Brautin - 07.07.1988, Síða 1

Brautin - 07.07.1988, Síða 1
41. árgangur Vestmannaeyjum, 7. júlí 1988 1. tölublað Félagslegar íbúdir fyrir aldraöa - láglaunafólk - ungt fólk Eitt af markmi&um núverandi bæjarstjórnarmeirihluta er að effa framboö af félagslegum íbú&um og í því sambandi hafa verió sett fram markmió sem líkja má vid byltingu frá því sem hér hefur verid í Vestmanna- eyjum á undanförnum árum. IBUDIR ALDRADRA Nýlega fór fram afhending á fyrstu fjórum íbúðunum af tólf sem bæjarsjóður er að byggja við Kleifarhraun. Við fjár- mögnun byggingarinnar var farið inn á nýjar brautir, svokallaða lánleigu aðferð, þar sem væntanlegir leigutakar íbúða aldraðra lána bæjarsjóði óbeint um 20% af byggingar- kostnaði íbúðanna og hefur þessi fjármögnunaraðferð mælst vel fyrir enda í framhaldi af könnun sem fram fór á vilja eldri borgara. Næstu fjórar íbúðirnar verða væntanlega til- búnar í október n.k. og síðan þær næstu í febrúar á næsta ári. íbúðirnar eru sérstaklega hannaðar með þarfir eldri borg- ara fyrir augum og er samdóma álit að þær séu sérlega skemmtilegar og að þar eigi eldri borgurum Vestmannaeyja eftir að líða vel í frarntíðinni. Pegar þessum áfanga íbúöa aldraðra er lokið hefur orðið 100% aukning á framboði á sérstökum íbúðum aldraðra, en fyrir eru 12 íbúðir. ÍBÚDIR FYRIR LÁG- LAUNAFÓLK OG UNGTFÓLK í byggingu eru nú 12 íbúðir, byggðar á grundvelli laga um verkamannabústaði. Hluti íbúðanna er í raðhúsi og hinn hlutinn í sambýlishúsi og miðar framkvæmdum vel áfram. Fyr- irhugað er að hetja byggingu á a.m.k. 9 íbúóum til viðbótar, enda er eftirspurnin töluverð og þá sérstaklega frá ungu fólki sem er að hefja sín fyrstu hjú- skaparár. KAUPLEIGUÍBÚDIR Alþingi hefur samþykkt lög um kaupleiguíbúðir, sem eins og tlestum er kunnugt um olli verulegum deilum innan ríkis- stjórnarflokkanna á sínum tíma og félagsmálaráðherra hótaði úrsögn úr ríkisstjórninni næðu lögin ekki fram að ganga. Bæj- arstjórn hefur þegar samþykkt að óska eftir heimild til að byggja 15 íbúðir á grundvelli laga um kaupleiguíbúðir. Miðað við þær óskir sem fram hafa komið víða af landinu um byggingu kaupleiguíbúða virð- ast umsóknir vera þrefalt fleiri en framboð, þannig að við getum búist við í fyrstu að fá jákvæð svör við a.m.k. 5 íbúð- um. Allt er þetta mjög jákvætt fyrir byggðarlagið og auðveldar alla búsetu. Þorbjörn Pálsson Loksins, loksins! Ráðhúsströð og ráðhússveggur. Hér má sjá hinn margumtalaða „Ráðhússvegg” sem fór svo fyrir hjartað á íhaldinu, eins og Ráðhúsströðin reyndar öll. Sigurður Jónsson kallaði „vegginn” Berlínarmúr. Nú hlæja allir. Ráðhúströðin breytir um svip frá degi til dags. Lnnið er að lokaframkvæmdum við götuna og er Ijóst að mikil bæjarprýði verður af. Tímabær framkvæmd fííkið yfirtekur hluta af skuldum hitaveitunnar Á bæjarráðsfundi 15. júní si. var undirritaður samningur á milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um yfirtöku ríkisins á hluta af skuldum Fjarhitunar Vestmannaeyja, sem er liður í að bæta rekstur veitunnar. Er hér um samskonar yfirtöku að ræða og hjá hitaveitunum á Akureyri, Akranesi og Borg- arnesi. Fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, mætti á fund bæjarráðs til þess að und- Jón Baldvin, fjármála- ráóherra heimsótti Eyjar Siggi Jóns vill vera bæjarstjóri í viðtali sem Fréttir áttu við Sigga Jóns. nýlega, kemur fram margt merkilegt. Hann langar einhver ósköp að verða bæjarstjóri. Áður í viðtalinu er hann búinn að afgreiða helstu stjörnur íhaldsins útaf borðinu. Til dæmis þegar hann er spurður um hvort hann sé sáttur við Sigurð Einarsson sem oddvita eftir gagnrýni um að stjórna þessum máttlausa minnihluta. S.J. svarar stutt og laggott: „Stundum og stundum ekki, eins og gengur með störf allra manna". Um miðjan júní heimsótti Jón Baldvin Hannibalsson Vestmannaeyjar. í upphafi komu sinnar átti hann fund með Bæjarráði og stjórn veitustofnana þar sem gengið var frá samningi á milli ríkisins og bæjarins, vegna yfirtöku ríkissjóðs á hluta af skuldum heitaveitunnar. Að sameiginlegum fundi loknum, fundaði ráðherrann með bæjarráði, þar sem farið var yfir þau erindi, sem Vest- mannaeyjabær sækir á til ríkis- ins. Pá ræddi bæjarráð einnig málefni Herjólfs sérstaklega við ráðherrann, bæði hvað varðar smíði á nýju skipi, svo og um aukningu á rekstrarstyrk til Herjólfs sem gerir það að verkum, að gjaldskrá skipsins verði með þeim hætti, að það kosti sama að ferðast með Herjólfi og það kostar aðra landsmenn að ferðast á þjóð- vegakerfinu. Því næst skoðaði hann stofnanir. Það hitti svo vel á, að þegar hann skoðaði Hraunbúð- ir og íbúðir aldraðra, var einmitt verið að afhenda fyrstu íbúðirnar í þriðja áfanga. Þá skoðaði hann Stjórnsýsluhúsið. Síðan átti hann fund með stjórn Flerjólfs hf. Helsta mál þess fundar var að sjálfsögðu smíði á nýjum Herjólfi og þótti fund- urinn mjög gagnlegur og menn bjartsýnir á framhaldið. Ljóst er að koma ráðherrans var gagnleg fyrir okkur Vest- nrannaeyinga og er vonandi að auk samningsins, muni önnur atriði sem kynnt voru og unnið var að, skila sér einnig á jákvæðu nótunum fyrir Eyj- arnar. 27 kaup- leiguíbúöir Bæjarráð hefur samþvkkt að sækja um byggingu á 15 kaupleiguíbúðum á þessu ári og 12 íbúðum á næsta ári. irrita samning fyrir hönd ríkis- sjóðs. Er ánægjulegt að þessi samn- ingur skuli vera orðinn að veruleika, og er rétt á þessum tímamótum að þakka öllum þeim sem unnið hafa að farsælli lausn þessara mála. Mikili einhugur hefur ríkt um málefni Fjarhitunar í bæj- arstjórn, og hefur öll bæjar- stjórnin, svo og veitustjórn, staðið einhuga um málefni veit- unnar. Þiljað hefur verið í höfninni og er verið að slá sniiðshöggið á þilið í norðurhöfn, fyrir framan þá félaga Sigurð Inga og Njál. Þetta langþráða verk er í höfn og skapar það gjörbrevtta vinnuaðstöðu við flotann.

x

Brautin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.