Brautin


Brautin - 12.10.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 12.10.1977, Blaðsíða 1
Mikil áherzla á hopvinnu - segir Jóhanna Fridriksdóttir Blaðamaður Alþýðublaðsins brá sér um dagimn að ölvus- borgum þar sem Félagsmála- skóli alþýðu á vegum MFA starfar nú þessa dagana, önn- ur önn B, en þá önn sækir fólk sem hefur áður farið á nám- Isbeið í Félagsmálaskólfinum. Meðal þeirra sem blaðamað- ur Alþýðublaðsins ræddi við í Ölvusborgum var Jóhanna Friðriksdóttir, formaður Verka kvennafélagsins Snótar. Birtum við hér með þetta viðtal. Jóhanna Friðriksdótt- ir er nýtekin við for- mennsku i Verka- kvennafelaginu Snót i Vestmannaeyjum, af Vilborgu Sigurðardótt- ur. Jóhanna var á 1. önn i fyrrahaust. — Jú, ég held að skólinn hér geti haft töluverð áhrif, þvi hér lærir maður svo margt við félagsstörf, sem maður kunni ekki áður. Til dæmis er lögð mikil áherzla á hópvinnu, sem ég tel til mikilla bóta, þótt ég viti auðvitað ekki hvemig konurnar heima taka slíkum vinnubrögðum. Hins vegar hefur skólinn þegar haft góö áhrif á min störf i félags- málum. Jóhanna vinnurhálfan daginná skrifstofu félagsins i Vestmanna- eyjum, en á morgnana er hún I fiski. — Ég tel nauðsynlegt fyrir þá sem starfa fyrir verkalýðsfé- lögin að vera einnig úti i atvinnu- lífinu, segir hún. Meðan Jóhanna sækir nám- skeiöiö i Olfusborgum er hvin á launum frá félaginu, auk þess sem það greiðir auðvitað skóla- gjöld og ferðakostnað. En hvernig er kynnum fólks háttað á svona námskeiðum? Kynnist það að einhverju marki? — í fyrrahaust, þegar ég var hér á fyrstu önn hristist fólkiö talsvert saman, kynntist vel, enda allir ókunnugir öllum. Nú er það hins vegar svo, að þeir sem hafa verið saman á fyrstu önn hópa sig frekar saman, mynda hópa. En það er litið að marka það svona fyrst i stað, önnin er réttaðbyrja, þannig að þetta get- ur lagazt., En hverjir eru kosti Félags- málaskóla alþýðu? — Helztu kostirnir eru þeir að fólk lærir að tja* sig, yfirbuga feimni og þvi eykst sjálfstraust. Þetta leiðir svo til þess, að þeir eem hér hafa verið verða virkari I störfum fyrir félagið sitt og hreyfinguna þá jafnframt. -hm, GQLF AFLI TOGARANNA í SEPTEMBER Dags Afli Skiptaverðm. Skiptav. á kg skip 1/9 117.484 kg 9.937.401 84/59 Sindri. 8/9 78.442 kg 6.039.874 77/00 Vestmannaey 12/9 41.474 kg 3.764.853 90/78 Sindri 19/9 115.909 kg 10.044.199 86/66 Klakkur 23/9 59.563 kg 4.217.826 70/81 Sindri 26/9 134.861 kg 16.217.039 120/25 Vestmannaey Iþróttamidstödin Laugardaginn 8. október hélt golfklúbhurinn punktakeppni, 18 holur með forgjafarfyrir komulagi. Keppt var um þrjá mjög fall ega verðlaunagripi, Skúlptúr- verk, sem Arnar Ingólfsson gaf og hefur sjálfur gert. Ætlun Arnars er sú að gefa árlega slíka gripi til keppni og skal ágóða af keppninni varið til eflingar unglingastarfs innan klúbbsins. Punktakeppni þessi fór fram í hinu fegursta veðri, glampandi sól, logni og um 10 stiga hita. 19 kylfingar mættu til leiks. Eftir fyrri hring var ljóst að keppni yrði afar hörð, en þá voru jafnir með 19 punkta þeir Ingibergur Einarsson, Marteinn Guðjónsson og Viktor Helga- son. Viktor