Brautin


Brautin - 20.07.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 20.07.1977, Blaðsíða 1
TÚRISTAVERTÍD í HÁMARKI í>að er varla lengur fréttnæmt að tala um þann mikla straum erlendra ferðalanga, sem flætt hefur yfir Eyjarnar eftir eld- gosið 1973. Á tímabilinu frá maí til september má segja að hóp- ur útlendinga komi hingaðmeð hverri ferð Flugfélagsins. Einn- ig koma margir hópar með minni flugfélögunum. Þessir að- ilar stoppa venjulega stutt — koma að morgni og fara til baka að kveldi. Þetta eru trúlega þeir betur stæðu fjárhagslega og þeir skilja hér eftir drjúgar tekjur. Þá koma einnig hópar útlendinga með hverri ferð Herjólfs. — Eftir að skipið hef- ur lagst að bryggju við Bása- skersbryggju má gjarnan sjá þessa ferðalanga í halarófuupp Heiðarveginn á leið sinni í fa •- fuglaheimilið, sem Skátafélagið rekur af myndarskap í'húsi sínu við Höfðaveginn. Þessi hópur FRÁ JAFNRÉTTISRÁÐI Jafnréttisráð vekur athygli auglýsenda og fjölmiðla á 4. gr. laga nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla: „Starf sem auglýst er laust til umsóknar, skal standa opið jafnt konum og körlum. f slíkri auglýsingu er óheimilt að gefa til kynna að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu.“ Jafnréttisráði er falið að sjá um að ákvæðum þessum sé framfylgt. Jafnréttisráð bendir enníremur á 12. gr. sömu laga, sem hljóðar svo: ,,Sá sem af á -settu ráði eða gáleysi brýtur gegn lögum þessum, er skaða- bótaskyldur samkvæmt almenn um reglum. Slíkt brot skal verða fésekt- um, nema þyngri refsing liggi við að lögum.“ Jafnréttisráð tók þá ákvörð- un, er það tók til starfa, að eðli legt væri að nokkur aðlögunar- tími yrði á að framfylgja þessu ákvæði laganna, þar sem hér er um nýmæli að ræða í lögum. Nú hefur þessi aðlögunartími verið tæpt ár og ætt.i það að hafa gefið flestum nægjanlegt svigrúm til þess að aðlagast þessu nýmæli. Þeir sem auglýsa eftir 1. júlí 1977 þannig, að andstætt er of- angreindu ákvæði, geta átt von á að mál verði höfðað gegn þeim. Jafnréttisráð lítur á ákvæði þetta sem lið í þeirri baráttu, að brjóta niður þá hefðbundnu starfsskiptingu, sem ríkt hefur í karla- og kvennastörf og þann launamun sem við það skapast. ferðast að jafnaði með allt sitt hafurtask á bakinu og hefur fengið fyrir viðurnefnið bakpoka lýður. Þetta orð á þó ekki rétt á sér sem niðrandi ummæli, því hér er oftast um ungt náms- fólk að ræða, sem notar tak- mörkuð fjárráð til þess að kynnast framandi landi. Og nú hefur þriðji hópurinn bæst í flokkinn. Nú eru skemmti ferðaskipin farin að hafa hér viðdvöl skamma stund og far- þegarnir skreppa í land dags- stund að skoða sig um. Hér er trúlega á ferðinni sá hópurinn sem hefur yfir digrustu sjóðun- að ráða og því trúlega mestir aufúsugestir kaupahéðna og ann arra sem gera sér mat úr slík. um heimsóknum. Á sunnudaginn var einmitt eitt slíkt skemmtiferðaskip á ferðinni. Skip þetta er skráð í Singapore, en farþegarnir voru flestir þýskir. Helmut Schmidt, kanslari V.