Brautin


Brautin - 02.11.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 02.11.1977, Blaðsíða 1
Yfirvinna á bæjarskrifstofunum Á laugardaginn var háð á vegum ÍBV, firmakeppni í sundi. 15 fyrirtæki tóku þátt, kepptu stúlka og piltur fyrir hvert fyrirtæki og stig réðu úrslitum. Sigurvegari var Eyjabær, með 82 stig en fyrir hann syntu Gerður Garðarsdóttir og Halldór Sveinsson. Keppt var um glæsilega bikara sem Jóhann Jónasson á Grundarbrekku gaf til keppninnar. Á mynd Óskars Friðrikssonar er Jóhann að afhenda sigurvegurunum, Gerði og Halldóri, bikarana. PÓR AFLAÐI VEL. 3. deildarlið Þórs i hand- knattleik gerði góða reisu „suð- ur” ura helgma, lék tvo leiki og kom heim með 3 stig. Á laugardag vann Þór Akranes, 16 — 15, og á sunnudag gerði liðið jafntefli við Breiðablik, 26 — 26. I þeim leik hafði Þór tvö mörk yfir er aöelns tvær mínútur voru eftir af leiknum, en þá var tveimur Þórurum visað útaf og liðið missti leik- mn mður i jafntefli. Samt sem aður mjog góður árangur hjá Þörurum. Bíll tií söíu. Fíat 128, árg. 1971 er til sölu, þarfnast viðgerðar. TJpplýsingar í síma 2010 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. í síðustu tölubíöðum Fylkis hafa JF og SA gert mikið veður út af aukavinnu nokkurra starfs manna á skrifstofum bæjarins síðustu mánuðina. Eðlilegt var að leitað væri skýringa á þessari aukavinnu. Leitað væri svara við því, hvort hún hafi verið æskileg eða nauð synleg. En JF og SA voru ekki að leita að skýringum á einu eða neinu. Þeirra áhugi var al- farið bundinn við að leita til- efna til arása á ákveðna menn og svo auðvitað jafnframt á meirihlutann. Á umræddu timabili, einkum seinni hluta þess, voru löggiltir endurskoðendur að störfum hér við margskonar endurskoðun, meðal annar: a) lokafrágangi og endur- skoðun reikninga bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 1976. b) lokafrágangi og endur. skoðun reikninga B.Á.V., fþrótta hallar, Áhaldahúss, Fjarhitun- ar o.fl. c) afstemming á innheimtu- skrám. d) endurskoðun reikninga bæjarsjóðs og stofnana hans til ágústloka 1977. Allt frá því að löggiltur endur skoðandi hóf störf fyrir bæjar- stjórn, árið 1960, hefur það ævin lega veið venja að vinna að endurskoðun hér í Eyjum í skorpum. Gjarnan unnið til 10 Enn missir tvíeykiö margfræga niður um sig! f ítarlegri greinargerð um svonefnt íbúð- arkaupamál, sem bæjarlögmaður hefur rit. að og birt er hér í blaðinu, eru allar stað- reyndir þess rækilega raktar. Fellur þar síð- asta fjöðrin úr svikabrigslahatti þeirra JF og SA. Þessi skötuhjú hafa um árabil sakað MHM og fyrrverandi meirihluta í bæjarstjórn, jafn- vel einnig bæjarstarfsmenn, um sviksemi og misferli. Eru frægar og minnistæðar get. gáturnar í Fylki frá síðustu kosningum þeg- ar sífellt var klifað á sukki og fjármála- óreiðu, sem flett skyldi ofan af eftlr kosning- ar. Það voru jafnvel samdar reifarakenndar frásagnir í sjóræningjastíl um peningakistla, sem fleigja átti fram af Hamrinum og fleira í þeim dúr. AUt átti þetta að vera svona eins og reyk- urinn af réttxmum. Uppljóstrunin