Brautin


Brautin - 24.08.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 24.08.1977, Blaðsíða 1
LOKAHÓF MFL. ÍBV Árlegt lokahóf mfl. ÍBV verð- ur í Alþýðuhúsinu á föstudags- kvöldið. Hefst það með borð- haldi kl. 20, spilað verður bingó um glæsilega vinninga: utan- landsferð með Ferðamiðstöð- inni, vöruúttekt í Eyjabæ og farmiða með Flugfélaginu milli Vestmannaeyja og Reykjavík- ur, síðan verður dansað til kl. 02.00 e. m. Tilkynnt verður um kjör knattspyrnumanns ársins hjá ÍBV. Nokkrir miðar verða seldir til velunnara liðsins, sem áhuga hefðu á því að sækja hófið, og fást þeir hjá Hermanni Kr. Jóns syni (sími 1615) og Jóhanni P. Andersen (sími 2002). Fréttatilkynning frá KRV. AFLASKÝRSLA FRÁ 16. MAÍ TIL 31. JÚLÍ 1977 Vestfirska fréttablaðið á fsa- firði segir nýlega frá athyglis- verðu máli, sem nú er til at- hugunar á BolUngarvík. Par stendur nú yfir athugun á því, hvort nýta megi afgangsorku frá Síldarverksmiðju Einars Guðfinnssonar hf. til fjarhitun- ar húsa. Mun athugun þessi bein ast að því, hvort mögulegt sé að hagnýta reykhita frá bræðslunni og heitt vatn, sem notað er til gufuframleiðslu í verksmiðj- unni. Hér er á ferðinni athyglisvert mál og vert væri fyrir sérfræð- inga okkaV Vestmannaeyinga í fjarhitunarmálum að fram- kvæma nú á því athugun, hvort hér hjá okkur leynist kannske ónýtt orkulind. Hér eru starf- ræktar tvær öflugar loðnu- bræðslur og einhver varmi kann að vera umfram hjá Lifrar- samlaginu. Ljóst er allavega, að við Vest- mannaeyingar verðum að skoða alla þá möguleika, sem eru fyr- ir hendi til þess að lækka þann geigvænlega hitunarkostnað, seem nú er með olíukynding- unni. Fjarhitunarmálið hefur verið í góðum gangi að undan- förnu og nú má athuga um hugsanlega viðbót, ef í ljós kæmi, að möguleiki sé að hag- nýta umframorku frá bræðsl- unum að einhver ju marki. Botnvarpa 1. Leó 2. Glófaxi 3. Surtsey 4. Gunnar Jónsson 5. Bylgja 6. Pórunn Sveinsdóttir 7. Frár 8. Andvari 9. Danski Pétur 10. Dala-Rafn Humarvarpa 1. Haförn 2. Ofeigur III. 3. Oðlingur 4. Arni í Görðum 5. Olafur Vestmann 6. Emma 7. Júlía 8. Reynir 9. Burstafell 201,2 tonn 19 landanir 199,3 tonn 9 landanir 198,6 tonn 12 landanir 189,6 tonn 9 landanir 180,1 tonn 8 landanir 176,4 tonn 12 landanir 171,9 tonn 10 landanir 161,2 tonn 6 landanir 159,4 tonn 10 landanir 156,4 tonn 11 landanir Slitinn huinar Annar fiskur 9,2 tonn 57,8 tonn 8,7 tonn 33,3 tonn 7,5 tonn 62,4 tonn 7,0 tonn 50,3 tonn 6,8 tonn 35,9 tonn 6,2 tonn 51,2 tonn 5,8 tonn 46,4 tonn 5,6 tonn 53,8 tonn 5,5 tonn 54J2 tonn ?imm i fratnboði við prófkiör Alþýðufl. Framboðsfrestur vegna prófkjörs Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi um val frambjóðenda á lista flokksins við næstu Alþing- iskosningar er runninn út. Fimm Alþýðuflokksmenn gefa kost á sér til prófkjörs ins, en þeir eru: Ágúst Einarsson, hag- fræðingur, Reykjavík. Erling Ævar Jónsson, skipstjóri, Þorlákshöfn. Guðlaugur T. Karlsson, hagfræðingur, Reykjavík. Hreinn Erlendsson, ritari Verkalýðsfélagsins á Sel- fossi. Magnús H. Magnússon, Vestmannaeyjum. Allir óflokksbundnir fá að kjósa. Eins og fram hefur kom- ið mun verða kosið um þrjú efstu sæti listans, og öllum 18 ára og eldri ó- flokksbundnum í öðrum stjórnmálaflokkum, er heimil þátttaka í prófkjöri Alþýðuflokksins í því kjör- dæmi eða viðkomandi sveit arfélagi, sem viðkomandi á lögheimili í. — Prófkjörið mun fara fram helgina 10. og 11. september, og munu kjörstaðir verða opnir í öll- um sveitarfélögum í kjör- dæminu. Fólki sem verður fjarverandi á kjördag, mun verða gefinn kostur á að kjósa utan kjörstaðar og verður tilhögun utankjör- staðaratkvæðagreiðslu aug- lýst síðar. Mjög mikill áhugi er á prófkjörinu, enda er þetta í fyrsta sinn sem fólki er gefinn kostur á að velja fulltrúa á framboðslista án þess að vera flokksbundið viðkomandi stjórnmála- flokki, og er opið prófkjör liður í stefnu Alþýðuflokks- ins um að starfa fyrir opn- um tjöldum og veita al- menningi vald til ákvörðun- artöku og að fylgjast með innra starfi flokksins, t. d. fjármálum flokksins, enda eru reikningar Alþýðu- flokksins birtir almenningi árlega. ÞP.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.