Brautin


Brautin - 17.08.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 17.08.1977, Blaðsíða 1
Svo segir í VIKUNNI sem út kom í síðustu viku, en í blað- inu sem kemur út á morgun verður birt viðtal það við Pál Helgason sem vitnað er í hér að ofan. Páll kann eflaust frá mörgu að segja og því forvitni- legt að sjá þetta viðtal. ÞJÓDHÁTID í GLEÐI OG VEDURBLÍÐU Svo sannarlega léku veður- guðirnir við okkur Vestmanna- eyinga um fyrri helgi er haldin var ein sú fjölmennasta þjóð- hátíð sem haldin hefur verið í Herjólfsdal. Sól og hægviðri var alla þrjá hátíðardagana og ríkti gífurlega góð og ánægju- leg stemning í Dalnum þessa helgi enda allir alsælir yfir því að hafa aftur endurheimt Dal- inn grænan og fallegan. Hús- tjaldaborgin var nú stærri en oftast áður og þar ríkti ósvik- in þjóðhátíðarstemning með lunda, gítarspili og fjöldasöng. Nokkur ölvun var eins og á- vallt áður en þetta var þá gleði- fiUerí og fátítt að kæmi til ein- hverra illinda og allt gekk stór- slysalaust fyrir sig. Fólk fer á Pjóðhátíð til þess að skemmta sér og öðrum en ekki til þess að troða illsakir við náungann. Ánægjulegt var að sjá hversu margir gamlir Eyjamenn, sem hafa um lengri eða skemmri tíma flutt brott af Eyjunni, komu og tóku þátt í gleðinni með okkur. Fjölbreitt skemmtidagskrá var yfir alia dagana og þar bar hæst ýmsa fasta og hefðbundna liði sem ávallt hafa sama að- dráttaraflið á fólkið, kallar það til sín. Þar er fyrst að nefna brennuna á Fjósakletti hvar í bálið tendraði Sigurður Reim- arsson. Siggi kallin Reim hljóp léttur sem unglamb kringum nýju tjörnina og upp á Fjósa- klett og hann Ijómaði allur af ánægju eins og allir aðrir yfir því að vera kominn heim í Dalinn. Nú hafa átt sér stað kynslóðaskipti í bjargsiginu. Ungur og lipur fjallamaður, Ósk ar Svavarsson, seig af mikilli leikni niður Fiskhellanefið. Bjargsigið er einskonar vöru- merki Þjóðhátíðarinnar og ekki má gleyma þætti félaga Óskars á bjargbrúninni. Briddað var nú upp á nokkr- um nýungum og vakti þar mesta athygli drekaflugið af molda og fallhlífarstökk. Einnig vakti það mikla athygli á föstudags- kvöldið um leið og kveikt var ÖMURLEGT ÁSTAND í VEGAMÁLUM Eins og fram kom í blaðinu nýlega sótti fulltrúi frá bæjar- stjórn Vestmannaeyja fund sem haldinn var miðvikudaginn 20. júlí s.l. og fjallaði um vegamál Þorlákshafnar, en eins og öllum er kunnugt er vegurinn frá Þorlákshöfn nú tenging okkar við þjóðvegakerfi landsins eftir að Herjólfur hefur lagt til „brúnna” milli lands og Eyja. Eftir fundinn var send út svo- hljóðandi fréttatilkynning: Miðvikudaginn 20. júlí komu fulltrúar frá bæjarstjórn Vest- mannaeyja og hreppsnefnd Ölf- ushrepps ásamt fleiri aðilum frá áðurnefndum stöðum, sam- an til fundar um það ömurlega ástand sem -ríkt hefur í vega- málum íbúa Þorlákshafnar og V estmannaeyj a. Á fundinum lá fyrir að fram- lag íbúa Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja í vegasjóð á tíma- bilinu 1977 — 1980 er 284 millj. Á sama tímabili er fyrirhugað að veita 14 millj. til endurbóta á Þorlákshafnarvegi og Þrengsla vegi eða aðeins 4,9% af heild- arframlagi og fyrir þá upphæð hefur þegar verið unnið. Sé tekið með í reikninginn framlag úr ríki'ssjóði og lánsfé á hlutfalli við framlag íbúa Framhald á 2. síðu. í brennunni þegar tendruð voru blys með jöfnu millibili í brekk unni allt frá Fjósakletti yfir að Molda. Af íþróttaviðburðunum vakti kúluvarpskeppnin mesta athygli Mikill fjöldi fólks fylgdist spennt með Evrópumeistaran- um Hreini Halldórssyni og hann brást ekki kappinn frekar en fyrri daginn og kastaði lengst 20,70 m. Einnig fylgdist fjöldi áhorfenda með knattspyrnu- leiknum þar sem lið IBV ár- gerð 1968 og 1977 áttust við. Þrir af núverandi meistara- flokksmönnum ÍBV léku einnig með liðinu 1968 en talið var nauðsynlegt að styrkja heldur ”77 liðið með þeim. Þessir kapp- ar eru Friðfinnur Finnbogason, Ólafur Sigurvinsson og Tómas Pálsson. ”77 liðið vann nauman sigrir, 5 — 1. Það er sammála álit allra þeirra sem við höfum rætt við, að þessi Þjóðhátíð hafi verið sérlega vel heppnuð og ánægju- leg, Knattspyrnufélaginu Tý og öllum Vestmannaeyingum til sóma. Ljósm.: Gu8m. Sigfúss. PÁLL HELGASON í FORSÍÐUVIÐTALI Hann heitir Páll Helgason og er Vestmannaeyingur í húð og hár. Hann er sonur hins kunna athafnamanns Helga Ben. og ekki hefur eplið fallið langt frá eikinni, því athafnasemi er Páli í blóð borin. Hann ræðir lifshlaup sitt við blaðamann Vikunnar, opinskátt og fjörlega. „Hver er þessi maður,’’ spyr ókunnugt fólk, þegar það er búið að aka með honum í kynnisferð um Vestmannaeyjar og hlusta á fjörlegar og umfram allt fróðlegar lýsingar hans á Eyjum fyrir og eftir gos. Vikan segir ykkur margt um Pál Helgason í næsta blaði.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.