Brautin


Brautin - 25.05.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 25.05.1977, Blaðsíða 1
Úrbóta þörí 1 mjólkur og matvælaflutningum Bæði neytendur og söluaðil- ar matvæla hér í Eyjum hafa fundið fyrir því að Herjólfs hefur ekki notið við undan- fama rúma tvo mánuði, og hafa af þeim sökum skapast miklir erfiðleikar á flutningum. Að vísu hefur það bjargað miklu, að vel hefur viðrað til flugs þessa mjánuði og einnig hafa komið til ferðir hjá Eim- skip og Ríkisskip. Ferðir þess- ar hafa á hinn bóginn verið óreglulega og ekki eins þéttar og æskilegt væri til þess að tryggja ávallt nægar nýjar vör- ur. Sérstaklega bagalegt hefur þetta verið varðandi mjólkur- flutninga, en mjólk hefur í besta falli borist tvisvar í viku á þessu tímabili í stað daglega áður. Pað er svo annað mál, að ekki eru allir ánægðir með það á hvern hátt flutningi mjólkur og matvæla er hagað með Herj ólfi, en bessar viðkvæmu vör- ur eru fluttar hingað án kæl- ingar, sem að siálfsögðu er með öllu óviðunandi. M. a. hefur Samband ís- lenskra samvinnufélaga nýlega skrifað bréf til Heilbrigðis- nefndar Vestmannaeyja, þar sem rætt er um erfiðleika á matvælaflutningum frá Reykja vík til Vestmannaeyja. f bréfi sínu segir SÍS m. a.: „Vér höfum um 20 ára skeið verið með matvæladreifingu til verslana í Vestmannaeyjum. Svo til allt frosið kjöt hefur verið flutt utan af landi og hef ur það gengið vel, þar sem frystar skipanna eru þá ávallt f gangi. Erfiðlegar hefur geng- ið með flutninga héðan úr Reykjavík, þá hefur óskum okk ar og kröfum um meðferð var- anna alls ekki verið mætt sem skyldi. Segja má því, að um ó- fremdarástand hafi verið að ræða í þessurn málum. Getum við ekki séð, að um miklar framfarir hafi verið að ræða með tilkomu m.s. Herjólfs." Bréfinu lýkur SfS með því að lýsa yfir, að það sé reiðubú- ið til viðræðna um lausn á þessu vandamáli. Bæjarráð hefur fjallað um þetta bréf SÍS og einnig um þá erfiðleika, sem eru á mjólk- urflutningum hingað. — Lýsir bæjarráð áhyggjum sínum á þessum, málum og beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórn- ar Herjólfs h.f. og þeirra sem annast vöraflutninga, að finna hið fyrsta ráð til lausnar á þess um vanda. Petta mál er einnig mál neyt enda, sem því miður hafa lítið látið í sér heyra, jafnvel þótt þeir séu að kauna gallaða vöra eða gamla mjólk, þar sem á- stimplaður síðasti söludagur er liðinn. Hér er þörf úrbóta og verður tafarlaust að finna lausn vandans. Með daglegum ferðum milli lands og Eyja eiga neytendur kröfu á þvf að fá ávallt nýja og vandaða vöru. Vcrtiðarlok EINI KVEN ATVINNUFLUGMAÐURINN Hún heitir Ásta Hallgrímsdóttir stúlkan á myndinni hér fyrir ofan. Hún er 25 ára gömul og hefur verið ráðin sem flugmaður hjá Eyjaflugi Bjama Jónassonar í sumar. Eftir því sem við best vitum, er Asta eina atvinnuflugkonan á landinu. Miklar annir hafa verið hjá Eyjaflugi að undanfömu og útlitið nokkuð bjart fyrir sumarið. Sagði Bjami Jónasson í stuttu spjalli við blaðið að áætlunarferðimar á Selfoss, Hellu og Skógasand, hefðu komið mjög vel út og oftast nær væra öll sæti notuð báðar leiðir. Þá hefði mikið verið að gera í leiguflugi, m. a. vora fluttir 104 farþegar s. 1. föstudag, þar af um 90 skólanemendur úr Bamaskólanum, sem voru í skólaferðalagi. Þeir fóra með Eyjaflugi á mið- vikudaginn. A fimmtudaginn flutti Eyjaflug 50 farþega, svo sjá má að það hefur ekki verið mikið stopp hjá þeim Astu og Bjarna þessa daga. Eyjaflug Bjarna Jónassonar gegnir þörfu hlutverki í samgöngumálum okkar Eyjabúa, og við ættum að sjá sóma okkar í því að styðja við bakið á því. Þá er vetrarvertíðinni 1977 lokið — einni lélegustu vertijS f langan tíma. Heildarafli á vertíðinni varð 18.318 tonn eða rúmlega fjögur þúsund tonn- um minni afli en árið 1976, sem ekki þótti sérlega beisin vertíð, en þá komu á land hér 22. 433 tonn. Skipting aflans eftir veiðar- færam var þessi (tölur í sviga era frá 1976): Net 10.485 (15. 058), Botnvarpa 6.024 (6.338), Handfæri 114 (94), Lína 84 (19), Togarar 1.506 (924), Spær lingsvarpa 105 (0). Skipting aflans til fisk- verkenda var þessi: Fiskiðjan h. f. 5.258 tonn ísfél. Vestm. 4.687 tonn Vinnslustöðin h.f. 4.159 tonn Eyjaberg 1.532 tonn Hrafrst. Vestm. 1.439 tonn Nöf s. f. 1.244 tonn Allur afli er umreiknaður í óslægðan fisk. Aflahæstu netabátar: tonn 1. Þór. Sveinsd. VE 401 691,0 2. Bergur VE 44 518,4 3. Árni í Görðum VE 73 506,8 4. Ölduljón VE 130 476,9 5. Kópavík VE 404 459,9 6. Danski Pétur VE 423 454,3 7. Surtsey VE 2 439,6 8. Dala-Rafn VE 408 418,4 9. Pólstjarnan KE 4 412,7 10. Stígandi VE 77 381,9 Aflahæstu trollbátar: 1. Sigurbára VE 249 422,1 2. Björg VE 5 312,2 3. Frár VE 78 306,0 4. Þristur VE 6 240,2 5. Ver VE 200 231,6 6. Sæþór Árni VE 223,8 7. Haförn VE 23 201,4 8. Emma VE 219 199,5 9. Fylkir NK 102 174,0 10. Baldur VE 24 171,9 Togarar: 1. Vestmannaey VE 54 1.148,4 2. Klakkur VE 103 358,5 Færa- og línubátar: 1. Kristbj. Sveinsd. VE 70 72,9 2. Hvítingur VE 21 31,6 3. Bensi AK 23,8 4. Sigurbjörg VE 329 10,3 TrUlur: 1. Rán 14,5 2. Ósk 11,5 3. Frigg 10,6 4. Fjarki 10,0 5. Uggi 6,6 6. Pipp 3,1 7. Barði 2,8 8. Venus 2,2 Knattspyman ........... TJm helgina hófst Meistara. mót Vestmannaeyja 1977 í yngri flokkunum í knattspyrnu Var þá fyrsta umferðin af fimm leikin. Úrslit urðu þessi: 6. fl. A Þór—Týr 2—0. 6. fl. B. Týr—Þór 5—0. 5. fl. A Týr—Þór 3—3. 5. fl. B Týr—Þór 1—0. 4. fl. Týr—Þór 5—0. 3. fl. Þór—Týr 3—2.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.