Brautin


Brautin - 14.09.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 14.09.1977, Blaðsíða 1
THikÍl þáítíaka i prófkiöri Alþýðufl. 1. sæti 2. sæti 3. sæti 1. Magnús H. Magnússon 453 60 24 2. Agúst Einarsson 28 270 (298) 98 3. Erling Ævar Jónsson 58 132 (190) 225 (415) 4. Hreinn Erlendsson 18 80 159 5. Guðlaugur Tr. Karlsson 13 30 63 Mikil þátttaka í prófkjörinu Um síðustu helgi fór fram prófkjör Alþýðuflokksins í Suð urlandskjördæmi vegna vænt- anlegra alþingiskosninga. Fimm menn voru í kjöri og hlaut Magnús H. Magnússon flest at- kvæði í 1. sæti og jafnframt flest greidd atkvæði. Pátttaka fór langt fram úr því sem bjartsýnustu menn höfðu spáð og greiddu 581 manns atkvæði og þar af 269 hér í Vestmannaeyjum, en flest atkvæði ofan af landi komu frá Eyrarbakka eða 97. Atkvæði fóru annars þannig: Magnús H. Magnússon Atkvæði eru þannig talin, að þeir sem ekki fá flest atkvæði t.d. í 1. sæti flytja atkvæða- magnið með sér í næsta sæti og þannig áfram í þriðja sæti, t.d. sigraði Ágúst Einarsson 2. sæti með 298 atkvæðum og Erling Ævar Jónsson það þriðja með 415 atkvæðum. Ógildir seðlar voru 11. Eftir Ágúst Einarsson að talningu var, lokið og úrslit voru kimn var vitað um 63 at- kvæðaseðla sem ekki höfðu bor- ist á kjörstað á réttum tíma og því c.'æmdir ógildir og ekki tald- ir með. 63 seðlar hefðu ekki getað breytt niðurröðun á list- ann. Pátttakan í prófkjörinu er ein sú mesta sem stjórnmálai- flokkur hefur fengið í próf- kjöri miðað við fyrra fylgi og á þetta við hvort heldur er mið- Ruud KROL: _________ "IL MANOUE UN SIGURVINSSON A AJAX!” Fyrirsögnin hér að ofan birt- ist yfir þvera síðu, 7 dálka, í belgíska sportblaðinu Le Sportif eftir landsleik Belgíu og íslands en þar er haft eftir hinum fræga fyrirliða hollenska lands liðsins og Ajax, Ruud Krol: — Okkur vantar Sigur- vinsson til Ajax. Þessi ummæli hollenska knattspyrnusnillings- ins er enn ein staðfesting á því að Ásgeir Sigurvinsson er nú einn af allra bestu knattspyrnu mönnum Evrópu og öll stærstu og þekktustu knattspyrnufélög álfunnar sækjast eftir því að fá hann í sínar raðir. Hinsvegar vita þeir hjá Standard Liege þetta manna best og þeir hafa sett upp svo háa upphæð sem þarf til þess að fá Ásgeir keypt an að það hefur hrætt félög frá. Þeir sem fylgö'ast með lands- leikjunum við Hollendinga og Belga sáu það glögglega að Ás- geir er í sama gæðaflokki og bestu menn þessara liða, en Hol lndingar eru nú taldir vera með besta lið í heimi. Myndin sem hér fylgir af þeim bræðrum Ásgeiri og Ólafi birtist einnig í belgíska sport- blaðinu og var hún nærri hálf síða að stærð. Ólafur hefur und anfarið dvalist úti hjá bróður sínum og æft með Standard. Ásgeir hefur átt stórleiki með liði sínu í belgísku 1. deilc.'.inni að undanförnu og er þar pottur inn og pannan í öllu spili liðs- ins sem hefur farið vel af stað í deildinni. Erling Æ. Jónsson. að við heildarþátttöku eða þátt- töku Vestmannaeyinga í próf- kjörinu. Margir af þeim sem tóku þátt í prófkjörinu lýstu ánægju sinni yfir því að fá að greiða atkvæði án þess að vera flokksbundnir viðkomandi stjórnmálaflokki og hétu flokkn um góðum stuðningi í framtí6- inni. Áberandi var að þátttaka í prófkjörinu kom mest úr sjáv- arþorpunum upp á landi og héð an úr Eyjum, enda stuðningur sjómanna og almennings í tengslum við sjávarútveginn stærstur við Alþýðuflokkinn í kjördæminu. Þátttaka í prófkjörinu skipt- ist þannig eftir kjörstöðum: Eyrarbakki 97 Hella 13 Hveragerði 15 Hvolsvöllur 15 Selfoss 66 Stokkseyri 45 V estmannaey j ar 269 Þorlákshöfn 61 Samtals: 581 Og ef þau atkvæði, sem bár- ust of seint og voru dæmu ó- gild eru talin með er heildar- þátttaka samtals 644. ENDANLEGUR LISTI Prófkjörið er bindandi og því mun væntanlegur framboðs- listi Alþýðuflokksins skipaður þeim Magnúsi H. Magnússyni, Ágúst Einapssyni og Erling Ævar Jónssyni í þrjú efstu sæt- in. f önnur sæti listans mun verða tilnefnt seinna í haust. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðu þýðuflokksins þakkar þeim sem tóku þátt í prófkjörinu. LANDAKIRKJA Messa næstkomandi sunnu- dag klukkan 2. Athugið breytt- an messutíma. Sóknarprestur.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.