Brautin


Brautin - 01.06.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 01.06.1977, Blaðsíða 1
BRAUTIN .^ Vestmannaeyjiyn 1. júní 1977 10. tbl. — 30. árg. GÆSLAN Á „ VE/ÐUM" Pað þarf engum að segja frá hinum síminnkandi vertjðar- afla hér í Eyjum. Prátt fyrir það hefur sóknin stóraukist og gífurlegu magni veiðarfæra er dempt í sjóinn. Pessi veiðarfærahrúga, sem er um allan sjó, lendir svo oft í einum hnút og þá er bara skorið á draslið og það látið sigla sinn sjó. Sama er að segja ef bauja slitnar frá, þá er ekk- ert verið að pæla í hlutunum — ný net í næsta túr og þau gömlu látin eiga sig. Það er því orðinn árlegur viðburður hér á miðunum eftir vetrarvertíð, að skip kemur frá Landhelgisgæslunni til þpss að ,.fiska“ upp netahnúta og drauganet, svo þau verði ekki til skaða og angri ekki bátana, þegar þeir koma með önnur veiðarfæri. Var Gæslan á slík- um „veiðum" nú um helgina Pað er umhugsunarefni, hver veiðarfærakostnaður bátaflot- ans á einni vertíð er og hvað fer mikið til spillis. FIVE KAUPIR TOGARA Fiskimjölsverksmiöjan í Vestmannæyjum h.f. hef- ur fest kaup á skuttogar- anum Skinney SF 20 frá Höfn í Hornafirði. Skrifað var undir samning sl. föstu dag með fyrirvara, en stjórn FIVE ætlaði í gær til Hafnar í Hornafirði til að skoða skipið og ganga endanlega frá kaupimum. Skinney SF 20 er einn af minni skuttogurunum, 297 tonn að stærð. Skipið var smíðað í Noregi árið 1975. í skipinu er M. A. K. vél, 1500 hestöfl. Enn bætist því nýtt og glæsilegt fiskískip í flota okkar Vestmannaeyinga, og er það mikið fagnaðar efni og mun stuðla að aukinni og jafnari atvinnu hér í bæ. Afli sá er togarinn mun flytja á land mun vafa- Iaust verða unninn í Fisk- iðjunni og Vinnslustöð- inni, en þessar stöðvar eru meðeigendur í Fiskimjöls- verksmiðjunni. Eðlilega hefur ekki enn verið ákveðið hvaða nafn skipið mun bera framveg- is né hverjir komi til með að skipa áhöfn þess. SJOMANNADAGURINN Sjómannadagurinn er á sunnu idaginn kemur og að vanda verður á veglegan hátt haldið upp á daginn með tveggja daga hátíðahöldum. — Hátíðin hefst eins og venjulega eftir hádegið á laugardag í Friðar. höfn, þar sem keppt verður í kappróðri. Keppt verður á hin- um nýju kappróðrarbátum Sjó mannadagsráðs, sem teknir voru í notkun í fyrra og þóttu ágætir. róðrabátar. — í fyrra kepptu í róðri alls 25 sveitir, og er það mesta þátttaka sem vitað er um á Sjómannadeg- inum. Nú um helgina höfðu þegar 15 sveitir skráð sig til keppni og vitað var um marg- ar fleiri sem mundi skrá sig í þessari viku, svo búast má við að þátttaka í kappróðrinum verði nú meiri en í fyrra. Er það vel, því kappróðurinn hef- ur notið mikilli vinsælda hjá þeim fjölda fólks, sem árlega fylgist með hátíðahöldum Sjó- mannadagsins- Auk kappróö ursins verður keppt í kodda- slag og fleira verður eflaust til skemmtunar eftir því sem tími vinnst til. Á laugardaginn verða síðan dansleikir í Samkomuhúsinu og Alþýðuhúsinu. Hljómsveitin Glitbrá sér um fjörið í Höll- inni, en Eymenn halda upri stuði í Alþýðuhúsinu. öú breyting verður nú á til- högun hátiðahaldanna á sunnu deginum, að hátíðin hefst ekki fyrr en eftir hádegi. — Kl. 13 