Brautin


Brautin - 04.05.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 04.05.1977, Blaðsíða 1
RUGSTOÖ I DJUPADAL Loksins virðist sem nokkur hreyfing sé að komast á flug- stöðvarmálið, sem verið hefur nokkurskonar „eilífðarmál” í kerfinu, þrátt fyrir mörg fög- ur loforð um framkvæmdir. Á framkvæmdaáætlun flugmála stjórnar fyrir árið 1977, er gert ráð fyrir fjárveitingu til bygg- inga flugturns og 1. áfanga flugstöðvar á Vestmannaeyja- flugvelli. Svo virðist hins vegar að upp sé kominn ágreiningur milli flugmálayfirvalda annars- vegar og byggingarnefndar hins vegar um staðarval flugstöðv- arinnar. Verðum við að vona, að þann ágreining megi leysa sem skjótast svo framkvæmd- ir, þá loks þær eiga að hefjast, tefjist ekki frekar vegna kerf. isins. Hér fer á eftir bréf flugmála- stjórnar með rökstuðningi fyr- ir byggingu flugstöðvarbygg- ingarinnar í Djúpadal. Að vanda stóð Knattsprnu- félagið Týr fyrir íþróttadegi á afmælisdegi félagsins 1. rnai, var keppt í knattspyrnu, hand knattleik og víðavangshlaupi. Stóð keppni yfir frá kl. 10 um morguninn til kl. 16. Hér fara á eftir úrslit í leikjum og víc- vangshlaupum: Knattspyrna: 3. fl. Pór—Týr 2—0. 4. fþ Þór—Týr 3—2. 5. fl. Þór—Týr 1—1. 6. fl. Þór—Týr 4—2. Handknattleikur: 2. f. stúlkur Týr—Þór 3—1 Víðavangshlaup: 3. fl. drengir: 1. Ágúst Steinsson, T. 2. Ólafur Hermannsson, Þ. 3. Róbert Vilhjálmsson, T. 4. fl. drengir: 1. Erlendur Bogason, 'T\ 5. fl. drengir: 1. Þorsteinn Jóhannsson, T. 2. Kristinn Valgeirsson, Þ. 3. Jón Magnús Björgvinss. Þ. 6. f. drengir: 1. Tómas Jóhannesson, Þ. 2. Kristján Kristjánsson, Þ. 3. Heimir Halgrímsson, T. 4. fl. stúlkur: 1. Gerður Garðarsdóttir, 'I „í framkvæmdaáætlun flug- málastjórnar fyrir árið 1977 er gert ráð fyrir fjárveitingu til bygginga flugturns og 1. áfanga flugstöðvar á Vestmannaeyja- flugvelli. Teikningu flugturns er að mestu lokið, en teikning flugstöðvar er enn á frum- stigi. Fyrir tæpum tveim árum síð- an gerði Ólafur Pálsson, ráð- gefandi verkfræðingur flugmála stjórnar, þrjár tillögur að hugs- anlegu skipulagi Vestmanna- eyjaflugvallar. Formleg afstaða til þessara tillagna var ekki tekin af flugráði, en ein þeirra, þar sem gert er ráð fyrir bygg- ingu flugstöðvar fyrir austan norðurenda norður/suður-flug- brautar, mun hafa verið höfð til hliðsjónar þegar ákveðið var aðalskipulag Vestmannaeyja 1975—1995. Við nánari athugun er nú tal- ið heppilegast að nýi flugturn- inn verði ca. 130 m norðaust- 2. Elva Ósk Ólafsdóttir, Þ. 3. Linda Ragnarsdóttir, T 5. fl. stúlkur: 1. Magnea Bergvinsdóttir ,T. 2. Andrea I. Sigurðardóttir, T 3. Soffía Hjálmarsdóttir, Þ. an við núverandi flugturn, en flugstöðin ásamt tækjageymslu og flugskýli verði í Djúpadal. Bæjarstjóra hefur nýverið ver- ið afhentur bráðabirgðaupp- dráttur er sýnir þessa afstöðu bygginganna. Helstu ástæður fyrir vali Djúpadals fyrir flugstöðina eru eftirfarandi: a) með hliðsjón af „vind- rós” fyrir Vestmannaeyjar er augljóst, að austanáttin er ríkj andi vindátt, og austur/vestur- flugbrautin því oftast notuð. í Djúpadal myndi helst fást skjól fyrir flugvélar á hlaðinu, en það er álitið töluvert öryggis- atriði. Starfsmenn flugvallar- ins hafa bent á að sterkur vind strengur að austan sé oft við norðurenda norður/suður-flug- brautarinnar, og geti flugvélum því verið hætta þar á hlaði. b) Ef flugstöð væri við norð urenda flugbrautarinnar