Brautin


Brautin - 16.11.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 16.11.1977, Blaðsíða 1
ER ÞAÐ SATT, að Hermann Einarson, ritstjóri, kaupmaður og skólafulltrúi með meiru, hafi um árabil ekkert greitt fyrir upphitun annars af húsum sínum hér í Vestmannáeyjum? KÖRFUBOLTI Á LAUGARDAG Á laugardaginn hefst vertíð- in hjá körfuboltamönnum ÍV. Pá kl. 13.30 leikur liðið við Snæ. fell hér í fþróttahúsinu í 2.deild inni. Er fólk hvatt til þess að mæta vel í höllina á laugar- daginn og hvetja strákana dug- lega til sigurs. Pað verður fróðlegt að fylgj- ast með frammistöðu fV í 2. deildinni í vetur, en sem kunn- ugt er vann liðið sig upp úr 3. deildinni í fyrra. Nokkrar leikmannabreytingar hafa orð- ið hjá liðinu. ■——- 1 i"; 'v .--- ER ÞETTA HÆGT MATTHÍAS? f frumvarp til íjárlaga fyrir árið 1978 er gert ráð fyrir að verja 6,5 milljörðum króna til niðurgreiðslu á landbúnaðar. vörum innanlands og 3 milljörð 36 íbúðir Sl. miðvikudag afhenti stjórn Verkamannabústaða 18 íbúðir í fjölbýlishúsinu að Áshamri 75. Var eigendum íbúðanna ásamt nokkrum gestum boðið til kaffi samsætis á Hótelinu og þar afhenti Sigurður Jónsson, for- maður stjórnar Verkamanna- bústaða eigendum lykla að íbúð um sínum. Stjórn Verkamannabústaða fékk það verkefni eftir gos að byggja 36 íbúðir samkvæmt kerfinu um verkamannabútaði og var sú framkvæmd felld inn í Verkamannabústöðum í BÁV framkvæmdirnar. Voru fyrri 18 íbúðirnar afhentar í júní 1976 og hinar síðari 18 nú á miðvikudaginn ei'ns og fyrr segir. Um áramótin ’75 — ’76 var byggingarkostnaður áætlað- ur 120 milljónir kr„ en endan- legur kostnaður varð hinsvegar 145 millj. kr. eða hækkaði um rúm 20%. Þess ber að geta, að á sama tímabili hækkaði bygg. ingarvísitalan um 59%. Verð í- búðanna er frá um 8 millj. upp í rúmar 9 milljónir eftir stærð. Kaupendur greiða með eigin fé 20% af verðinu en afganginn með lánum Húsnæðismála- stjórnar og Byggingasjóðs V erkamannabústaða. Þess má geta í lokin, að strax á miðvikudagskvöldið fluttu fyrstu íbúarnir fnn. Voru það hjónin Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir. Stjórn Verkamannabústaða skipa: Sigurður Jónsson, form., Jón Kjartansson, Reynir Guð- steinsson, Gísli R. Sigurðsson, Steingrímur Arnar, Jóhann Björnsson og Lýður Brynjólfss. um til uppbóta á útfluttar land- búnaðarvörur. Þetta jafngildir því, að hver fjölskylda í landinu þarf að greiða að meðaltali 150 þúsund krónur á árinu í niðurgreiðsl- ur imanlands, og 70 þúsund kr. í útflutningsbætur, Ýms rök má færa bæð með og móti niðurgreiðslum innan- lands en það eru alls engin skyn samleg rök til fyrir stórfelldri skattlagningu alls almennings til þess eins, að velstæðir út- lendingar geti keypt íslenskar landbúnaðarvörur fyrir lítið brot af því verði, sem íslend. ingar þurfa að greiða fyrir sömu vörur. Yfirlýsing Arnars Vegna yfirlýsingar Arnars Sigurmunds- sonar í síðustu Dagskrá, þar sem hann stað. hæfir að ég hafi viðhaft ákveðið orðalag í einkasamtali við hann fyrir 2 árum, vil ég taka þetta fram: Á þeim tíma, sem samtal okkar átti sér stað, voru miklar ýfingar í bæjarstjórn. Sner ust þær um ýmsar ávirðingar, sem bornar höfðu verið á