Brautin


Brautin - 21.09.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 21.09.1977, Blaðsíða 1
BRAUTIN Vestmannaeyjum 21. september 1977 30. árg. — 25. tbl. Ktrjií í öllu m veldi Sl. fimmtudag boðaði bæjar- stjóri, PállZophóníasson, til al- menns fundar í Félagsheimilinu til kynningar á stöðunni í skipa lyftumálinu svokallaða og jafn- framt um framtíð skipaiðnaðar hér í Eyjum. Á fundinn með bæjarstjóra mættu fulltrúar frá Hafnarmálastofnun, Iðnþróun- arstofnun og Framkvæmda- stofnun, svo og fulltrúi frá Málm og skipasmíðasamband- inu, sem jafnframt er fulltrúi í stjórnskipaðri nefnd um fram- tíð skipaiðnaðar á lanc.lnu sem nú er að störfum. Ræddi bæjarstjóri fyrst um framgang skipalyftu- málsins allt frá árinu 1972, að fyrst kom verulegur skriður á umræður og bollaleggingar um þörf á því að fá hingað til Eyja skipalyftu, sem Hafnfirðingar höfðu gugnað á að setja upp hjá sér. Síðan reifuðu fulltrúar ofangreindra stofnana málið eins og það var frá þeirra bæj- ardyrum séð. Var ekki laust við að sumir þeirra væru með til- hurði í þá átt að draga máLið niður með allskonar úrtölum. Notuðu þeir til þess „skrifborðs útréikninga“ af ýmsum gerðum en hirtu minna um hinar mann legri hliðar og þá ríku og að- kallandi þörf sem hér er fyrir hendi til að úrbætur fáist. Bæjarstjóri flutti mál heima- manna á mjög ákveðinn og ein- arðlegan hátt og ýmsir fulltrúar úr skipaiðnaðinum hér og frá Hafnarstjórn lögðu einnig sitt til málanna. Skipalyftumáilð var nokkuð vel á veg komið hér heima í héraði, henni hafði verið valinn staður og ýmsir aðilar hér í bæ höfðu tjáð sig reiðubúna til þess að gerast rekstraraðilar að Páll Zophoníasson, bæjarstjóri. fyrirtæki um skipalyftuna. — Bæjaryfirvöld höfðu ákveðið að taka á sig hugsanlegt tap á rekstri sjálfrar lyftunnar fyrstu árin, sem áætlað var um 10 milljónir króna á ársgrundvelli. Fyrir lá grunnmynd af fram- kvæmdasvæði skipalyftunnar inni í Botni sem gerð var af Hafnarmálastofnun, sem hefur jafnframt verið ráðgefandi að- ili Hafnarstjórnar í máli þessu öllu. Allar skýrslur og allir út- reikningar sem frá Hafnar- stjórn hafa farið um mál þetta hafa verið gerðar í samráði við Hafna.rmálastofnun, þó svo að það kæmi nú fram á fundinum hjá bæjarstjóra, að sú ágæta stofnun vilji helst ekki kannast við þessa ráðgjafaþjónustu sína. Þótti bæjarstjóra það vera aumleg afstaða og var þung- orður til fulltrúa stofnunarinn- ar sem á func.Lnum var mætt- ur, en sá fulltrúi svaraði ásök unum bæjarstjóra með þögn- inni einni saman. En þegar hér var komið við sögu í skipalyftumálinu og framkvæmdir voru að hefjast í Botninum kom svo „kerfið” inn í myndina í öllu sínu veldi. Stofnun í ríkiskerfinu sem nefn ist Iðnþróunarstofnun fslands setti allar sínar reiknimaskín- ur á fulla ferð og hópur ráð- gjafa og sérfræðinga tók til við að gera heildaxúttekt á skipa- smíðaiðnaðinum. Hingað til Vestmannaeyja var sendur sér- fræðingur einn sem gerði hér stans í einn dag og síðan teikn- aði hann upp stórkostlega skýja borg af skipalyftu og mann- virkjum henni tengd. Samkv. þessari hugmynd áttu mann- virkin að kosta tæpa tvo millj- arða í stað þess að þau mann- virki sem fyrirhuguð voru og undirbúin, voru upp á 500 millj. króna.. Þegar hér var málum komið og fyrir lágu óskir um skipalyftur og slippi á annan hvern fjörð allt í kringum land- ið, og skýjaborgir sérfræðings- ins voru orðnar