Brautin


Brautin - 06.07.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 06.07.1977, Blaðsíða 1
BRAUTIN Vestmannaeyjum, 6. júlí 1977 15. tbl. — 30. árg. Hlþjóðasiglingareglur 1972 Siglingamálastjóri. Alþjóðasiglingareglur, 1972, taka gildi 15. júlí 1977. Reglurnar voru birtar í stjórnartíðindum 17. mars 1975 og voru sérprentaðar i riti Siglingamálastofnunar ríkisins, Siglingamálum nr. 6 í septem- bermánuði 1976. Nýju reglurnar gefa tilefni til ýmissa breytinga á siglinga- og merkjaljósum skipa, sumum þeirra þarf að vera lokið 15. júlí 1977 og skal hér gerð grein fyrir því helsta: 1. Á fiskiskipum, sem eru 20 m eða lengri skal lóðrétt bil milli fiskiljós- anna, sem um getur í 26. reglu b) og c), vera 2 m að minnsta kosti. Getur þetta haft í för með sér að færa verður Ijósin, þar sem neðra Ijósið skal vera svo hátt ofan við hliðarljósin að nemi að minnsta kosti tvöfaldri fjarlægð milli fiskiljósanna. 2. Hliðarljósabrettin, sem til þessa hafa verið græn og rauð, skulu máluð með mattri, svartri málningu, gildir þetta um öll skip. 3. Samkvæmt 24. reglu skulu skip, sem draga annað skip, búin gulu dráttar- Ijósi, lóðrétt ofan við skutljósið, sbr. 21. reglu d) og skal lóðrétt bil milli ijósanna vera eins og segir í I. við- auka 2.1). 4. Á skipum, sem stunda togveiðar, skal aftara sigluljósið, sem um getur I 26. reglu b) 2., staðsett hærra en græna hringljósið. Er skipum, sem styttri eru en 50 m, ekki skylt að hafa þetta Ijós, en þeim er heimilt að hafa það. 5. Dagmerki skulu öll vera svört og að formi og stærð eins og segir í I. við- auki 6. Okur Um langt árabil hefur það verið venja hér í Vestmanna- eyjum, að stóru íþróttafélögin, Týr og Pór, hafa til skiptis séð um hátíðarhöldin 17. júní ár hvert. Yfirleitt hefur þetta farið íþróttafélögunum ágætlega úr Þar sem lundaveiðiver- tíðin er nú hafin með sínu heillandi og ólýsanlega út- eyjalífi, þótti okkur tilval- ið að hafa þessa ágætu lundamynd Guðmundar Sigfússonar á forsíðunni hjá okkur. Hér áður fyrr var lunda veiði nauðsynlegur þáttur í lífsbjörg fólksins og fæðuöflun, en nú er þetta orðið að hreinu og kláru sporti. Það er stór hópur sem sækist í þessar veið- ar og mun færri komast í úteyjarnar en vilja. Bless. aður lundinn er ávallt sama lostætið að gæða sér á og veiðimennirnir eru ekki í neinum vandræðum með að koma veiðinni í verð. En lundinn á líka sína „vini“ og ekki geta allir fengið af sér að ,,snúa hann úr“, og má skilja það þegar maður horfir á þessa mynd — vinalegur, sakleysislegur lundi, með síli í litskrúðugum gogg- inum, sem vafalítið er ætl að lundapysju í djúpri lundaholu. Skyldi þessi lundi enn vera á meðal vor, eða var honum sporðrennt á síð- ustu Þjóðhátíð? Sióndapur ril$l\ón Svo virðist sem hinn ágæti ritstjóri Dagskrár þjáist stund- um af einhverskonar pólitískri sjóndepru, þegar hann er að fjalla um Brautina og efni henn ar í blaði sínu. Það er vitað, að ritstj. ber allþungan hug til jafnaðarmanna og notar hvert tækifæri til þess að ná sér niðri á þeim og beitir til þess öllum