þáverandi bæjarstjóra og síð- ar sannaðist að voru á fullum rökum reistar. Viðbrögð sumra Sjálfstæðismanna, sem ábyrgð báru á ráðningu bæjarstjórans, voru heldur ókarlmannleg. Reyndu þeir þó eftir mætti að bera blak af honum og fékk ég oft heimsóknir, þar sem mér voru gerð gylliboð, ef ég beitti mér fyrir því að stöðva gagnrýnina, en mér og samstarfsmönnum mínum öðrum kosti hótað öllu illu. í tilvitnuðu einkasamtali okkar Arnars bar þessi mál á góma. Sagði ég honum þá, að því er ég hélt í vinsemd og trúnaði, að ég hefði yfir ýmsum vopnum að ráða, sem ég vildi þó ekki beita, jafnvel þótt hart væri vegið að mér og ýmsum samstarfsmönn um minum. Mun ég þar m.a. hafa tilgreint margra ára gamait mál um samskipti skatt- stofunnar við bæjarsjóð, sem varðaði gjald- töku fyrir útsvarsálagningu, og ég taldi mjög gruggugt. Prá því máli skýrði ég bæjarráði á sínum tíma, fen ekki var óskað eftir frek- ari aðgerðum. Mér er það mjög á móti skapi að rifja þetta mál upp opinberlega, en á naumast um aðra kosti að velja, þar eð nú eru borin út (af manni sem veit þó miklu betur) vísvit. andi ósannindi um að ég hafi vitað um sjóðþurrðina hjá Landakirkju, en þagað. Um fjármál safnaðrins hef ég aldrei vitað eitt eða neitt, enda aldrei nálægt þeim komið Það er alger misskilningur hjá Arnari ef hann heldur, að ummæli mín hafi verið sett fram í tengslum við íbúðarmál GHT. f því máli taldi ég mig ekkert hafa að fela og það var þá þegar orðið deilumál í blöðum (og það svo, að sumir greinarhöfundar bæjar- blaðanna hafa varla komið auga á neitt annað mál, sem þýðingu hefur fyrir byggð- arlagið). Það var því álgerlega tilgangslaust að reyna að hóta mér,með því máli. Þau ummæli, sem Arnar hefur eftir mér, eru ekki með öllu röng, en hann setur þau í vitlaúst samhengi. Þau voru, eins og áður segir, alls ekki sett fram í neinum tengslum við íbúðarkaup GHT. Það alvarlegasta við þetta mál er kannski það, hvar við erum eiginlega á vegi stödd, ef svo er komið, að jafnvel persónuleg einka- samtöl manna, sem fram fara í meiri eða minni trúnaði, eru gerð að blaðaefni og þau viljandi eða óviljandi rangtúlkuð eða tek- in úr réttu samhengi. — Mm. Stefnuskrá Alþýðuflokksins Brautin hefur í þessu blaði birtingu kafla ur stefnuskrá Alþýðuflokksins sem samþykkt var á 37. flokksþingi Alþýðuflokksins í október 1976. Birt- um við fyrsta kaflan á baksíðu en það er inngang- ur um Alþýðuflokkinn. Síðar verður lýst nánar stefnumiðum Alþýðuflokksins í einstökum mála- ^ flokkum. Pau megin markmið sem eru lögð til'%! grundvallar eru einkum þessi: □ að breyta til frambúðar auðlegðar- og valdahlut- föllum alþýðunni í hag. □ að færa ákvarðanavald frá hinum fáu til hinna mörgu á sem flestum sviðum þjóðlífsins þ, á. m. til starfsmanna á vinnustað og til neytenda. □ að útrýma fátækt og tryggja jafnan fulla atvinnu. □ að koma á efnahagslegu jafnrétti í skiptingu eigna og tekna. □ að koma á félagslegu jafnrétti m, a. í skiptum kynjanna, í möguleikum til mennta, húsnæðismál- um og með almennum tryggingum. □ að bæta umhverfi manna á vinnustað, í bæjum og sveitum og með verndun náttúrunnar.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.