Brautin


Brautin - 13.07.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 13.07.1977, Blaðsíða 1
350 ár frá Tyrkjaráninu Þjóðhátíðarundírbúningur Vinna við undirbúning Pjóðhátíðaririnar í Herjólfsdal er nú liafin af fullum krafti. Byrjað er að reisa hofið og mannvirki við dans- paliana. Pá hafa miklar framkvæmdir verið við endurbyggingu tjarnarinnar, mörgum bílhlössum af möl hefur verið ekið í tjarn- arbðtninn, en síðan verður hann steyptur. — Ljósmyndarinn okkar, Guðm. Sigfússon, brá sér í Dalinn eitt kvöldið og tók þessa mynd af framkvæmdunum við tjörnina. Villuráfandi ritstjóri Á sunnudaginn, 17. júlí, eru 350 ár frá Tyrkjaráninu 1627. Sóknarnefnd Landakirkju fyrir- hugar að minnast þessa atburð ar á sunnudaginn með athöfn á nýja hrauninu, þar yfir, sem mælingar sýna að leiði Jóns Þorsteinssonar píslarvotts er undir. Verður þar endurreistur minnisvarði um Jón, sem með snarræði tókst að bjarga undan hraunflóðinu 1973. Fyrirhugað er að athöfnin hefiist kl. 11 f. h. á sunnudag. FRÁ ÍBV Nú loksins er auglýsingaplakat ÍBV með dagatali yfir mánuð- ina júlí til maí 1978 kom- ið út. Hefur útkoma þess dreg- ist mjög af ýmsum óviðráðan- elgum orsökum, svo sem yfir- vinnubannsins. En nú er það sem sagt komið út og er það með svipuðu sniði og í fyrra, auglýsingar, myndir og daga- tal á litprenuðu plakati. í fyrra var plakatinu mjög vel tekið og það hvarf eins og dögg fyrir sólu, er það kom á dreifingarstaði. Verður það nú afhent — ókeypis að sjálfsögðu — í verslun Steina & Stjána, í versl. Miðhús og Eyjabæ, með- an upplagið endist. Nælið ykkur í plakat strax — á morgun getur það verið of seint. Fréttatiikynninir frá ÍBV. en þetta verður nánar auglýst síðar í vikunni. Á minnisvarðann um Jón píslarvott verður fest plata með svohljóðandi áletrun: Ég fel nú bæði Eyna og land í Drottins náðarhendur. Þeim kann enginn að gjöra grand, sem Guðs vernd yfir stendur. Þó margt hvað vilji þjaka oss með þolinmæði berum kross, hann verður í gleði vendur. Síra Jón Þorsteinsson, píslarvottur. Hér er Kirkjubær um 100 metra undir hrauni. Þar sat Jón Þorsteinsson frá 1612, líf- látinn í Tyrkjaráni 17. júlí 1627. Andlátsorð hans voru: „Herra Jesús, meðtak þú minn anda.“ Stein þennan, sem bjargað vav undan jarðeldunum 1973, endurreisti söfnuður Landa- kirkju yfir gröf hans 17. júlí 1977. ÞJÖÐHÁTÍÐARTJALD ÓSKAST Þjóðhátíðartjald óskast til kaups. Uppl. í síma 1919 eí't'r ki. 5. í síðasta blaði var flett ofan af ósannindblaðri hins villuráf- andi ritstjóra Dagskrár um fréttaflutning Brautarinnar. í Dagskrá sl. föstudag viðurkenn- ir ritstjórinn þessi afglöp sín, en dettur ekki í hug að biðjast afsökunar — á því átti ég svo sem ekki von. Um þá staðhæfingu H. E., að fróttamat okkar sé ekki bað sama skal það sagt, að það sem fram kom í umræðum um bæjarreikningana á bæjarstjórn arfundinum hefur allt komið áður fram í bæjarblöðunum. — Þar hafa verið settar fram á- sakanir og þeim ásökunum hef- ur verið svarað. Bæjarbúum hef ur því gefist kostur á að fylgj- ast með og þeir munu síðan kveða upp sinn þögla dóm án hjálpar H. E. eða annarra „f réttaskýrenda". Ég hef lítinn áhuga á því að endurtaka hér í blaðinu allt þetta stagl, sem hefur gengið Framhald á 3. síðu. Skýrsla Framkvæmdastofnunar um tekjur framteljenda 1975: Vestmannaeyingar með hæstar meðalbrúttótekjur Aætlanadeild Framkvæmda- stofnunar rikisins hefur tekið saman tölur um meðalbrúttó- tekjur eftir aðalatvinnu- og skattumdæmum siðustu ára. Hæstar meöalbrúttótekjur 1975 hafa framteljendur i flokki sem berheitið „Varnalið og verktak- ar” kr. 1.541 þús, (allar tölur sem nefndar verða hér á eftir eru þús. kr.). Næst koma Bil- stjórarmeð 1.509og i þriðja sæti koma fiskveiðar með 1.502. Langlægsti tekjuflokkurinn er landbúnaður meö aðeins 840 þús. i meðaltekjur 1975. Þá kemur fiskiðnaður með 930 og þriðji lægsti liðurinn er ,, ýmsar þjónustur” með 1.126. Séu nokkur dæmi tekin af meðalbrúttótekjum eftir skatt- umdæmum, þá er liðurinn „Varnalið og verktakar” lægstur i Vestmannaeyjum 1975 eða 682, en hæstur i Reykjavik 1.541. Vestmannaeyjar hafa hins vegar hæstar meöalbrúttó- tekjur undir liðnum fiskveiðar, 1.663, þvi næst Vestfirðir, 1.660, og Austurland, 1.547. Vestmannaeyjar hafa einnig yfirburði i liðnum bankar 1.523 og Vestfirðir koma næst með 1.494. Vestmannaeyjar eru enn efst á blaði i liðnum fiskiðnaður, með 1.165 og Vestfirðir i öðru sæti með 1.039. Hæstu meðalbrúttótekjur i landbúnaðireynast vera á Vest- fjörðum, 944, þvi næst kemur Norðurland eystra, 937. Lang- lægstar meðaltekjur I land- búnaði eru i Reykjavfk, 88.365, en næst koma Vestmannaeyjar. með 681. Vestmannaeyingar tekjuhæstir. í heildina eru svo Vestmanna- eyingar i efsta sæti á listanum yfir meðaltekjur allra virkra framteljenda 1975, meðkr. 1.386 þús. Næst er Reykjanes með 1. 349, því næst Vestfirðir meö 1.266 og i fjórða sæti er Reykja- vik með 1.254. Lægstar eru tekj- ur á Norðurlandi vestra, 1.090 og þar næst á Suðurlandi, 1.132. Til samanburðar skal þess get- ið, að maðalbrúttótekjur yfir allt landiö 1975 voru 1.244 þús. kr.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.