lék seinni hringinn af miklu öryggi og sigraði. Lék 18 holur á 64 höggum og krækti í 38 punkta. Marteinn var óhepp inn á seinni hring og hrapaði niður í fjórða sæti með 33 punkta. Þótt Ingibergi gengi ekki eins vel í seinni hring náði hann samt öðru sæti með 35 punkta og á hæla honum í þriðja sæti skaust Björn Ingi Magnússon og fékk 34 punkta. Af þessu má sjá að keppnin var æsispennandi frá byrjun til enda, og var þetta skemmtileg- ur endir á viðburðaríku keppn- istímabili. íþróttamiðstöðin er ein fárra bygginga á landinu sem frá upphafi er þannig úr garði gerð að fatlað fólk getur þar óhindrað farið allra sinna ferða ina í húsið og um það allt. Sjálfsbjörg hefur látið útbúa sérstök merki sem fest eru utan á þau hús sem þannig eru útbúin og nú um helgina er Sjálfsbjörg hélt hér fund í íþróttamiðstöðinni var slíkt merki afhent og hengt upp yf- ir aðalinngangi hússins. Eru það aðeins örfá mannvirki á landinu sem hafa fe-ngið slík merki. Ei'ns og áður segir hélt Sjálfs FRÁ BRIDGEFÉLAGINU Sveitakeppni félagsins hefst fimmtudaginn 13. okt. n.k. Þátttakendur eru beðnir að tilkynna sig sem fyrst til Pálma Lórenssonar í Gestgjafanum eöa í síma 2421. Athugíð að fyrsta umferðin verður spiluð á Hótel Ve og hefst kl. 20.00 Stjórnn. björg hér fimd um helgina og létu fundarmenn mjög vel að húsinu enda gátu þeir farið allra sinna ferða í húsinu i hjóla stólum. Að fuidinum loknum bauð forstöðumaður hússins, Vignir Guðnason, þáttakendum í sundlaugina og ríkti mikil ánægja með það. Innan skamms er væntanleg í sundlaugina sér staklega útbúin lyfta fyrir fatl- að fólk að komast ofan í laug- ina e'n nú verður að hjálpa því ofaní, svo og verður keyptur sér stakur hjólastóll fyrir fatlaða að nota úr búningsherbergjum að sundlaugarbarminum og lyftunni. Þess má svo að lokum geta, aö í fundarlok gaf Sjálfsbjörg fagran bikar sem keppt verður um í sundmóti á vegum ÍBV. ÆFINGATAFLA TÝS í ÍÞRÓTTAHÚSINU VETURINN 1977 Mánudagur: 17.00—17.45 3. fl. karla handkn. 17.45—18.30 4 fl. karla handkn. 18.30— 19.15 2. fl. kv. handkn. 19.15— 20.00 Mfl. karla handkn. Þriðjudagur: 17.00—17.45 5. fl. karla knattsp. 17.45— 18.30 6. fl. karla knattsp. Miðvikudagur: 21.30— 22.15 2. fl. kv. handkn. 22.15— 23.30 Mfi. karla handkn. Fimmtudagur: 17.00—17.45 5. fl. karla knattsp. 11-45—18.30 6. fl. karla knattsp. 18.30— 19.15 3. fl. kv. handkn. Föstudagur: 20.00—20.45 Mfl. karla handkn. 20.45— 21.30 2. fl. kv. handkn. 21.30— 23.30 Mfl. karla knattsp. Laugardagur: 10.15— 11.15 Stúlkur 12 ára og yngri. 11.15— 13.00 Old boys knattsp. Sunnudagur: 9-30—11.00 3. og 4. fl. karla kn. Stúlkur 12 ára og yngri! Veitið athygli breyttum æfinga- tímum. T V R FRÁ Í.B.V. Enn er pláss fyrir nokkrar konur í frúarleikfimina og geta konur skráð sig hiá for- manni ÍBV, Jóhanni P. Ander- sen í síma 2002. Karlar hér í bæ virðast vera vel á sig komnir líkamlega, að minnsta kosti lét enginn skrá sig á uppbyggingamámskeiðið sem fyrirhugað var að halda. Ef mönnum snýst nú hugur ættu menn að hafa strax sam- band við formann fBV. V * RAFAFL SÍMI 1630

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.