Brautin


Brautin - 27.04.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 27.04.1977, Blaðsíða 1
GET EKKI ORÐA BUNDIST Fyrir skömmu barst bæjar- stjórn bréf ásamt réttarútskrift frá Sigurjóni Sigurbjörnssyni, Lindarhvammi 7, Kópavogi, en tilefni þessara bréfaskrifta var útdráttur úr frægri grein Guð- laugs Gíslasonar um innheimtu bæjargjalda, sem kom í Fylki 25. mars s .1., en útdrátturinn birtist í Vísi. Þessi stutta til- vitnun Vísis í grein G. G. varð til þess, að bréfritari fór að rifja upp 40 ára gamalt mál, þegar hann átti viðskipti við innheimtumann bæjargjalda í Vestmannaeyjum á þessum ár- um, sem var enginn annar en Guðlaugur Gíslason. Bréfið og réttarútskriftin fer hér orðrétt á eftir, en hvorutveggja var lesið upp á almennum bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að ósk Jóhanns Friðfinnssonar. „Sigurjón Sigurbjörnsson, Lindarhvammi 7. Kópavogi 12. apríl 1977. í dagblaðinu Vísi 5. þ. m. rakst ég á útdrátt úr grein, er byrst hafði í Fylki eftir Guð- laug Gíslason alþingismann, þar sem veist var að bæjar- stjórn Vestmannaeyja. Pó maður sé nú ýmsu van- ur úr hendi þessa ritsóða, þá blöskraði mér svo óskamfeiln- in, að ég get ekki orða bundist. Rifja ég því upp viðskipti mín við bæjargjaldkera Vestmanna- eyja á árunum 1936 og 37 eða fyrir 40 árum. Pá krafði bæj- argjaldkeri þessi mig um skuid sem ég taldi greidda og þar eð ég taldi kvittunina tapaða greiddi ég upphæðina kr. Í73,65 til gjaldkera í ágúst 1937. f byrj un september sama ár fann ég af hendingu kvittunina frá 9. nóv. 1936 fyrir sömu upphæð, sem þá var Vz mánaðarlaun verslunar- og skrifstofumanna og svarar til 35 — 40 þús. kr. í dag. Átökin við að fá endur- greiðslu þessa fjár sýnir með- fylgjandi útskrift úr lögreglu- réttarbók Vestmannaeyja. Sá, sem var bæjargjaldkeri í Vest- mannaeyjum á þessum árum, hét Guðlaugur Gíslason. Virðingarfyllst, Sigurjón Sigurbjörnsson, (sign.) Til bæjarstjórans í Vestmannaeyj- um.” „Ágripsútskrift úr lögregluréttarbók Vestmannaeyja. Ár 1937, laugardaginn 4. sept- ember, kl. 16 var lögreglurétt- ur Vestmannaeyja settur á skrifstofu embættisins og hald- inn af Kr. Linnet, bæjarfógeta, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: að halda rannsókn út af kæru gegn Guðl. Gíslasyni, hafnar- gjaldkera, hér. Mættur er í réttinum Guðl. Gíslason, hafnargjaldkeri Skóla vegi 21, 29 ára að aldri og er áminntur um sannsögli. Hin framlagða kæra var sýnd hon- um og lesin upp fyrir honum. Yfirheyrði kveður það rétt að hann hafi 9 nóv. f. á. tekið við greiðslu hjá kæranda, 125 kr. eftirstöðvar útsvars 1936 og kr. 48.65 fasteignagjaldi 1936, samtals kr. 173,65 og um leið við ljósgjaldi, kr. 74,75. Kveðst hann hafa athugað 2. þ. m. að þessar kr. 173,65 voru vanfærð- ar sem innborgaðar og var á- stæðan til þess umkvörtun kæranda. Pennan sama dag kveðst hann hafa greitt bæjar- gjaldkera, Ágústi Bjarnasyni, upphæð þessa og sýnir í rétt- inum kvittun hans dags. 2. þ. m. því til sönnunar. Hann mót- mælir fastlega að hafa af ásettu ráði ekki innfært greiðslu þessa og neitar einnig að hafa 4. ágúst s. 1. litið yfir reikn- ing kærða og vitað að hann hafi þá verið að borga þessar áður nefndu kr. 173,65, eins