Brautin


Brautin - 15.06.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 15.06.1977, Blaðsíða 1
LJósm.: Guðm. Sigfúss. UPPGRÆÐSLUHERFERÐÍN Undanfarið hefur verið unn- ið af kappi við áframhaldandi uppgræðslu á Heimaey. Stór hópur ungs og kraftmikils fólks hefur unnið við þetta og ekki slegið af. Áburður hefur verið borinn á þau svæði sem þegar eru tekin að gróa og blanda af áburði og fræi hefur verið dreift á ógróin svæði. Eitthvað hefur verið um það að óvandaðir menn hafi verið að hnupla áburðar- og fræpok- um frá uppgræðslufólkinu. En svo getur farið að þessar smá- sálir sitji uppi með meira en slæma samvisku eins og góð saga segir, sem okkur barst til eyrna nýlega. Garðeigandi nokkur laumaðist eitt síðkvöld ið og nappaði sér poka suður á eyju og bar það sem hann taldi vera úrvals áburð á kart- KAUPFÉLAG VESTMANNAEYJA Aðalfundur Kaupfélags Vest- mannaeyja var haldinn í Mið- stræti 11. hinn 6. júní. For- maður stjórnar félagsins, Jó- hann Björnsson, flutti skýrslu stjórnar. Kom þar meðal ann ars fram að félagið hefur keypt Bárugötu 5 (Reynir) og er ætlunin að fjarlægða það hús og stækka Vörumarkaðinn sem því nemur, en þar er löngu orðið of þröngt. Ennfremur kom fram, að kaupfélagið hef ur sótt um og fengið lóð vest- ur í hrauni í nýja hverfinu og hyggst reisa þar verslunarhús. Kaupfélagsstjóri las upp og skýrði reikninga félagsins. — Vörusala félagsins á síðasta ári var rúmlega 356 milljónir, fé- lagið greiddi í söluskatt 48.6 millj. og í vinnulaun 24.3 millj- ónir. Tekjuafgangur varð 1.6 milljónir. Eins og kunnugt er, rekur fé lagið Vörumarkað að Bárugötu 7. Hefur þetta fyrirkomulag reynst mjög vinsælt, enda tals verður sparnður fyrir fólk. — Sem dæmi má nefna, að á ár inu sem leið jafngilti Vöru. markaðsverðið því að kaupfé- lagið hefði gefið viðskiptavin- umsínum 17.6 milljónir í af- slátt á árinu. Talið er, að um 400 fjölskyldur versli alfarið við kaupfélagið, og þýðir þetta þá 40—50 þúsund króna sparn að hjá hverri fjölskyldu. — Voru kaupfélagsstjóra færðar þakki-r fyrir mikil og góð störf svo og starfsfólki félagsins, en félagið hefur verið svo lán. samt að hafa ávallt traust og gott starfsfólk. Úr stjórn áttu að ganga Jón Stefánsson og Gunnar Sigur- mundsson, var Jón endurkos- inn og í stað Gunnars sem nú er fluttur úr bænum var kos- Enn einu sinni hefur Stein- grímur Arnar séð ástæðu til þess að setja á blað umkvart- anir sínar vegna Sæfara.pistla þeirra, sem við höfum birt hér í blaðinu að undanförnu. Sann ast þar enn, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ein lítil setning hefur svo raskað sálar- ró Steingríms, að hann hefur hafið heilaga krossferð til þess að finna syndarann mikla. Og viti menn, hann telur sig hafa fundið syndaselinn og segir hann heita Jóhannes Kristins- son. Vegna þessarar röngu sakar- giftar á hendur Jóhannesi Kristinssyni birti ég á sínum tíma yfirlýsingu hér í blaðinu þar sem ég lýsti því opinber- lega yfir, að Jóhannes væri ekki höfundur Sæfara-pistl. anna. Þrátt fyrir þessa yfir- lýsingu mína, endurtekur Stein grímur enn þessa firru sína með skáldlegum tilþrifum í síð ustu Dagskrá. Harma ég það, að Steingrímur skuli hafa það álit á mér, að hann trúi ekki því sem ég segi. Annars skipt- ir það ekki öllu máli, ég læt þá sem mig þekkja um að dæma heiðarleika minn og sannsögli. Einnig harma ég mjög á inn Þorkell Sigurjónsson. Fulltrúar á aðalfund S. í. S. voru kosnir Georg Hermanns- son, kaupfélagsstjóri, og Jó- hann Björnsson. hvern hátt Jóhannes Kristins- son hefur orðið fyrir óþægind- um vegna þessa, en jafnframt segi ég honum það, að ég hef ekki í huga að hætta að taka við efni frá Sæfara vegna þessa uppistands Steingríms, þó svo að Sæfari hafi boðist til þess að hætta skrifum sínum, svo Steingrímur fengi ró í sínum huga. Það er ein reglan í lýð- frjálsu samfélagi að menn eiga og geti tjáð hugsanir sínar og skoðanir á prenti og þá undir dulnefni, ef þess er óskað. Það hafa ekki allir sömu skoöun á hlutunum. En allir eiga sama rétt á því að tjá sig. Þetta veit Steingrímur Arnar, því hann hefur fengist við ristj. sjálfur og hann hefur birt skoðanir og tilskrif í sínum blöðum, sem eru undir dulnefni eða án nokk urrar undirskriftar. Þetta er hægt að sýna fram á. En nóg um það. Til þess að gera skyldu mina við þá fé- laga, Steingrím og Jóhannes, lýsi ég því hér með yfir, að ég er tilbúinn til þess hvenær sem er, að mæta þeim félögum hjá presti eða bæjarfógeta og sverja þess eið, að Jóhannes Kristinsson er ekki Sæfari. Hermann Kr. Jónsson. öflugarðinn sinn. Leið svo og beið uns kartöflugarðurinn var einn góðan veðurdag orðinn fagurgrænn af þessum fallega túnvingli. Það var nefnilega fræ- og áburðarblanda í pok- anum forboðna. Hvað um það, við sendum „grænu herdeildinni“ okkar bestu þakkir fyrir vel unnin störf. ORÐ í BELG i. Samgangna var boðin bót, er byggð af skyldi snilli, og lands og Eyja skruggu skjót skeiðaði í milli. II. Fádæma þitt ólán er, áföll ná þig brjóta. Þyrfti að gefa mikið mér með ef vildi fljóta. III. Þannig kveður heimskur her sitt hleypidóma gjálfur, galla þína glöggt hann sér, gallamestur sj álfur. IV. Vel ég man, í lotning laut er leit ég kljúfinn drafnar, þá hann fánum skrýddur flaut fyrst til Eyjahafnar. V. Þá var glatt hjá gleymnum lýð gleðin skammt þó treindist, því heimtaði að Herjólfs smíð hundrað prósent reyndist. VI. Komu þinnar fyrstu frétt fagurt allir sungu. Framliald á 2. síðu ENN AD GEFNU TILEFNI

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.