Brautin


Brautin - 20.04.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 20.04.1977, Blaðsíða 1
Ljósm.: Guðm. Sigfúss. MILLJÓN Á DAG Enn hefur orðið bilun á raf- strengnum milli lands og Eyja og því orðið að grípa til vara. aflstöðva með þeim gífuriega kostnaði sem því fylgir. Er tal- ið, að olíukostnaðurinn vegna þessarar stöðva sé um ein milljón króna á dag og má því ekki lengi vera „straumlaust" á strengnum svo ekki sé um verulegt fjárhagstjón Rafveit- unnar að ræða. f biluninni sem varð í síðasta mánuði mun olíukostnaðurinn hafa numið um 20 millj. króna, en auk þess er gífurlegur kostn aður við að taka upp strenginn og lagfæra þær skemmdir sem orðið hafa. Er þar um að ræða kostnað við skip, kafara, er- lenda sérfræðinga o. fl. Þennan kostnað ber RARIK, en samt sem áður er tjón Rafveitunnar mikið í hvert skipti sem bilun verður á rafstrengnum. Við síðustu bilun vöknuðu upp raddir um nauðsyn þess að fá annan streng lagðan og þá á öðrum stað. Verða þær hug- myndir nú væntanlega ræddar af meiri alvöru þegar enn hef- ur orðið „straumrof að ofan“. Þá er ástæða til að geta um tjón á heimilistækjum vegna hinnar gífurlegu sveiflu, sem er á spennunni. Hafa margir aðilar haft samband við blað. ið og skýrt frá skemmdum á ýmiskonar heimilistækjum, s. s. sjónvörpum, frystikistum o. fl., sem rekja má til spennu- sveiflna. Tjón það sem íbúar verða fyrir, beint og óbeint, vegna þessara hvimleiðu rafmagns- truflana er erfitt að meta, en ljóst er samt, að það er mun meira en menn almennt gera sér grein íyrir. Aflabrögð það sem af er þess- ari vertíð hafa verið afar léleg og enn hefur það lítið skánað. Þykir nú gott að koma að landi með 4—5 tonn eftir daginn, en nokkrir hafa fengið það sem kallað er ágætisafli, 10—15 tonn Ef einhver setur í meiri afla, þykja það meiri háttar tíðindi niður við höfn. Páskahrotur eru nú aðeins hugtak frá liðinni tíð og nú eru afarnir að segja bamabörn um sínum frá þeim gömlu góðú árum, þegar á þessum árstíma fiskurinn flæddi út um allar Áki Heinz Haraldsson hefur að venju tekið saman fyrir bæj- arstjórn það, sem hann kallar „Fróðleikskorn úr íbúaskrá 1. des. 1976”. Þar er mikinn fróðleik að finna m. a. þetta: „Samkvæmt bráðabirgðatöl- um þjóðskrár vom 4.548 manns með lögheimili í Vestmannaeyj- um hinn 1. des. 1976 eða alls 2.210 konur og 2.338 karlar og hefur þá orðið fjölgun, sem nemur 136 frá sama tíma árið áður. Trúlegt þykir mér, að end- anleg íbúatala komi ekki til gáttir í stöðvunum og golþorsk urinn lá í haugum um öll plön utandyra. Og afarnir dæsa og segja sem svo: Komaþessir dag ar nokkurn tíma aftur? Ekki er samt öll nótt úti enn og nú fer í hönd sá tími ársins sem gefið hefur best á undan- förnum ámm. Þó ljóst sé, að ekki verður aflamet Hilmars Rósmundsson- ar slegið á þessari vertíð, þá skulum við vona að eitthvað fari nú að glæðast aflinn hjá sjóhetjum okkar. með að raskast, svo neinu nemi eftir að Hagstofa — þjóðskrá — lýkur úrvinnslu á þeim kæru- atriðum, sem komið hafa fram. Samanlagður fjöldi þeirra, sem önnur sveitarfélög gera til kall til þess að verði færðir út af íbúaskrá okkar er alls 28 manris og í flest öllum tilfellum er það Reykjavíkurborg, sem hefur sig hvað mest í frammi. Er það alveg sér kapítuli hvernig þar er að staðið. Það skal gleypa við öllu yngra fólki auk þeirrá, sem ekki hafa náð 60 ára aldri eða þar fram yfir, en hinum f jölmörgu sem dvelja á elliheimilum í Reykjavík auk íbúa að Síðumúla 21 og Klepps- vegi 32, þykir þeim minna virði og minnast hvergi á. Heildarbreytingar urðu, sem hér segir, miðað við endanlega íbúatölu 1975 og bráðabirgða- tölu 1976: íbúatala 1. des. 1976 4.412 Við bætist: fæddir 111 aðfluttir 246 4.769 Frá dregst: dánir 27 brottfluttir 194 221 íbúatala 1. de. 1976 s 4.548 Mismunur milli fæddra og lát inna (111—27) veldur því fjölg- un um 84, en sem við kemur hlutfalli milli aðfluttra og brott. fluttra verður einnig fjölgun um 52 (246—194), þannig að heildarfjölgun nemur all 136 manns. Fjöldi þeirra, sem skráðir voru hér með lögheimili sitt hinn 1. des. 1975, en voru þá fjarverandi, nam alls 283 (140 karlar og 143 konur) og hlið- stæð tala til viðmiðunar 1. des. 1976 segir til um nokkra fækk- un manna með lögheimili hér, en aðsetur í öðrum sveitarfé- lögum og er nú aðeins 169 manns (83 karlar og 86 kon- ur). Til enn frekari glöggvunar voru 1. des 1976 alls 675 manns með aðsetur utansveitar, en lög heimili hér (338 karlar og 337 konur). Miðað við bráðabirgðatölur þær, sem Hagstofan gefur upp 1. des. sl. um heildarmannfjölda hér eða 4.548 og með því að draga frá þeirri tölu fjarver- andi þ. e. 169 manns, hafa ver- ið sannanlega búsettir í Eyjum hinn 1. des. sl. alls 4.379 manns, auk hinna 23, sem eru hér með aðsetur sitt án lögheimilis eða alls 4.402 manns og skeikar þar aðeins tæpum tug miðað við heimilisbókhald manntals bæj. arskrifstofanna.” Eins og fram kemur af fram ansögðu fjölgaði íbúum með lögheimili í Eyjum iim 136. Þar við má bæta fækkun þeirra, er lögheimili eiga í Eyjum, en hafa búsetu annars staðar, eða 114 manns. Heildarfjölgun þeirra, sem búsetu hafa í Vestmannaeyj- um, hefur því orðið 250 manns á sl. ári. AFLI ENN SÁRATREGUR

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.