Brautin


Brautin - 23.03.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 23.03.1977, Blaðsíða 1
S.Í.S. 75 ára Sámband íslenskra samvinnu- félaga hélt nýlega upp á 75 ára afmæli sambandsins. Samvinnu | ireyfingin hefur lengi verið hér með ýmsan rekstur og þá helst með verslun. Hér áður fyrr voru starfrækt hér pönt- unarfélög, það fyrsta svo snemma sem um 1890. Árið 1908 var fyrst stofnað hér Kaup félag Vestmannaeyja og voru í fyrstu stjórn þess þeir Sigurð- ur Sigurfinnsson hreppstjóri, Árni Filippusson gjaldkeri, og Porsteinn Jónsson frá Laufási. Önnur kaupfélög, sem starfað hafa hér, eru m. a. Herjólfur, Bjarmi, Fram, Drífandi og Kaupfélag verkamanna. Á ýmsu gekk í starfi þessara merku félaga, og má um það lesa í Bliki 1974 og 1976. Það kaupfé- lag, sem við þekkjum nú í dag og gegnir forustuhlutverki í verslun í bænum, var stofnað árið 1950. Hér fer á eftir stutt yfirlit um Kaupfélag verka. manna, sem birtist í afmælis. blaði Samvinnunnar nú nýlega. FEGURÐARDROTTNING EYJANNA A Sunnu-kvöldi í Samkomuhúsinu síðastliðinn föstudag var valin fegurðardrottning Vestmannaeyja 1977. Fyrir val- inu varð Unnur Lilja Elíasdóttir,en hún er dóttur þeirra Höllu Guðmundsdóttur og Elíasar Baldvinssonar, Asavegi 22. — Unnur verður 18 ára 31. janúar næstkomandi og hún stundar nám við Gagnfræðasskóla Vestmannapyja. BRAUTIN sendir fegurðardrottningxmni okkar innilegustu hamingjuóskir. í janúar 1976 skipaði sam- göngumálaráðherra nefnd til að gera úttekt á íslenskum flu- valla- og öryggismálum. Nefnd in skilaði áliti sínu í nóvember sama ár og hefur blaðinu nú borist þessi skýrsla, sem er mjög yfirgripsmikil og fróðleg. í skýrslunni er m. a. áætlaður fjárfestingarkostnaður til þess að koma áætlunarflugvöllum landsins í viðunandi horf yarð- andi öryggisatriði og aðbúnað starfsmanna og farþega. — Er kostnaður við þessar fram- kvæmdir í heild talinn verða um tæpir 5 milljarðar og í þeirri upphæð er talið að 436.5 millj. ónir þurfi til þess að koma Vestmannaeyjaflugvelli í sóma- samlegt horf. Reiknað er með að malbikun og girðingar muni kosta 274.5 millj. kr., byggingar (flugturn, flugstöð, tækjageymsla, sand- geymsla) kosti 103 millj. kr. og ýmiskonar öryggistæki í flug- turn og á flugbrautir kosti 59 millj. kr. Nefndin leggur til að fram- kvæmdum samkvæmt tillögum nefndarinnar verði lokið á sex árum, sem þýðir að meðaltali rösklega 63 millj. kr. fjárveu- ingu á ári til þeirra fram- kvæmda sem fyrirhugaðar eru á Vestmannaðyjaflugvelli sam- kvæmt þessum tillögum flug- vallanefndar. í tillögum nefndarinnar um forgangsröður nokkurra stærri verkefna er Véstmannaeyj aflug völlur nr. 2 í röðinni varðandi byggingar flugstöðva, nr. 3 varð andi upp setningu búnaðar fyr- ir næturflug (N-S brautin), en varðandi malbikun fiugbrauta, akbrauta og hlaða er svo Vest mannaeyjaflugvöllur settur efst ur á blað. Nú er það hinsvegar í ,hönd- um stjórnvalda hvort og þá hvenær nægu fjármagni verður varið til þess að þessar þörfu framkvæmdir verði að veru- leika. NÝR BÁTUR Gunnnlaugur Ólafsson skip- stjóri hefur keypt Þorbjörn 2. GK 541. Er þetta 130 tonna eik- arbátur í prýðis standi, 700 ha. Cumming vél er í bátnum, sett í hann 1976. Er hann þegar byrj. aður veiðar með þorskanet. KAUPFÉLAG VESTMANNAEYJA Georg Hermannsson Kaupfélag Vestmanna- eyja, Vestmannaeyjum, var stofnað 1. nóvember 1950 að Goðasteini, upp úr Kaupfélagi verkamanna og Neytendafél. Vestmanna- eyja, sem áður höfðu starfað um alllangt skeið. Núverandi kaupfélagsstj. er Georg Hermannsson. Fyrsta stjórn: Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastj., formaður, Gunnar Sigur- mundsson, prentsmiðju- stjóri, Jón Stefánsson, verkam., Páll Eyjólfsson, framkv.stj., Steingrímur Benediktsson, kennari. Fé- lagið gekk í Sambandið 1951. Núv. stjóm: Jóhann Björnsson, forstjóri, for- maður, Jón Stefánsson, símritari, Gunnar Sigur- mundsson, prentsm.stjóri, Sigurgeir Kristjánsson, forstjóri, Garðar Arason, verzlunarstjóri. Nú rekur félagið mat- vörumarkað ásamt verzlun til báta að Bárug. 7, kjöt- vinnslu á sama stað, vefn- aðarvöru- og búsáhalda- verzlun að Bárugötu 6 og einnig byggingavöru- og timburverzlun við Flatir. Heildarsala 1975 var 258. 147 þús. kr. Fastir starfs- menn eru 17, en félags- menn 430. Úr byggingavöruverzlun Kaupfélags Vestmannaeyja.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.