Brautin


Brautin - 09.11.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 09.11.1977, Blaðsíða 1
Vestmannaeyjum 9. nóvember 1977 30. árg. — 32. tbl. r Fiskibátur sigldi yfir nedansjávargos vid Eyjar 1973: Náði dýptarmælis línuriti af gosinu — liklega þvf fyrsta í sögunni mannaeyjar. að beiðni Sigurð- ar, og mældi þar með asdic og dýptarmæli, en fann engan hrygg á sjávarbotni. 1 lok greinar sinnar í Náttúru- fræðingnum, segir Sigurður Þórarinsson sfðan: „Enginn veit hvenær Eyjaeldar láta næst á sér bæra” 26. mai 1973 er talið að gosið hafi neðan- sjávar við Vestmanna- eyjar, milli lands og Eyja, en af ýmsum ástæðum hefur ekkert verið um það skrifað fyrr en i nýútkomnum Náttúrufræðingi, þar sem Sigurður Þórar- insson jarðfræðingur greinir frá þessum at- burði. Kemur þar fram að af tilviljun hafi gos þetta verið staðfest með dýptarmælislinu- riti um borð i mb. VER VE 200, sem átti leið um gossvæðið um þetta leyti.. Bogi Finnboga- son skipstjóri á VER, hefur sagt þannig frá þessu atviki: „Hir.n 26. maf 1973 um kl. 14:00 vorum við á siglingu með landi, sem kallað er inni á Á 1, innan viö Vestmannaéyjar áleiðis á miðin. Kom ég þá auga á stórt fuglager og sigldi að þvi. Þegar við nálguðumst gerið, sá ég, að bullaði eða kraumaði í þvi, eins og um stóra sildartorfu væri að ræða. Ég ætlaði að sigla i gegnum torf- una, en sá þá, að sjórinn var dökkur á litinn allt í kring og dauð fiskseiði, sem fuglinn var að gerja i, flutu i yfirborði sjáv- arins þarna á svæðinu og minn- ist ég þess áð hafa séð a.m.k. einn stóran dauðan fisk á floti. Ég leit á dýptarmælinn og kom mælingin fram eins og siglt væri yfir brattan stand, meðan siglt var yfir blettinn, og voru um 20 faðmar niður á topp hans. Fyrst hélt ég að báturinn mundi stranda og stöðvaði vél- ina, en þegar báturinn hafði runnið i gegnum kraumið setti ég á fulla ferð og sigldi i burtu. Sjór var spegilsléttur og veð- ur fagurt þennan dag. Þetta var, sem kallað er í inn- brúninni á Alnum. rétt austan við nýju vatnsleiðsluna. Tel ég, að þarna eigi engin arða að vera, þvi ég hefi oft farið þarna um og verið þarna að veiðum og aldrei orðið neinna mishæða var. Dýpi er þarna um 38—40 faðmar. Bogi Finnbogason”. vAM T,,/vV><i Skissa Boga Finnbogasonar skipstjóra af linuriti dýptarmælisins I VER, er báturinn fór yfir gossprungu þ. 26. mai 1973. Fyrsta linuritið af neð- ansjávargosi? Sigurður Þórarinsson segist ekki vita til þess að i annan tima hafi verið tekið linurit yfir gosi á neðansjávarsprungu, nema ef vera skyldi á japanska rann- sóknarskipinu Kaiyo-Maru, sem fórst 24. sept. 1952 með 9 vis- indamönnum og 22 manna áhöfn, og talið er að hafi verið yfir neðansjávareldstöðinni Myojin-sho 420 km suður af Tokyo, er mikil gossprenging varð bar. Linuritið af VER hefur ekk. tekist að firina, en ýmsir i Vest- mannaeyjum sáu það eftir að atburðurinn átti sér stað I mai 1973. Bogi hefur hins vegar riss- að upp teikningu, sem hann seg- ir gefa góða mynd af þvi hvern- ig það hafi litið út. Segir Sigurð- ur ekki leika vafa á þvi, að þarna hafi verið um að ræða neðansjávargos þótt litið hafi verið. 17. júni 1977 fór varðskipið Þór yfir gossvæðið við Vest- „Telja verður, að „gosið i Alnum þ. 26. mai hafi verið tengt Heimaeyjargosinu og sé lér um hliðstæðu að ræða við það, sem gerðist oft i Surtseyj- argosinu, er nýjar sprungur opnuðust um það bil er gosi var aö ljúka i öðrum. Þar mynduðu gossprungurnar vinstri hliðrað sprungukerfi - hinar einstöku sprungur, að undanskilinni þeirri, er myndaðist 19. ágúst 1966, með stefnu nálægt N35 A- og inn i það kerfi falla einnig Heimaeyjarsprungan og sú sprunga.sem gaus 26. mai. Gos- sprungukerfið i Heimaeyjar- gosinu var þvi ekki um 3.5 km, þar var rúmlega 10 km langt. Fjarlægð frá Jólni að þessari nyrstu eldsprungu er um 35 km og hefði þetta sprungukerfi i heild ekki þurft að lengjast nema rösk 10% til að ná landi I Landeyjum. Það var stundum rætt um það i Heimaeyjargosinu, hvar lik- Framhald á bls. 2 GUÐMUNDUR JÓNSSON GK-475- 491 brl. Smíðastaður, Akureyri. Glæsilegt skip í Eyjaílotann Enn hefur Fiskimjölsverk- smiðjan í Vestmannaeyjum hf. bætt glæsilegu skipi við fiski- skipaflota Eyjanna. Nú fyrir helgina keypti FIVE hið stór- glæsilega og vandaða skip Guð- mund Jónsson GK 475. Er skip- ið 491 brúttólest að stærð búið 1740 hestafla Alpha vér. Skip- ið var smíðað á Akureyri 1976 og talið eitt fullkomnasta fiski. skip í flotanum. Er skipið út- búið bæði til flotvörpu- og nóta veiða. Má fastlega búast við því að skipstjóri á liinu nýja skipi FIVE verði Helgi Ágústsson sem nú er með Sindra. Ekki hef ur enn verið ákveðið nafn á skipið en við spáum því að fyrir valinu verði Breki. Brautin ósk- ar FIVE til hamingju með hið nýja og glæsilega skip sem er kærkomin viðbót í fiskiskipa. flota okkar Vestmannaeyinga.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.