Brautin


Brautin - 19.10.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 19.10.1977, Blaðsíða 1
HITAVEITUFRAMKVÆMDIR Kappsamléga hefur verið unnið að framkvæmdiun við hitaveit- una í suriiar. Guðm. Sigfússon smellti þessari mynd af á Illuga- götunni einn daginn, og eins og sjá má er mikið umrót fylgj- andi þessari þörfu og „vinsælu“ framkvæmd. Leitt er að sjá að Sigurð ur Rúnar hefur spilað út sem formaður Aþýðuhanda lagsins. Hann hefur senni- lega ekki náð hinum eina sanna kommatón og því dregið sig í hlé. Nú er bara að sjá til hvernig henni Hjálmfríði tekst til við að kenna fræðin svo gagn verði af. Bréf til blaðsins: A HAUGANA? Er það satt að einn af kaup- mönnum þessa bæjar, sem nú er hættur að höndla, hafi skömmu eftir gos ekið PREM- UR bílhlössum af fatnaði af lager sínum á haugana? Hvers vegna var maðurinn að þessu? Var þama ekki um ágætis fatn að að ræða? Mér er sagt að einn af báverandi starfsmönn- um Viðíagasjóðs viti tnánna best svörin við þessum spum- ingum. TNNFÆDDUR Hvaðan kom fjármagnið? Til hvers var það notað? Strax og Fylkir fór að koma út aftur að gosi loknu, byrjaði söngurinn um sukk og óreiðu og hverskonar svínarí og misferli í fjármálum bæjarins. Gjafa- fé, sem gefið var til ákveðinna hluta var sagt fara í daglega eyðslu og óráðsíu. Engin lýsingarorð tungunnar voru nægi- lega sterk til að lýsa ástandinu, að dómi Fylkis og aðstandenda hans. Pegar svo mikið lá við voru sambönd- in við Morgu’.iblaðið notuð í sama til- gangi. Allt var gert til að sá sem víðast og sem mestri tortryggni og sem mestri óvild í garð meirihluta bæjarstjómar og þá um leið í garð Vestmannaeyinga yfir- leitt. Málflutningur þessa fólks, sem aldrei hefur viljað sjá neitt jákvætt við upp- bygginguna í Eyjum, hefur auðvitað haft slæm áhrif víða um land og út fyrir landsteinana og skaðað byggðarlagið meira en margur hyggur. Því hefur verið logið að fólki, sem í góðri trú, en ef til vill af litlum efnum, hefur gefið til ákveðinna þátta uppbygg- ingarinnar, að fé þess hafi verið sólund- að í daglega eyðslu og óráðsíu. Við get- um rétt ímy.idað okkur hvernig fólki verður við þegar það fær slíkar „upp- lýsingar” beint frá Vestmannaeyjum og e.t.v. einnig í stærsta og útbreiddasta blaði landsins. Að óreyndu hefði ég aldrei trúað því, að fulltrúar stórs stjórnmálaflokks gætu verið jafn neikvæðir og gætu lagst jafn lágt í málflutningi sínum og ýmsir full- trúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert á undanförnum árum. Bót í máli er þó hve margir hafa heimsótt Eyjarnar á þessum árum og hafa erlendir gestir jafnt sem innlendir allt aðra sögu að segja en aðstandendur Fylkis og flestir gestanna hafa lýst hrifn ingu sinni yfir hve fljótt og vej upp- byggingin hefur gengið fyrir sig. Auðvitað eru mörg aðkallandi vanda- mál enn óleyst en svo er einnig hjá flestum öðrum bæjarfélögum, þótt engin hafi þar eldgosin orðið. Eg mun í þessu og næstu blöðum Brautarinnar birta staðreyndir um það fjármagn, sem bæjarsjóður hefur haft milli handanna á tímabilinu 1973 — 1976. Hvaðan það er komið og til hvaða hluta þvl hefur verið varið og geta þá þeir mörgu, sem hafa viljað það sem sann- ara reynist í hverju máli metið hvort málflutningur Fylkis hefur verið sann- leikanum samkvæmur og að öðru leyti fellt dóm um gerðir bæjarstjórnar á þessum fjórum árum. Uppruni fjármagns 1973 — 1976: millj. kr 1. a Bætur Viðlagasjóðs fyrir mannvirki, lausafé o.fl. 328,7 b. Greiðslur Viðlagasjóðs vegna gjallhreinsunar, sáningar o.fl 148.5 c. Sérstök greiðsla Viðlagasjóðs vegna uppgræðslu 27,0 2. Gengishagnaður 1976 (af finnsku gjafafé) 14,3 3. Skuldheimtumenn 147,4 4. Samþykktir víxlar (15,9 millj. þ.a. verður fast lán 17,9 5. Bankareikningar 22,3 6. Langtímaskuldir, að frá- dregnum lánum v/hitaveitu 305,8 7. Gjafafé 491,4 1) 8. Framlag ríkissjóðs til sjúkrahússbyggingar 104,4 9. Söluverð eigna umfram bókfært verð 22,7 10. Rekstrarafgangur 354,7 2) 11. Hafnarsjóður 34,0 3) Samtals: 2.019,1 1) Innifalið í þessari upphæð eru gjafir í formi húsa (barnaheimili, leikskóli, dvalarheimili aldraðra o.fl.) og búnaður sjúkrahúss. Framantaldar gjafir námu samtals 294 millj. kr. Auk þessa var verulegum hluta ann- arra gjafa beint að ákveðnum verkefn- um. í nær öllum tilfellum, sem gefendur beindu gjöfum til ákveðinna verkefna, var það gert í fullu samráði við bæjar- stjórn og mjög oft eftir tillögum bæj- arstjórnar. 2) Til rekstrartekna eru taldar 126,1 millj. kr. sem Viðlagasjóður greiddi bæj- arsjóði í tekju- og rekstrarbætur og kemur það að sjálfsögðu einnig fram í rekstraafgangi. 3) Um mörg undanfarin ár hefur hafn- arsjóður skuldað bæjarsjóði milljónir og milljónatugi krón^. Nú hefur orðið veruleg breyting hér á, eins og fram kemur í þessari upphæð. I næsta blaði (blöðum) mim ég skýra í höfuðdráttum hvernig þessum liðlega 2 milljörðum króna hefúr verið varið. Mm.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.