verður safnast saman við Samkomuhúsið. Hátíðin verð- ur sett með stuttri ræðu, en síðan verður farið í skrúc- göngu til Landakirkju með Lúðrasveit Vestmannaeyja í broddi fylkingar. Gengið verð- ur undir íslenska þjóðfánanum og fánum félagasamtaka sjó- manna í bænum. í Landakirkju verður hátíðarmessa í tilefni dagsins, flutt af sr. Kjartani Erni Sigurbjörnssyni sóknar- presti okkar. Eftir messu verð ur minningarathöfn við sjö- mannsstyttuna og stjórnar Ein ar J. Gíslason þeirri athöfn, eins og hann hefur gert á und- anförnum árum. Um kl. 16 hefst síðan skemmt un á Stakagerðistúni. — Flutt verður ræða dagsins, aldraðir sjómenn verða heiðraðir og verðlaun fyrir íþróttir laugar- dagsins verða afhent. Lúðra sveit Vestmannaeylja leikur og skemmtíatriði verða flutt. Um kvöldið verður svo hin einstæða kvöldskemmtun Sjó- mannadagsráðs í Samkomuhús inu, og þar munu koma fram landsfrægir skemmtikraftar, bæði héðan úr Eyjum og frá fastalandinu. Par verða Afla- og Fiskikóngar Eyjanna heiðr- aðir og svo dúxinn úr Stýri- mannaskólanum. Að lokinni kvöldskemmtuninni verður dansleikur í Samkomuhúsinu og sennilega einnig í Alþýðu- húsinu, en það hafði ekki end- anlega verið ákveðið, þegar blaðið aflaði sér frétta hjá S j ómannadagsráði. f tilefni Sjómannadagsins kemur Sjómannadagsblaðið út, stórt og vandað, sneistafullt af fróðlegu og skemmtilegu les- efni. Petta blað ætti að koma í hvert hús í bænum. Ritstjóri blaðsins er Steingrímur Arnar. Blaðið verður selt á laugardag- inn. Miðasala á dansleiki og skemmtun verða á laugardag í gamla Skýlinu á Básaskers- bryggju eftir að hátíðahöldum í Friðarhöfn lýkur. Merki dagsins verður selt á sunnudaginn og verða þau af- hent sölubörnum í Skýlinu. Sjómannadagsblaðið verður einnig afhent sölubörnum í Skýlinu. Sjómannadagsráð verður með aðsetur sitt í liúsnæði sínu, Básum, á Básaskersbryggju og síminn hjá þeim er 2166. Um leið og Brautin hvetur bæjarbúa til fjölmennrar þátt- töku í hátíðahöldum dagsins, sendir blaðið sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu ámaðaróskir í tilefni dagsins. STORGOÐ FRAMMISTAÐA Á laugardaginn var í Reykja vík háð Meistaramót íslands í kraftlyftingum. ÍBV átti vaska sveit á mótinu, og má segja að kappar ÍBV hafi átt mótið, því þeir sigruðu í fjórum flokkum af sex, sem keppt var í. — Óskar Sigurpálsson, Gunnar Alfreðsson, Friðrik Jósefsson og Gunnar Steingrímsson sigr- uðu allir í sínum flokkum. Þetta er stórkostlegur árang- ur hjá köppunum, og má Ósk- ar Sigurpálsson vera ánægður með árangurinn af því góða starfi, sem hann hefur unnið hjá Lyftingadeild ÍBV. Óskar og Gunnar Alfreðsson eru úr hópi frumherja íþrótt- arinnar á íslandi og má gjam- an kalla Óskar „faðir" lyfting- anna hjá okkur íslendingum. Friðrik hefur ávallt haldið tryggð við sína heimahaga og keppir alltaf undir merkjum ÍBV, og Gunnar Steingrímsson er stórefnilegur lyftingamaður sem á eftir að koma mikið við sögu íþróttarinnar hér á landi á næstu árum. Hann er ekki nema 16 ára peyi. BRAUTIN óskar lyftingaköpp um ÍBV til hamingju með glæsilegan árangur á keppnis- tímabilinu.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.