þyrfti eftir snjókomu í flestum tilfell- um að moka snjó bæði af austur/vestur og norður/suður- flugbraut þar sem A/V-braut- in er langmest notuð en opna þyrfti N/S-flugbraut fyrir akst- ur flugvéla. Ef flugstöðin væri í Djúpadal myndi oftast nægja að halda A/V-flugbrautinni op- inni. Á móti framangreindum at- riðum vegur það, að flugstöðin verður ca. 600 metra fjær byggðinni, en það atriði er ekki álitið jafn þýðingarmikið og þau öryggs- og hagkvæmnis- sjónarmið, sem að framan greindi. Eg leyfi mér að óska eftir því að bygginganefnd hlutist til um að breyting fáist á að- alskipulagi Vestmannaeyja með hliðsjón af framangreindum þörfum flugvallarins fyrir stæði undir nýjan flugturn og flugstöð.” Á fundi bygginganefndar þann 22. mars s. 1. var fjallað um þetta bréf og tillöguupp- drætti Flugmálastjórnar og gelð eftirfarandi bókun: „Bygginganefnd sainþykkir fyrir sitt leyti tillöguuppdrætti Flugmálastjórnar, dags. 10. febr úar 1977, en frestar afstöðu til framkominnar tillögu Flugmála stjórnar um hreyfingu á stað- setningu flugstöðvar, frá því sem núverandi skipulag gerir ráð fyrir (austan norðurenda N/S.brautar, innsk. blaðsins). Nefndin tekur fram, að stað- setning flugstöðvarinnar skv. núgildandi aðalskipulagi var samþykkt eftir tillögu og rök- um Flugmálastjórnar smbr. fgr. bygginganefndar Vest- mannaeyja 13. maí 1975.” Bygginganefnd hefur ekki fjallað um málið síðan, en hún heldur fund annan hvern þriðjudag. Svo virðist sem enn ein ferðaskrifstofan sé sprott- in upp meðal vor — Krata ferðir. f síðustu Braut var allavega verið að dásama þessar úrvals krataferðir út um hvippinn og hvapp- inn. Nú er bara spurningin hvort ekki komi á eftir í- haldsferðir (þá væntanlega til Kanalands), Komma- ferðir (sjá roðann í austri) og Framsóknarferðir (3ja manna ferð í Þórsmörk). Fyrst ég er á annað borð farinn að tala um ferðalög, þá er svo að sjá sem nýja vertíðin sé að hefjast — þ. e. túristavertíðin. Er að heyra að horfur séu öllu álitlegri með þá vertíð en þá vertíð, sem hefur ver- ið kennd við fisk og virð- ist vera að geyspa golunni, án þess að hafa nokkurn tíma hafist í alvöru. Eg sé t. d. að Palli Helga er kominn á tvær rútur og hefur verið að hreinsa m. SÆFARISKRIFAR þær og fægja af sinni al- kunnu snyrtimennsku. — Þeir Hótelmenn láta vel af sér í Fréttum og ætla að setja met (það er ekki bara Hort, sem er hortug- ur) og svo mætti ég hon- um Stanley á strætóinum sínum þegar ég ók lúsinni minni niður Skólaveginn á föstudaginn og gustaði vel af kappanum eins og vana- lega. Það er sem sé kominn vorhugur og galsi í ferða- málafrömuði okkar og von andi fá þeir mikla sól og allra þjóða kvikindi í sum- ar. Svona í lokin má ég til með að biðja hann Jóa Kristins að afsaka ónæð- ið, sem hann hefur orðið fyrir frá „skotspæni” Dag- skrár og Steingrími Arn- ar í Fylki vegna skrifa minna. Eg get ómögulega fundið út, hvernig í ósköp- unum þessir náungar, sem hingað til hafa þótt nokk- uð skarpir, fóru að kenna Jóa um þessi skrif. Hann er alveg saklaus og getur ritstjóri Brautarinnar vott að það. Eg verð að segja, að mik ið hefur Steingrímur Arn- ar fallið í áliti hjá mér, fyrir að taka slíkt upp í sig og hann gerði í Fylki, að óathuguðu máli. Hins- vegar er Hermann á Dag- skrá löngu hættur að koma mér á óvart. Sæfari. ÍÞRÓTTADAGUR TÝS -1. MAÍ

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.