Brautin


Brautin - 01.09.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 01.09.1977, Blaðsíða 1
Vegleg minningargjöf til Eykyndils 15 ágúst sl. var Slysavarna- deildinni Eykyndli færð vegleg minningargjöf að upphæð kr. 150.000,00 frá Gíslínu Jónsdótt- ur, Önnu Halldórsdóttur og börnum Magnúsar Þórðarsonar (Skansinum), sem þau gefa til minningar um: Magnús Þórðarson, f. 24. 12. 1876, d. 1. 4. 1955, og syni hans: Þórarin, f. 27. 11. 1906, d. í janúar 1940, Ólaf, f. 19. 9. 1916, d. í janúar 1943, Óskar, f. 15. 8 1927, d. í jan- úar 1950. Gjöfin var gefin á 50 ára af- mælisdegi Óskars Magnússonar. Hugheilar þakkir fyrir þá vel- vild, sem Slysavarnadeildinni Eykyndli er sýnd með gjöf þessari. Gefendum sendum við bestu kveðjur og óskum þeim gæfu og guðs blessunar. F. h. Slysavarnad. Eykyndils, Sigríður Björnsdóttir. Ljösm.: Guöm. SigfUss. aði því ábyrgðarhlutverki með stakri prýði. Tómas lék fyrir liðið og stjórnaði liði sínu með góðu formi mikillar baráttu og ósérhlífni. Það hefur óneitanlega vakið mikla furðu og gremju meðal knattspyrnu áhugafólks hér í Eyjum, að landsliðsnefndin hefur í allt sumar horft á Tóm- as með blinda auganu og hann hefur ekki einu sinni verið val- inn í 22 manna hópa landsliðs- nefndaró Er að vonum spurt, hvað Tómas þurfi eiginlega að sýna, svo að hann hljóti náð hjá þeim ágætu herrum, sem landsliðinu ráða. BRAUTIN óskar Tómasi Páls syni til hamingju með sæmdar- heitið og þakkar honum og fé- lögum hans í ÍBV fyrir mjög svo góða frammistöðu í sum- ar. LANDAKIRKJA Messa næstk sunnuaag kl. 11. Séra Ólafur Oddur Jónsson prédikar. Kirkju- kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Sóknarprestur. knattspyrnumaður ársins Árlega er innan ÍBV kosinn knattspyrnumaður ársins og er til hans veittur farandbikar. í lokahófi mfl. ÍBV sl. föstudags- kvöld var tilkynnt um kjör knattspyrnumanns ársins 1977 og fyrir valinu varð Tómas Pálsson. Val Tómasar Pálsson- ar kemur ekki svo mjög á ó- vart, því hann hefur staðið sig frábærlega vel í sumar — lík- lega aldrei leikið betur, og er þá mikið sagt, því Tómas hef- ur verið einn traustasti leikmað ur ÍBV uú um mörg ár og á eflaust enn eftir að bæta sig. Tómas tók snemma í sumar við fyrirliðastöðunni í veikind- um Ólafs Sigurvinssonar og skil Tómas Pálsson kjörinn FLUGSTÖÐ OG FLUGTURN Svona koma nýja flug- stöðin í Djúpadal og flug- turninn til með að líta út. Eins og fólk hefur eflaust veitt eftirtekt, eru fram- kvæmdir þegar hafnar við flugturninn á hæðinni aust- an vegarins út á flugvöll og er áætlað, að byggingu hans verði að fullu lokið í febr. n. k. Verða það að sjálf- sögðu gífurleg viðbrigði til hins betra fyrir flugumferð arstjórana, Bjarna Herj- ólfsson og Einar Stein- grímsson, þegar þeir geta flutt úr skúrræksninu sem nú er til staðar. En komið hefur fyrir að þeir hafa orðð að flýja úr honum í verstu veðrunum. Búið er að bjóða út bygg ingu flugstöðvarinnar og á hún að vera fokheld fyrir næstu áramót. Verða tl- boð opnuð 9. sept. n. k. — Flugstöðin verður liðlega 580 ferm. að grunnfleti eða heldur minni en flugstöð- in á Akureyri. Þarna verð- ur vistlegur biðsalur með sætum fyrir 50—70 manns, veitingastofa og farþega- og vöruafgreiðsla Flugfé- lagsins. Ótrúlegt er annað en Eyjaflug fái einnig að- stöðu í flugstöðinni. Flugstöðin er teiknuð á Teiknistofunni Ármúa 6, en flugturninn er teiknað- ur af Hilmari Björnssyni, arkitekt.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.