Brautin


Brautin - 14.12.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 14.12.1977, Blaðsíða 1
Vestmannaeyjum 14. desember 1977 30. árg. — 36. tbl. Ljósmynd: Gnðm. Slgfússon. r. /Ifi | j V jpi.~ i.„ r—■ p- Nálarstunguaðferð beitt á höfuðsvörð Miðaldra bóndakona lamaðist á hægri hlið vegna blóðstíflu í heila. Fjörutíu dögum síðar framkvæmdi læknir nálastungu á höfuðsverðinum móts við fell. inguna framan við miðheilann á vinstri hlið heilabarkarins og snéri nálinni hratt. Sjúklingur. inn fann hitabylgju leggja um hina lömuðu limi. Þegar nálin hafði verið dregin út, gat kon- an lyft hægri handlegg upp yf. ir höfuð og beitt hægri fæti til gagns. Þetta var fyrsta árangursríka aðgerðin í Kína gegn heilalöm. un með höfuðstunguaðferð. Þetta gerðist 1970, og læknir- inn var Tsiaó-Sjun.fa, varayfir- læknir sjúkrahússins í Tsishan- sýslu í Sjansihéraði í Norður. kína. Höfuðsvarðarstunga. Höfðusvarðarstunga, sem sam hæfir hefðbundna nálastungu- aðferð og það að finna hi’.rn sjúka stað á heilberkinum, er ný lækningaðferð, sem þróuð var í menningarbyltingunni. Nú er henni beitt um allt land við ýmsaa sjúkleika, einkum þó heilalömun. í sjúkrahúsinu í Tsishansýslu náðist bati í 29,1% tilfella. Þetta þýðir, að að minnsta kosti einn af hverj- um fjórum fékk bata, svo að hann gat notað hina fyrrum lömuðu limi með eðlilegum hætti. Sjúklingarnir urðu sjálf. bjarga. Sjö ára reynsla sýslu- sjúkrahússins hefur sýnt, að höfuðsvarðarstunga gefur all- góðan árangur við blóðstíflu í heila. Við athugun á 500 tilfell- um af blóðstíflu í heila komust læknarnir að raun um, að náin tengsl eru á milli lækningaár. angurs og tímans, sem líður frá því sjúklingurinn veikist og þar til læknismeðferð hefst. Þeir skiptu sjúklingunum í tvo hópa, í öðrum voru þeir, sem læknis- meðferð fengu innan þriggja mánaða, en í hinum þeir, sem lækaismeðferð fengu síðar. Af 304 sjúklingum í fyrri hópnum hlutu 47,8% bata, af 196 í hin. um síðari fengu 23% bata. Auk árangurs gegn blóðstíflu í heila skömmu eftir, að hennar verður vart, reyndist höfuð. svarðarstunga bera árangur gegn ehorea (brettusýki) og bráðsmitandi polyneuritis. Ei.in ig hefur náðst góður árangur í meðferð á ofnæmiskenndu asma, blæðingu í legi, nætur- þvagláti barna og svima, er staf aði frá innra eyra. Ósjálfbjarga. Fimmtán ára gömul stúlka, sem þjáðist af ósjálfráðum vöðvakrampa, sem varð svo slæmur, að hún gat ekki gengið, lagst niður eða verið sjálf- bjarga. Þegar hún var tekin á sjúkrahúsið sex vikum eftir að þessi truflun byrjaði, notaði dr. Tsiaó sjun.fa höfuðsvarðar- stungu við hana á hverjum degi einu sinni. Eftir 16 daga hættu vöðvahreyfingamar og þar með a'ndlitskippirnir. Eftir 24 daga var sjúklingurinn lækn. aður. Læknirinn fylgdist reglu- lega með heilsu stúlkunnar næstu fjögur ár, og reyndist hún traust. Höfuðsvarðarstunga hefur ver ið notuð við deyfi'ngu í Kína í sambandi við skurðaðgerðir síðan 1971. Meira en 700 aðgerð- ir á 42 sviðum hafa verið fram. Framhald 2 3

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.