urbjörg Axelsdóttir lögðu fram ææ8888ææ8gæ8gæ8888ææ8eæ8ga8868eæææ**9<ií«8(iæ888R»**aR8(!**sR8R*8R** * 1 KNATTSPYRNUÞJÁLFARAR I 1 88 | 88 | Þjálfarar óskast fyrir 3. og 5. flokk ÍBV. | I | Umsóknir sendist í pósthólf 188. | * 86 QC Upplýsingar veitir Hermann Kr. Jónsson. se * 1 Unglingaráð ÍBV. 1 I 88 88 88 inn finnur ekki önnur ráð til jiöfnunar á innheimtu tekna sveitarfélaga. f því sambandi mætti t. d. benda á staðgreiðslu kerfi skatta, sem margoft hefur verið lofað, en efndir engar orðið, enn sem komið er að minnsta kosti. Ábyrgir bæjarfulltrúar gera sér fulla grein fyrir illri nauð- syn dráttarvaxta, eins og allt er nú í pottinn búið, og geta því ekki tekið þátt í sýndar- mennsku og skollaleik á borð við þann, sem J. F. og S. A. settu á svið rneð tillöguflutn- ingi sínum. Aftur á móti hefur bæjarráð samþykkt að fela útsvarsnefnd kaupstaðarins og skattstjóra, að ■yfirfara gjöld þeirra, sem minnst mega sín og leggja til- lögur um niðurfellingar og/eða lækkanir gjalda þeirra (þ. m. t. dráttarvaxta, ef um þá er að ræða) fyrir bæjartáð. Hér er fyrst og fremst átt við þá, sem litlar tekjur hafa, umfram bæt- ur Almannatrygginga, þótt vissulega geti verið um fleiri tilvik að ræða. Þessi samþykkt bæjarráðs er í fullu samræmi við þá stefnu bæjarstjórnar, allt frá árinu 1966, að nýta allar heimildir laga til lækkunar gjalda þeirra, sem minnst mega sín. f þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, hefur starfs. fólk kaupstaðarins orðið fyrir ómaklegu aðkasti og er furðu- legt, að mínu mati, að kjömir bæjarfulltrúar skuli vera þar fremstir í flokki. Ef einhvern er við að sakast vegna dráttarvaxtanna, þá er það löggjafinn og svo bæjar- stjóm fyrir að vilja fara að lögum. Mm. (Xi cxj cxj (Xj cTj <xS (x> (X> (X> cxj <x> cxj cxj (X) (X) (X> (X (x> (X) (X> fxS ?xS «5 ctj rxS ?xS ?xS ?IS ?xS ?TS ?IS ?TS ?®S ?xS ?xS ÍT\ ?W * 88 88 88 88 86 88 88 86 86 86 86 86 86 86 86 86 88 Tilboð óskast í eftirtalda verkliði vegna Ás- 1 hamars 75, Vestmannaeyjum: | 1. Timburskilrúm, fölsk loft og leiðslu- i stokka. 1 Samsetningu á innihurðakörmum og ísetningu. Smíði sólbekkja og uppsetningu. Bjóðendum er frjálst hvort heldur að bjóða í einstaka verkliði eða alla. Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu bæj- artæknifræðings frá og með föstudeginum 12. 'mars 1977. Tilboð verða síðan opnuð föstudaginn 19. mars kl. 11.00 á sama stað, að viðstöddum þeim bjóðendum, er þess óska. Bæjartæknifræðingurinn í Vestmannaeyjum. óframkvæmanlega sýndartillögu um þetta efni á síðasta bæjar- stjórnarfundi, sem gekk út á það, að venjulegu skítkasti úr þeirri átt slepptu, að allir, sem gerðu gjöld sín að öðru leyti upp fyrir áramót, skyldu sleppa við dráttarvexti. í reynd þýðir tillagan, að nægilegt sé fyrir gjaldendur að koma á gamla- ársdag og gera upp öll gjöld líðandi árs. Þetta leggja skötu. hjúin til, þrátt fyrir skýr á- kvæði laga í þessum efnum og þrátt fyrir samþykktir bæjar- stjórnar (þ. m. t. þeirra sjálfra) um að gjalddagar fasteigna- gjalda skuli vera 15. janúar og 15. maí og að útsvör skuli greidd með sem jöfnustum greiðslum á 10 mánuðum árs- ins. Samþykkt slíkrar tillögu eða annarrar, sem gengi í svipaða átt, væri ótvírætt brot á tekju. stofnalögum og hefur Félags- málaráðuneytið, sem fer með yfirstjórn sveitarstjórnarmála, oftar en einu sinni lýst því yfir, að það muni kæra slíka samþykkt til ógildingar, ef gerð verður. Auk þess að vera ótvírætt brot á lögum, mundi samþykkt tillögunnar fljótlega leiða til greiðsluþrots bæjarsjóð og stöðvunar verklegra fram- kvæmda. Þótt öllum þyki dráttarvextir hvimleiðir, að ekki sé meira sagt, verður að horfast í augu við þá staðreynd, að þeir eru nauðsynlegir á meðan löggjaf- Stjórn verkamannabústaða 88 2. 3. 88 86 86 8» 86 86 88 88 88 86 86 86 88 88 88 88 88888888888888888888888888888888888888888888888888888R 88 8R 88 88 88 88 88 88 9R 88 8R88 8888 8R8R8R 8888888888888888888888888888888888883888888888888888888888 * 8888888888888888888888888888

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.