og kær- an segir. Hann kveðst hafa hringt á kæranda og talað við hann í síma 2. þ. m., skömmu eftir að kærandi var farinn og er hann sjálfur var búinn að finna upphæðirnar færðar inn í sjóðbók og sagt honum að hann (yfirh.) væri búinn að sjá að kærandi hefði á réttu að standa og að hann (yfirh.) væri búinn að greiða til bæjar- gjaldkera. Mótmælir yfirh. að hafa sagt að það kæmi ekki til mála að kærandi fengi upp- hæðina endurgreidda og þvísíð- ur viðhaft „dónaleg orð” eins og kærandi heldur fram. Tek- ur fram að hann álíti sér ó- viðkomandi greiðsla á nefnd- um kr. 173,65 til kæranda, held ur beri sér að greiða upphæð- ina til bæjarsjóðs og það hafi hann gert. Uppl. staðf. Yfirh. tekur fram, að þar sem kærandi heldur fram að hann (yfirh.) hafi einu sinni krafið sig um gjald til hafnarsjóðs sem hann hafi verið búinn að greiða, þá hafi það verið um greiðslu til fyrrv. hafnargjald- kera að ræða en ekki um greiðslu, sem hann (yfirh.) hafi tekið við. Þá heldur kærandi fram að enginn annar gjald- andi en kærandi hafi kvartað undan samskonar skekkju af sinni hálfu frá starfstíma sín- um sem bæjargjaldkera og leggur fram þessu til sönnun- ar vottorð Ágústar Bjarnason- ar, núverandi bæjargjaldkera, sem er þingm. nr. 2, svohljóð- andi. Rétti slitið kl. 5,30. Kr. Linnet. Vottar: Stefán Árnason, Bergur Guðjónsson.” fólk mestu og tryggja verð ur í þeim sanmingum sem verða gerðir fyrr eða síðar, eftir eða án verkfalla, er það, að kaupmáttur laun- anna verði tryggður, að kjarabótin verði ekki látin í annan vasann og síðan tekin með vöxtum úr hin- um vasanum eins og gert hefu’- verið svo ósvíflega á undanförnum árum. Þarna verður ríkisvaldið að koma inn í myndina, og því er það fráleitt hjá for- sætisráðherra, að vinnu- deiluna verði aðilar vinnu. markaðarins einir að leysa — ríkisvaldið getur og verð ur að koma til móts við verkafólkið. Með þessum orðum send ir BRAUTIN launafólki til lands og sjávar hamingju- og baráttukveðjur í tilefni 1. maí. 1. mai er a sunnudagmn kemur. Þessi dagur er gjarnan nefndur hátíðisdag ur verkafólks, en hann er ekki síður baráttudagur, og á það ekki hvað síst við nú í ár. Verkafólk til lands og sjávar er nú enn að leggja út í harðvítuga baráttu við atvinnurekend ur og ríkisvaldið til þess að skapa sér lífvænlegt viðurværi í landi voru. — Verkafólk og forustulið þess hefur sýnt mikla fórn fýsi og umbruðarlyndi á undanförnum árum, en nú er komið að því að rétt við og fá sinn hlut bættan. Krafan um 100 þús. kr. lágmarkslaun ( sem verð- bólgan hefur nú hækkað í 110 þús. kr.) og fullar vísi tölubætur á laun er rauði þráðurinn í þeim samn- ingaviðræðum sem nú eru 1. MAÍ hafnar og fyrir þeim og öðrum kröfum sínum mun alþýðufólkið berjast af fullri einurð. Þessa dagana hafa laun- þegafélög verkafólks og sjómanna verið að afla sér heimilda til vinnu- stöðvana. Það er ekkert gamanmál að fara í verk. fall og enginn skilur það betur en verkafólkið sjálft, en verkfall er síðasta nauð vopnið sem alþýðan hefur í sínum fórum og til þess er gripið, ef aðrar leiðir ekki finnast til þess að knýja fram réttlátar kjara- bætur. Það sem skiptir alþýðu-

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.