fleiri en bara í Eyjum, kipptu allar lána- stofnanir og sjóðir að sér hönu- um og málið sigldi í strand. Sérfræðingar kerfisins velta enn yfir þessu vöngum og þráttaö er um það hvar á landinu skipa- lyftur skuli risa, hverjir skuli fá það fé til framkvæmda, sem til útdeildingar er. Má því með sanni segja, að hér starfi kerf- ið í algleymingi. Á meðan er skipalyftan enn (eins og 6 undanfarin ár) í frumpörtiun hér í Eyjum eftir að hafa velgst milli hafna. Og með þeirri óðaverðbólgu sem hér geysar, hækkar stöðugt sú upphæð, sem til þarf að koma skipalyftunni í gagn. 1975 var áætlað að hún kost- aði upp komin um 400 millj., en eins og áður segir er kostn- aðurinn nú áætlaður um 500 milljónir. Finnst mörgum það einkennileg hagfræði að láta jafn dýrt og viðamikið stykki sem heila skipalyftu liggja ó- notaða í áravís á hafnarbakk- anum. Sú megin staðreynd blasir við öllum, sem vilja sjá, að hér í Vestmannaeyjum er nú alsend- is óviðunanai ástand í aðstöðu þeirra ágætu iðnaðarmanna, er að þjónustu við skipaflota okk- ar vinna. Þetta viðurkenndi full- trúi Hafnarmálastjórnar á fund inum og þetta kom líka mjög skorinort fram í skýrslu sér- fræðings Iðnþróunarstofnunar um skipaiðnaðinn hér í Eyjum. Er því óskandi að skipalyftan verði ekki frá okkur tekin og glímunni við kerfið ljúki á þann hátt að sem fyrst verði skipa- lyfta í Botninum aO veruleika. í þessu máli verður að vinna af fullum áhuga og með mikl- um þunga. Beita verður öllum þeim þrýstingi sem völ er á, svo „kerfið" gefi sig. FRÁ BÆJARRÁÐI (19. sept.). „Bæjarráð harmar það at- vik, þegar gamall bréfhaus bæjarsjóðs var notaður á bréf til Magnúsar Jóhannssonar, sem gerði það að verkum, að ranglega mátti ætla, að bréfið væri skrifað af starfsmönnum á skrifstofu bæjarins. Bæjarráð skorar á þann eða þá aðila, sem stóðu að um- ræddri bréfaskrift, að biðja Magnús Jóhannsson afsökun- ar á þeim óþægindum og leið- indum, sem hann hefur orðið fyrir þeirra vegna.“ Námskeið og samkomur í K.F.U.M. Um þessa helgi fáum við góða heimssókn í K. F. U. M. Sr. Jónas Gíslason verður með okkur í þrjá daga og prédikar einnig hjá sr. Kjartani í Landa- kirkju, eins og auglýst verður annars staðar. Jónas Gíslason starfaði sem prestur í allmörg ár, m. a. í Kaupmannahöfn, en síðustu árin hefurhann verið kennari guðfræði- nema í Háskólanum. Þeir eru margir, sem sr. Jónas hefur uppörvað og styrkt í trúnni. Undirritað- ur hefur kynnst því í kristiiegum skólasamtök- um og Kristilegu stúdenta félagi, en sr. Jónas hefur verið unga fólkinu þar góð ur félagi og stuðningsmað ur í blíðu og stríðu. Ég vil sérstaklega benda á, að honum er lagið að útskýra, jafnvel flókin at- riði kristinnar trúar, þann ig að allir skilji. Þess vegna höfum við beðið hann að hafa eins dags námskeið á laugar- daginn um grundvallarat- riði trúarinnar, eins og t. d. — er Biblían áreiðanleg — um daglegt líferni og hvernig eignast má trú og frið við Guð. Að öðru leyti mun hann ræða um það efni, sem spurt verður um. Öllum er heimil þátt- taka í námskeiðinu, sem hefst kl. 9.15 á laugar- dagsmorgun í samkomu- sal KFUM. Nánari upp- lýsinga.' má t. d. fá ísíma 2338. Við hvetjum fólk til að nota þetta góða tækifæri. Á föstudag, laugardag og sunnulag verða al- mennar samkomur, öll kvöldin kl. 8.30 í KFUM. Þangað eru allir velkomn- ir. Gísli H. Friðgeirsson.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.