-Þýskalands, kom hingað til Eyja á laugardaginn ásamt fríðu föruneyti. Fór kanslarinn í siglingu um- hverfis Eyjar með varðskipinu Tý og skoðaði fuglalíf. Er í land kom var síðan farin skoðunarferð um Heimaey. Kanslarahjónin voru mjög ánægð með komu sína ftingað, hrifust mjög af nátt- úrufegurð Eyjanna og uppbyggingárstarfi eftir gos. Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta, logn og sóiskin var á laugardaginn. — Ljósm.: Guðm. Sigfússon. PRÓFKJÖR Síðasta þing Alþýðuflokksins gerði veigamiklar efnisbreyting- ar á 19. gr. flokkslaganna, sem fjallar um kjördæmisráð og val frambjóðenda við alþingis- og sveitarstjórnarkosningar. — Var þar ákveðið, að frambjóð- endur skyldi velja með próf- kjöri, og að öllumi 18 ára og eldri, óflokksbundnum í öðr- um stjórnmálaflokkum væri heimil þátttaka í prófkjöri Al- þýðuflokksins í því kjördæmi eða sveitarfélagi, sem viðkom- andi á lögheimili í. Suðurlandskjördæmi. Flokksstjórn Alþýðuflokksins taldi, að ekki þyrfti að fara fram prófkjör í þeim kjördæm- um, sem þegar höfðu ákveðið frambjóðendur í 1. sæti, áður en lögum flokksins um próf- kjör var breytt í núgildandi form, og var þar átt við Suður- landskjördæmi og Norðurland vestra, en eins og kunnugt er, skoraði kjördæmisráð Alþýðu- flokksins í Suðurlandskjördæmi á sl. hausti, á Magnús H. Magn- ússon að gefa kost á sér sem frambjóðanda í 1. sæti væntan- legs framboðslista flokksins í kjördæminu. Síðastliðinn laugardag var fundur haldinn á Selfossi, þar sem fjallað var um væntanleg- ar kosningar og framboðslista. Á fundinum kom fram tillaga frá Magnúsi H. Magnússyni og undirrituðum, sem hljóðaði þannig: PRÓFKJÖR í SUÐURLANDSKJÖRDÆMI „Alþýðuflokkurinn í Suður- landskjördæmi skal efna til prókjörs um val frambjóðenda á lista flokksins við næstu Al- þingiskosningar. Kjósa skal í prófkjörinu um þrjú efstu sæti á væntanlegum framboðslista Alþýðuflokksins.“ í umræðum manna kom fram, að fyrri ákvörðun flokks- PA L LI S PÉ Ég heyrði á förnum vegi nýlega skýringu á þessari bannsettu rigningu, sem hrjáð hefur okkur í tvö sumur. Uppgræðslustjór. inn okkar, hann Gísli í Be- tel, er svona bænheitur, blessaður. Við verðum víst að þola þetta í sumar, en einhver góður maður verð- ur að biðja á móti honum Gísla næsta sumar. NVRÁÐNIR EMBÆTTISMENN Skólanefnd hefur samþykkt að ráða Hermann Einarsson, kennara, kaupmann og ritstjóra sem skólafulltrúa. Hér er um hálft starf að ræða. Þá hefur Helgi Bernódusson frá Borgarhól verið ráðinn sem bókasafnsvörður við Bókasafn Vestmannaeyja frá og með 1. júlí 1978, er hann lýkur námi. Hefur Haraldur Guðnason fall- ist á að gegna áfram starfi sínu þar til Helgi kemur til starfa. ins um frambjóðanda í 1. sæti ætti að standa, þar sem allir fundarmenn töldu sætið mjög vel skipað með Magnúsi H. Magnússyni, en að lokum var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt og sérstaklega vegna framkominnar óskar Magnúsar H. Magnússonar um að Sunn- lendingar færu eins að og í öðrum kjördæmum þar sem flokkurinn býður fram, að efna til opins prófkjörs. Á öðrum stað í blaðinu er auglýsing um prófkjör, þar sem fram kemur, að prófkjörið muni fara fram 10. og 11. september og framboðsfrestur sé ákveðinn til 20. ágúst. Þorftjörn Pálsson.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.