tiltækum ráðum og ekki öllum vönduðum. Þegar allt annað þrýtur, hefur svo sá hinn ágæti ritstjó-ri gripið til hreinna ó- sanninda. f síðasta tbl. Dag- skrár stendur Hermann Einars son berstrípaður með slík ó- sannindi í fanginu. f „frétt" af síðasta bæjar- stjórnarfundi segir hið „óháða" frétta- og auglýsingablað m. a.: „Til enn frekari undirstrikun- ar á feginleik ,,krata“ á því að reikningarnir eru frá og löng. un þeirra að sem fæst komi í dagsljósið, er Brautin sl. mið- vikudag (29 júní), þar sem hvergi er minnst á, að loks á því herrans ári 1977 eru reikn- ingar ’73—’74 og ’75 afgreidd- ir“ (leturbr. Brautin). Svo mörg og fögur voru þau orð. Þarna hefur ritstjóri Dag- skrár heldur betur skotið yfir markið og er nú stimplaður ó- sannindamaður. í Brautinni 29. júní sl. er frétt á forsíðu þar sem sagt er frá þessum bæjar- stjórnarfundi, kjöri forseta og varaforseta, kjöri í hinar ýmsu nefndir og skýrt er frá því að reikningar bæjarsjóðs og stofn- ana hans fyrir árin 1973, 1974 og 1975 hafi verið samþykktir. Brautin skýrði því frá öllu, sem fram fór á þessum bæjar- stjórnarfundi, en eftirlætur póli tíkusunum og ,,hinum óháðu“ að þrasa og þrátta. Til enn frekari áréttingar fyrir Hermann Einarsson má benda honum líka á það, að daginn fyrir umræddan bæjar- stjórnarfund skýrði Brautin frá því, að á fundinum yrðu m. a. reikningar áranna 1973, 1974 og 1975 afgreiddir. — Lestu betur, nafni, og lestu nú rétt. — hkj. hendi og ber að þakka það, enda leggja meðlimir þeirra á sig mikla sjálboðavinnu íþessu sambandi. Peim mun forkastanlegra er það, að einstaka aðilar skuli hafa þessi hátíðarhöld að sér- stakri féþúfu, á kostnað bæjar sjóðs. Liðir í hátíðarhöldum dags- ins hafa jafnan verið dansleik- ir í Samkomuhúsi Vestmanna. eyja og Alþýðuhúsinu. Satt að segja gekk það al- gerlega fram af bæjarráði, að Samkomuhús Vestmannaeyja skyldi nú krefjast næstum 200 þúsund kr. leigu fyrir húsið þennan dag og er þar ekkert innifalið, nema dyravarsla. — Hljómsveit er greitt þar fyrir utan. Bæjarráði var næst skapi að hætta við dansleiki á vegum bæjarins, þótt óbeint væri, en talið var, að of stuttur tími væri til breytinga. Maður hefði nú haldið, að næstum 1000% álagning á selda gosdrykki, sem óspart eru keyptir þennan dag sem aðra, væri sæmileg trygging fyrir góðum tekjum hússins og þyrfti því ekki þar til viðbótar að koma hreint okur í húsa- leigu. Vitað er, að jafnan eru í þjóðfélagi okkar ýmsir aðilar, sem ávallt reyna að hafa óeðli- lega mikið fé út úr ríkissjóði og sveitarsjóðum, hvar sem því verður við komið. En er þetta nú samt ekki einum of langt gengið? Mm. BERGUR II. Enn hefur glæsilegt skip bæst í fiskiskipaflota okkar. Eigend- ur Bergs hafa keypt hingað Hilmi KE 7 frá Keflavík og hefur hann nú hlotið nafnið Bergur II. VE 144. Bergur II. er 207 br. tonn að stærð (183 nettó), byggður í A.-Þýskalandi árið 1964 úr stáli og i honum er Callesen vél, 750 hestöfl, frá árinu 1975. Er nú verið að byggja yfir skipið.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.