Brautin


Brautin - 27.07.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 27.07.1977, Blaðsíða 1
Ami Johnsen verður að vanda á Þjóðhátíðinni og mun taka lagið. — Ljósm.: Guðm. Sigfússon. Þjóðhátíðin Eins og öllum mun eflaust kunnugt, verður Þjóðhátíð Vest mannaeyja haldin dagana 5.— 7. ágúst n. k. í Herjólfsdal, í fyrsta sinn eftir gos. Undirbún- ingur hófst þegar síðastl. haust með tyrfingu Dalsins, og tókst sú framkváemd mjög vel, eins og sjá má í dag. Tyrfingin var unnin í sjálfboðavinnu af fé- lögum íþróttafélaganna Týs og Þórs. f vor var síðan aftur tek- ið til við lagfæringar á því, sem ekki vannst tími til að ljúka við í fyrra. Þegar aðstæður í Dalnum voru skoðaðar í vor, kom í Ijós, svo ekki varð um villst, að á- stand tjarnarinnar var mjög slæmt. Móhellan í tjarnarbotn- inum hafði greinilega orðið fyr ir einhverju hnjaski, svo vatn rann stöðugt úr tjörninni. Var nú úr vöndu að ráða, en að lok- Það færist sífellt í vöxt, að ungt fólk neyti áfengis hér í Vestmannaeyjum sem annars- staðar. Aldur þessa unga fólks fer líka lækkandi og mætti nefna ótal dæmi því til sönn- unar. Við skulum leiða hugann að þessum málum rétt sem snöggvast. Skilyrði til þess að þessi ung- menni geti verið drukkin eru að sjálfsögðu þau, að þau geti komist yfir áfengi með ein- hverju móti. Hér í Vestmanna- eyjum er áfengisútsala, þar í Herjólfsdal um var sú ákvörðun tekin, að steypa botn tjarnarinnar, og sýndist víst sitt hverjum um þá framkvæmd, sem eðlilegter, þar sem tjörnin hefur ætíð ver- ið hinn fasti punktur í Dalnum. Undirbúningsvinna og steypu- vinna var síðan unnin í sjálf- boðavinnu af félögum í Tý og Þór, en mjög margir lögðu að auki hönd á plóginn, ekki síst starfsmenn Steypustöðvarinn- ar, sem unnu daglangt við lög- un steypu og keyrslu, og þarf einungis að greiða sements- kostnað. Bæjarsjóður greiðir kr. 1.000.000 í styrk til fram- kvæmdanna, sem á að nægja fyrir efniskostnaði, auk þess sem hann lánaði tæki áhalda- hússins. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga lánaði vörubíla til aksturs á gjalli í tjörnina, og tækjamenn úr áhaldahúsinu að sem ungmenni undir 20 ára aldri mega ekki versla. Þá er hér einnig selt áfengi með mat á hótelinu. Ætla verður, að menn þeir, sem afgreiða áfengi hér, láti það ekki af hendi við fólk undir lögaldri. Hvar fá þá unglingarnir áfeng ið? Getur það verið, að fullorð- ið fólk kaupi áfengi fyrir ungl- ingana? Því miður er það staðreynd, að nógir slíkir eru til, er ekki hafa síðan minnstu áhyggjur af framhaldinu. Við, sem full- stoðuðu eftir þörfum. Viljum við nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim, sem hönd lögðu á plóginn við þessar miklu framkvæmdir. Von okk- ar er sú, að sem flestir verði ánægðir með útlit tjarnarinnar orðin erum, berum þarna á- byrgðina, og megum ekki leggja árar í bát, þó við heyrum ein- staka raddir sem segja: „Þetta er bara svona.“ Hér þarf að spyrna við fæti í fullri alvöru. Það eru því eindræg tilmæli okkar til allra þeirra, semfull- orðnir eru, og ekki síst for- eldra unglinganna, að leggja sitt af mörkum til þess að hjálpa okkur við að draga úr áfengisbölinu. Áfengisvarnanefnd Vestmannaeyja. Lögreglan í Vestmannaeyjum. Barnavemdarnefnd Vestmannaeyja. nú þegar framkvæmdum er að mestu lokið. Af öðrum undirbúningi er það helst fréttnæmt, að á föstu daginn var tóku veðurguðirnir sig til og sýndu mátt sinn. — Austurlenska hofið, sem nýlega var risið, varð áð láta í minnl pokann fyrir veðrinu og lagð- ist út af. Brennupeyjar fóru heldur ekki varhluta af látun- um, því hluti af bálkesti þeirra dreifðist um Dalinn. Að auki urðu nokkrar skemmdir á stóra danspallinum. En menn létu þetta ekki á sig fá, bitu bara á jaxlinn og hófust strax handa um að bæta úr skemmdunum, þannig að allt verður tilbúið þann 5. ágúst n. k. Við hittumst svo öll í Daln- um þann 5. ágúst n. k. og kæt- umst þar í þrjá sólarhringa að venju, og vonandi verða veður- guðirnir í betra skapi en síð- astliðinn föstudag. Með Þjóðhátíðarkveðju, Knattspyrnufélagið Týr. ALLIR í DALINN Þeir Steini í Laufási og Stebbi í Landakoti komu að máli við blaðið á mánudaginn og báðu okkur að koma á framfæri, að þörf væri á fleiri sjálboðalið- um í Dalinn vegna Þjóðhátíðar- undirbúningsins. Eins og menn muna, urðu miklar skemmdir í Dalnum í fárviðrinu í síðustu viku og þar fór mikil vinna fyrir lítið, og er nú unnið að því að endurreisa það, sem um koll fauk. Er áhugafólk hvatt til þess að fjölmenna í Dalinn og taka þar til höndum víð lokafráganginn, og þurfamenn helst að hafa með sér verk- færi. Týrárar og Þórarar samtaka í steypuvinnu við tjörnina í Dalnum. — Ljósm.: Guðm. Sigfússon. ORÐ í TÍMA TÖLUÐ

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.