Brautin


Brautin - 30.03.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 30.03.1977, Blaðsíða 1
VELKOMINN KLAKKUR Aðfaranótt þriðjudags sigldi Klakkur, hinn nýi skuttogari stðvanna inn í Vestmannaeyja- höfn. Var skipinu vel fagnað og í gær gafst fréttamönnum kost- ur á því að skoða skipið. M/s Klakkur Ve. 103 er eign hlutafélagsins KLAKKS í Vest- mannaeyjum. Stærstu hluthaf- . ar eru Fiskiðjan h.f., ísfélag Vestmannaeyja h.f. og Vinnslu stöðin hl. Skipið er tveggja þilfara skut togari útbúinn fyrir botnvörpu og flotvörpuveiðar. Aðalmál eru: Mestalengd 51,4 m., breidd 10,76 m., dýpt að efra þilfari 6,96 m. Skipið mæld ist 488 rúmlestir brúttó. Aðalvél er 2200 hestöfl, gerð Cegielski Sulzer dieselvél, tengd niðurfærslugír, sem drífur skiptiskrúfu, tvo rafala fyrir togvindu og rafal fyrir almenna fiotkun. Ganghraði í reynslu- siglingu var tæpar 15 sjómílur og togkraftur 25 tonn. Hjálp. arvél er Caterpillar 330 hest- öfl, dieselvél, tengd rafal til almennra nota og jafnstraums- rafall til þess að drífa togvind- ur. Rafstraumur er riðstraum. ur, 3 fasar, 380 volt, 50 rið og 3x220 volt 50 rið. Togvindur eru tvær, ein fyr- ir hvorn vír og eru þær raf- drifnar, aðrar vindur eru ýmist drifnar með rafmagni eða vökva. Netavinda fyrir flot- flotvörpu er vökvaknúin. Raf. magnsdrifin akkerisvinda er á framþilfari. Aftan þilfarshúss er rafdrifin vinda með 6 troml- um, tvær eru fyrir grandara- jrír, tvær eru til þess að draga bobbinga inn, og 2 eru fyrir víra, sem draga inn pokann (gilsvindur). Auk þess er vökva drifin vinda fyrir kapal fyrir flotvörpumæli, 2 vökvadrifnar vindur til losunar úr vörpu- poka og til þess að draga vörp. una út. Lóðrétt skutrennuhlið er knúin með vökva. Fiskilúga er vökvaknúin og undir henni er fiskimóttaka. Framan hennar er aðstaða til blóðgunar og 4 blóðgunarker, en framan þeirra er svo aðgerð- arborð. Slóg fer beint útbyrð- is, en lifur fer í þar til gerðan geymi í lestarrúmi. Lifur er flutt í land með því að hleypa þrýstilofti í geyminn. Aðgerður fiskur fer eftir færiböndum í fiskþvottavél og þaðan niður í lest. Pá er einnig svokallað karfaband til þess að flytja ó- slægðan karfa beint í lestina. Lestin er kæld í 0 C gráðu og einangruð með plastfroðu, en klædd að innan með stálplöt- um. Lestin er útbúin fyrir kassafisk, og stærð hennar er 460 rúmmetrar. Yfir lest á efra þilfari er ísvél og undir henni ísgeymsla, en í lest er dreifi- kerfi fyrir ísinn. Aftast í skipinu milli aðal- þilfars og efraþilfars báðum megin við fiskmóttöku eru neta geymslur með lúgum á efra þilfari. fbúðir eru fyrir 16 menn, 10 menn í tveggja manna klefum og 6 menn í einsmanns klef- um. Skipstjóraklefi er með sér. snyrtingu, klefar stýrimanna og vélstjóra eru í yfirbyggingu á efra þilfari, en aðrar íbúðir neðar á aðalþilfari. Par eru snyrtiklefar með sturtubaði. Á milli vinnslusalar og íbúa er snyrtiklefi og stakkageymsla. íbúðir eru hitaðar upp með raf magnsofnum og allar íbúðir loftræstar með vélblæstri. Matvælageymslur með kæli- rúmi og frysti eru rúmgóðar og eldhús er búið rafmangs- eldavél og nýtísku tækjum. f skipinu eru öll fullkomn- ustu siglingar. og fiskileitar- tæki, svo sem 2 ratsjár, sjálf- virk miðunarstöð, Loran C með skrifara, veðurkortariti, raf- magnsvegmælir, gíróáttaviti með sjálfstýringu, 2 fiskileitar. dýptarmælar og flotvörpumæl- ir. Pá eru 2 talstöðvar, önnur fyrir örbylgju- og neyðartal- stöð. f skipinu er kall- og tal- kerfi, sjónvarp með myndseg- ulbandi, útvarpstæki, auk neyð arsíma og hátalarakerfis fyrir útvarp. Skipstjóri er Guðmundur K. Jónsson, 1. vélstjóri Jón Sig- urðsson og 1. stýrimaður Helgi Ágústsson. Ljósm.: Guðm. Sigfúss. Nú er sá árstími sem gjarnan má sjá unga at- hafnamenn ganga um bæ- inn með gelluvagnana sína og bjóða til sölu gellur og kinnar við hvers manns dyr. Petta hefur löngum verið stundað hér af ungum strákum sem með þessu hafa aflað sér vasapen- inga á heilbrigðan og þrosk andi hátt. Þessi atvinnurekstur hef ur eins og flest annað tek- ið töluverðum framförum með árunum. Vagnamir eru nú mun glæsilegri en áður. En eitt er það sem nú má sjá og ekki þokkt. ist áður — nú eru stelp- urnar byrjaðar líka að gella og sanna þar með að þetta tal um jafnrétti er ekki bara píp. Pá hafa þessir ungu at- hafnamenn ekkert veriðað pæla í hlutum eins og verðbólgu og þess háttar veraldlegum hlutum. Verð- lag á framleiðslunni hefur ekki breytst í mörg ár. PALLI SPE Par sem þessi Megas fékk úthlutað listamanna- launum í ár, því þá í ó- sköpunum gátu þeir gleymt henni Döddu?

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.