Brautin


Brautin - 26.10.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 26.10.1977, Blaðsíða 1
PLÁSSLEYSI Vegna mibilla þrengsla í blað inu í dag verður ýmislegt efni að bíða næsta blaðs, Ji.á.m. frétt um aðalfund Alþýðuflokks félags Vestmannaeyja. FRÁ KIWANIS. Á laugardaginn kemur, verð- ur „Kiwanis lykilinn” seldur um allt land og munu þá félag- ar úr Kiwanisklúbbnum Helga- felli ganga í hús hér í bæ og bjóða lykilinn til sölu. Öllum ágóða verður varið til styrktar geðsjúkum. Vonumst við eftir eins góðum viðtökum bæjar- búa og síðast þegar lykillinn var seldur árið 1974. Ágóðanum af sölu lykilsins þá var varið til þess að setja á stofn fyrir- tæki við Kleppsspítalann, þar sem sjúklingar vinna við gefð húseininga. VETRARSTARF BETELSAFNAÐARINS Vetrarstarf Betelsafnaðarins hefst með almennum vakning. arsamkomum, fimmtudagskvöld föstudagskvöld og laugardags- kvöld kl. 8,30. Gestir úr Reykja- vík koma og verða okkur heima fólkinu til aðstoðar. Að öðru leyti verður starfið mjög hlið- stætt því sem verið hefur í gegnum öll árin. Sunnudagaskól inn kl. 1 á sunnudögum. Þar eru að minnsta kosti 6 fastir starfskraftar. Vonum við að vinsældir hans verði ekki minni en undanfarin ár. Almennar samkomur eru svo á sunnu. dögum kl. 4,30 (eins og alltaf er auglýst). Þær samkomur eru með fjölbreyttum söng og vitnisburðum. Bænastundir eru svo öll kvöld vikunnar kl. 8,30 nema þriðjud. og föstudags- kvöld, en þá eru biblíulestrar kl. 8,30. Okkur finnst ekki hægt að hafa sjaldnar biblíulestra en tvisvar í viku (því það þarf að ræða svo margt). Biblíu- lestrarnir eru með tvennskonar fjrrirkomulagi, á þriðjudögum í fyrirlestrarformi, en á föstu- dögum er samlestur, spurning ar og samanburður á textum. Allar þessar samkomur eru öll. um opnar og reyndar hvetjum við alla til að koma. Safnaðarnefnd. OUiCK FROZEN 1 FILLETS Pá er veturinn genginn í garð, fyrsti vetrardagur var á laugardaginn. Pað sem áreiðanlega er efst í huga flestra Eyjabúa í vetrarbyrjun er spurningin um það, hvernig hún verði vetrarvertíðin. Hér stendur allt og fellur með sjósókn og vinnslu aflans í landi. Allir þræð- ir bæjarlífsins eiga beint eða óbeint upphaf sitt að rekja til fiskimiðanna hér í kring. Myndina hér að ofan af stúlku við fiskvinnu tók Guð- mundur Sigfússon og með þessari mynd berum við fram ósk oe von um aflasæla og slysalausa vertíð í vetur. REYNIR GUÐSTEINSSON FORSETI BÆJARSTJÓRNAR Á bæjarstjómarfimdi s.l. fimmtudag lá það fyrir að kjósa forseta bæjarstjórnar vegna brotthvarfs EHE úr bæjar- stjóm. Var Reynir Guösteins- son (A) kjörinn forseti bæj- arstjórnar til loka þessa kjör- tímabils með 5 atkvæðum, en 4 seðlar voru auðir. Einnig var kjörinn fyrsti varaforseti, en það embætti hafði Reynir áð- ur skipað. Var Sigurður Jóns- son (S) kjörinn með 5 atkvæð- um, Jóhann Friðfinnsson (S) hlaut 2 atkvæði, Sigurgeir Kristjánsson (F) hlaut 1 at- kvæði og ein'n seðill var auð- ur. Sigurgeir er sem fyrr annar varaforseti. TEKUR ÞÁTT í NORÐURLANDAMÓTI 10 íslenskir unglingar munu taka þátt á Norðurlandamóti unglinga í lyftingum sem fram fer í Karlskrona í Svíþjóð 5. og 6. '.ióv. n.k. Einn þessara þátt takenda íslands er 16 ára gam- all Vestmannaeyingur, Hermann Haraldsson, og mun hann keppa í 67,5 kg. flokki. Hermann Haraldsson hóf að æfa lyftingar hjá Óskari Sig- urpálssyni þá er hann hóf að vinna þessa íþrótt upp hjá ÍBV er hann fluttist hingað í bæ- inn. Hefur Hermann sýnt stór- kostlegar framfarir í íþróttinni. Verður gaman að fylgjast með því hvernig hann spjarar sig á Norðurlandamótinu. ÍBV mun styrkja Hermann Haraldsson til fararinnar og honum fylgja góðar óskir um góðan árangur. — Guðlaugur hættir á þingi A kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi sem haldið var hér í Eyjum um helgina, tUkynnti Guðlaugur Gíslason að hann hefði ákveðið að hætta þingmennsku eftir þetta kjörtímabU og því ekki gefa kost á sér í væntanlegt prófkjör flokksins. Pessi yfirlýsing Guðlaugs kemur fram að- eins viku eftir að sjálfstæðismenn hér í bæ ákváðu að Guðlaugi fjarstöddum að efna tU prófkjörs um sæti það á lista flokksins sem flokksfélögin hér telja sig eiga ráðstöfun- arrétt á. Mörg nöfn hafa verið nefnd um menu sem hyggjast gefa kost á sér í prófkjörið. Má þar nefna Björn Guðmundsson, Sigurð Jónsson, Arnar Sigurmundsson, Árna John- sén og nú síðast um helgina kom fram á sjónarsviðið Sigfús J. Johnsen sem kom á kjördæmisþingíð þó svo hann sé búsettur í Reykjavík. Er reiknað með mikiUi baráttu bak við tjöldin í Sjálfstæðisflokknum hér vegna próf- kjörsins og ekki er talið óiíklegt að ýmsir framámenn flokksins horfi með kvíða tU þeirra átaka og muni þeir vinna að því að fá Guðmund Karlsson tU þess að gefa sig i prófkjörið, en honum mætti telja sigur vísan.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.