mikla kæmi svo eftir kosningar. Engu skipti þótt þessi söguburður skaðaði stórlega álit og stöðu bæjarfélagsins út á við. Síðan eru liðin 4 ár. Reikningar bæjarsjóðs hafa bókstaflega farið í gegn um hreinsunar- eld og verið afgreiddir athugasemdalaust. Engin svik, engir prettir, ekkert misferli fannst við lúsaleitina. Hvað var nú til ráða, því iUt er að lofa miklu og efna svo ekki neitt. Jú, þá var tekið til við að klifa á margra ára gömlu máli um íbúðarkaup bæj- arlögmanns og reynt þannig að búa til, þótt ekki væri nema eitt vandræðamál. Með því átti að efna, þótt í litlu væri, loforðin stóru um^afhjúpun misferlis. Nú er einnig þetta mál rekið öfugt til föðurhúsa. Eftir stendur tvíeykið fræga bert að ósannindum og blekkingum. Er von að allur bærinn bíður þess með óþreyju, sem nú er fullvíst talið, ekki síst flokksbræður þeirra sjálfra, að þau taki upp ánnan starfa strax að loknum næstu kosn- ingum. Sjálfstæðisflokkurinn á, sem betur fer, nóg af betra fólki til framboðs hér í bæ. eða 11 á hverju kvöldi, helga daga jafnt sem rúmhelga; og þurfa þeir starfsmenn bæjarins, sem bókhald og önnur ,úpp. gjör hafa með höndum, að vinna með endurskoðendum. Ávallt hefur þetta verið gert í samráði við bæjarstjóra. Um nauðsyn þessa er þetta m.a. að segja: a) Ævinlega er rekið á eftir reikningunum, bæði af bséjar- fulltrúum og öðrum. b) Á afgreiðslutíma skrifstof anna er tæpast nægilegt næði til að vinna að flóknum upp- gjörum og endurskoðun og er því vinna eftir lokun afgreiðslu mun notadrýgri. d) Vafasamt er, að þessi vinnumáti sé nokkuð dýrari fyrir bæjarsjóð, en þótt aðeins væri unnið í dagvinnu. Bæjar- starfsmenn hafa að vísu 60% hærri laun fyrir eftir., nætur- og helgidagavinnu, en fyrir dag- vinnu, en endurskoðendur taka sama tímakaup, hvort sem unn ið er innan eða utan dagvinnu- tíma. Sparnaður í uppihalds- kostnaði endurskoðenda kemur því nokkuð á móti yfirvmnu- álagi bæjarstarafsmanna. Auk þess nýtist tíminn utan af- greiðslutíma skrifstofanna mun betur, eins og áður segir og það sem mestu máli skiptir, reikningarnir verða fyrr til- búnir en ella. Þótt JF, sem sjálfur hefur verið settur bæjarstjóri um tíma, viti hvernig alltaf hefur verið unnið að endurskoðun og þótt hann viti einnig, að lög- giltir endurskoðendur hafa ver. ið hér að störfum þann tíma, sem hér um ræðir, þá segir hann: „Þegar ekki er vitað til að neitt sérstakt sé við að vera”. Þetta er aðeins dæmi um vinnu brögð JF. Annað dæmi: JF seg- ir í Fylki 22. okt s.l., þegar hann er að segja frá fundi í bæiar- stjórn, þar sem þessi mál bar á góma: „f umræðunum kom fram að áætluð tala fyrir yfir- vinnu ársins var uppétin á miðju ári”. Hvernig skyldi þetta nú hafa komið fram í umræð. um? JF sagði sjálfur að „mað- ur úti í bæ hafi sagt sér að á ætluð tala fyrir yfirvinnu hafi verið uppétin á miðju ári.” (Dæmigert fyrir JF). Þessu var mótmælt, en nú seg ir JF að þetta hafi „komið fram” o.s.frv. JF veit að þetta er rangt, því hann hefur sjálfur í höndunum Framhald á 3. síðu.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.