Brautin


Brautin - 07.09.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 07.09.1977, Blaðsíða 1
Sofnaiiúsið opnað m mdnaðamótin Nú fer senn að líða að því að Safnahúsið verði opnað al- menningi, en stefnt er að því að opna Bókasafnið og Byggða- safnið nú um næstu mánaða- mót. Við heimsóttum Safna- húsið á föstudaginn, en þá voru iðnaðarmenn við vinnu í and- dyri hússins. f Bókasafninu hittum við að máli Harald Guðnason, hóka- vörð, þar sem hann stóð innan um stafla af kössum sem í voru hækur og var Haraldur ásamt eiginkonu sinni Ille önnum kaf- inn við að koma bókum safns- ins fyrir í hinum nýja útlána- sal Bókasafnsins. Þó svo mikið væri að gera hjá þeim hjónum gáfu þau sér tíma til þess að ganga með okkur smástund um safnið og sýna okkur salarkynnin og innrétt- ingar. Hefur hillum verið hag- anlega fyrirkomið í salnum og þar hefur hver bókaflokkur sinn ákveðna bás, svo safngest- ir geta gengið beint að bókun- um. Við hvern bás eru borð og stólar, þannig að fólk getur í ró og næði flett bókunum og val- ið sér lestrarefni í þægileg heit- um. Auk þess eru sérstakir bás ar fyrir blaða- og tímaritadeild- ir og fyrir þá sem vilja kynna sér allskonar fræði- og sérrit, sem safnið hefur á boðstólum. Síðast en ekki síst verður í safninu sérstök deild fyrir börn þar sem börnin geta valið sér lestrarefni og lesið við sérstak- lega hönnuð borð og stóla, þeim einum ætluð. Má ætla að þessi deild verði mikið sótt. Húsnæðið er allt hið vistleg- asta, rúmgott og bjart. — Til hliðar við útlánasalinn verður aðsetur bókavarðar, aðstaða til bókaviðgerða og bókbands, snyrtiaðstaða og kaffistofa starfsfólks. Það verða aldeilis viðbrigði þegar Bókasafnið loksins eftir að hafa verið starfrækt í 115 ár fær viðunandi aðstöðu. Húsnæðismál Bókasafns Vestmannaeyja hefur verið ein óslitin hrakhólasaga í meira en öld og því mikið fagnaðarefni, er það nú loksins fær varanlegt „þak yfir höfuðið". En þó svo að í hinu nýja Bókasafni verði hátt til lofts og vítt til veggja, þá sagði Haraldur Guðnacon í spjallinu við blaðið að ijóst v'æri að ekki kæmist allur bóka- kostur safnsins fyrir í aðalsaln- um. Hluta safnsins verður að geyma í kjallara hússins þar sem safnið fær gott pláss til þeirra hluta og einnig verða bækur í hliðarherbergjum safns ins. Öðru hvoru verður síðan skipt um bækur í útlánasalnum, þannig að allar bækur safnsins verða til útlána. Eins og fram hefur komið áð- ur hér í blaðinu mun Haraldur Guðnason láta af störfum bóka- varðar á næsta ári og við starfi hans mun taka Helgi Bernódus- son. Hefur Haraldur imnið lengi og vel að málefnum Bókasafns Vestmannaeyja við oft á tíðum hinar frumlegustu aðstæður í húsnæðismálum eins og öllum bæjarbúum er kunnugt um. — Hefur Haraldur ötullega barist fyrir því að safnið kæmist í eig- ið varanlegt húsnæði og nú loks ins er hann lætur af störfum fyrir aldurssakir sér hann draum sinn rætast. Hann mun setja safnið upp í hinum nýju húsa- kynnum og stýra því í nýjum áfanga meira en hundrað ára sögu safnsins. Þó svo Haraldur láti af störfum við safnið mun hann áfram vinna að fræðistörf- um og fær vonandi góða að- stöðu til þess í safninu. Þess má geta hér, að nú síð- ustu dagana hefur frumkvöðull- inn og baráttumaðurinn fyrir Byggðasafni Vestmannaeyja, Þorsteinn Þ. Víglundsson, ver- ið við það að flytja ýmsa muni Byggðasafnsins í Safnahúsið. — Frágangur við það er þó öllu skemur á veg kominn en Bóka- safnsins, en ætlun Þorsteins mun vera að opna Byggðasafn- ið að einhverju marki um leið og Bókasafnið verður formlega opnað. Það er eins með Þorstein og Harald, hann hefur í áraraðir barist fyrir því að hér rísi veg- legt safnahús, og Þorstein á stærstan þátt í því að nú er Safnahúsið orðið að veruleika. Þó að söfnin verði opnuð um mánaðamótin, ef allt fer vel, verður endanlegum frágangi og fyrirkomulagi safnanna ekki að fullu lokið — það tekur sinn tíma að koma jafn stórum og umfangsmiklum söfnum fyrir. En eitt er víst — bæjarbúar munu fagna opnun Safnahúss- ins. ----------\ ENGIN S/LDAfí- SÖLTUN? Eins og málin stóðu síð ast, þegar blaðið fór í prent un, var allt útlit fyrir að engin síldarsöltim yrðihér í Eyjum á þessu hausti. Upp er komin alvarleg vinnudeila milli verkalýðs- félaganna hér og stöðvar- eiganda og full harka er hlaupin í málið. — Deilan snýst um það, að verka- lýðsfélögin vilja fá fram sérsamning varðandi síld- arsöltun, en stöðvareigend ur hafa boðist til þess að ganga inn á samning sem gerður var á Hornafirði 12. ágúst sl. og aðrir aðilar hafa tekið upp hjá sér. Hafa stöðvareigendur lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé nokkur grundvöll- ur fyrir því að ganga að kröfum verkalýðsfélaganna og þeir séu ekki til við- ræðu um annað en samn- ing á grundvelli þess sam- komulags sem gert var á Hornafirði. Verkalýðsfélög in standa fast á sínum kröfum og því eru nú all- ar horfur á því að ekkert verði saltað hér í haust, en mikil og góð uppgripa- vinna hefur verið hér á Haustin við síldarsöltun- ina. Nokkuð magn síldartunna hafði borist hingað fyrir vertíðina, en nú um helg- ina voru stöðvareigendur að undirbúa að selja þess- ar tunnur úr bænum, og er það til marks um þá hörku, sem er komin í deiluna. Því má svo bæta hér viö, að bæjarráð boðaði deilu- aðila á sinn fund á mánu- daginn og var þar gerð til raun til þess að bera klæði á vopnin. Báðir aðilar stóðu fast á sínu og því bar sáttatilraun bæjarráðs , engan árangur. Smári K. Harðarson vann til fjögurra verðlaunapeninga á Unglingameistaramótinu í sundi sem hér var haldið um helgina. Sjá íþróttasíðu. Ljósm.: Guðm. Sigfússon.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.