Brautin - 07.07.1988, Blaðsíða 2

Brautin - 07.07.1988, Blaðsíða 2
BRAUTIN Útgefandi: Alþýðuflokksfélögin í Vm. Ritnefnd: Þorbjörn Pálsson (ábm.) Guðm. P.B. Ólafsson Elín Alma Arthúrsdóttir Magnús H. Magnússon Stefán Jónsson Tölvusetning og offset: Eyrún h.f. Vm. Verulegur árangur á hálfu kjörtímabili Nú þegar kjörtímabil þessarar bæjarstjórnar er hálfnað, er við hæfi að staldra við og reyna að gera sér grein fyrir hvernig til hafi tekist. FJÁRMÁLIN í upphafi kjörtímabilsins setti núverandi meirihluti bæjarstjórnar sér það takmark að ná tökum á fjár- málum bæjarsjóðs og var það verk reyndar efst á blaði í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Markvisst hefur verið unnið og er ekki vafi að það verk er að skila sér nú. Mikil breyting hefur orðið á, til hins betra, frá fyrri tíð. Skuldir hafa minnkað og rekstrar- afgangur hefur hækkað. Stefnt er að því, að vinna á sömu braut, þrátt fyrir að ýmis áföll í atvinnulífinu í upphafi árs, auki ekki á bjartsýni manna. Þá er einnig erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir því, hvernig staðgreiðsla skatta kemur út fyrir bæjarsjóð og þá ekki síður hvort staðgreiðslukerfið hafi áhrif á vinnu fólks. Vestmannaeyingar hafa alltaf unnið langan vinnudag og nú er að sjá, hvort staðgreiðslan hefur þar einhver áhrif. Það hefur að sjálfsögðu mikið að segja fyrir Bæjarsjóð Vm. FRAMKVÆMDIR Þrátt fyrir betri stöðu fjármála hefur töluvert verið unnið að verklegum framkvæmdum á vegum bæjarins og nægir þar að nefna framkvæmdir við Hamarsskóla, íbúðir aldraðra, byggingu verkamannabústaða, fram- kvæmdir við gjörbreytta aðstöðu í íþróttamiðstöð, gatnagerðarframkvæmdir, römmun í höfninni, bygg- ingaframkvæmdir vegna rafskautakatla hjá Fjarhitun og fleira, auk fjárfrekra framkvæmda í viðhaldi stofnana bæjarins. G.Þ.B.Ó. Hafa skal það sem réttara reynist í hinu „óháða” fréttablaði Frétta í síðustu viku er greint frá úthlutun stjórnar verka- mannabústaða 27. júní sl. vegna nýbygginga, en þar féll niður nafn eins umsækjanda, sem fékk úthlutun, Hafdísar Eggertsdóttur. Vegna þess tilefnis og fleiri er rétt að fram komi 3. mál fundarins, sem er svohljóðandi: „3. mál.: Að gefnu tilefni vill stjórn verkamannabústaða í Vm. taka fram, þótt fjölmargar umsóknir berist til stjórnar- innar fullnægja ekki nærri allar skilyrðum sem Húsnæðismála- stofnun gerir vegna úthlut- unar.” En þau skilyrði eru m.a. þau að tekjur mega ekki fara yfir visst hámark og er þar átt við tekjur síðustu þriggja ára, að skila verður inn tekjuvottorð- um allra vinnandi í fjölskyld- unni. Jafnvel þó einstæðar mæður hafi einlægan stuðning okkar í stjórninni, þá uppfylla líka aðrir öll skilyrði, svo sem námsmenn og þeir sem hafa óviðunandi heimilisaðstöðu, heilsuspillandi húsnæði o.fl. 4. mál þessa sama fundar er svohljóðandi: „Stjórn verkamannabústaða í Vestmannaeyjum samþykkir að fela bæjarstjórn að ganga nú þegar frá samningum við Arsæl Sveinsson og Steingrím Snorra- son um byggingu á 6 íbúða raðhúsi, eftir samskonar teikn- ingum og þegar hefur verið byggt eftir og samkvæmt heimild Húsnæðisstofnunar. Ennfremur leggur stjórnin til að keyptar verði þrjár 2ja herb. íbúðir í blokk Erlendar Péturs- sonar, þar sem fyrir liggja margar umsóknir um 2ja herbergja íbúðir.” kristjana Þorfinnsdóttir Átaks er þörf í umhverfismálum Undanfarin ár hefur mikið verið talað um að átak þurfi í umhverfismálum, auka þurfi alla uppgræðslu og svo fram- vegis. Þeim sem mest vilja gera, finnst eflaust lítið miða áfram. Á undanförnum árum hefur verið unnið töluvert verk við fegrun og ræktun. Ég get hins- vegar verið sammála þeim, sem ekki finnst nóg gert, að veru- legs átaks er þörf. Átak sem ekki einungis bærinn á að standa að, heldur allir bæjar- búar. Það gerist ekkert mark- vert í þessum málum, nema með þátttöku bæjarbúa og þá jafnvel undir forystu þeirra, eða félaga í bænum. Hjá bænum starfar varskt lið í opnu svæðunum undir stjórn Sigurðar Jónssonar frá Húsavík og hefur hans liði tekist mjög vel til, þar sem þeir hafa unnið í opnum svæðum. Þá hafa nokkrar dömur starfað í görðum og blómabeðum bæj- arins auk þess starfs sem Vinnuskólinn vinnur. Það er alveg ljóst, þrátt fyrir mikið starf í þessum mála- flokki, þá eru mörg verkefni óleyst. Eg hef margsinnis sagt að við eigum að gera framtíð- aráætlun, þá sérstaklega hvað varðar skrúðgarðarækt, bæði í miðbænum, svo og ekki síður við hinar ýmsu stofnanir, þar sem henta þykir. Bæjarstjórn hefur ákveðið að framhald verði á vinnu lands- lagsarkitekta sem starfað hafa fyrir bæinn og er það fagnað- arefni. Það er ein af forsendum þess, að skipulega verði unnið að fegrun og snyrtingu í bænum. Annað það sem ég tel ekki minna mikilvægt, er að okkur takist að ráða til okkar garðyrkjustjóra, sem veitti forstöðu því átaki sem gera þarf í skrúðgarðarækt hér í bæ. Það hefur sýnt sig, bæði í heimagörðum svo og þeirri trjápiöntun sem Vinnuskólinn hefur staðið fyrir, að ræktun trjáa og skrautplantna ber ekki síður árangur hér í Vestmanna- eyjum en annarsstaðar. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hefur ekki enn tekist að ráða garðyrkjustjóra til bæjarins, en gert var ráð fyrir slíkri starfsemi í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Guðm. Þ. B. Ólafsson Urvals kjöt á útigrilliö Meyrnað lambakjöt Kótilettur Lærisneiðar F ramhryggssneiðar Lambarif Kjúklinga-leggir Kjúklinga-leggir oriental Kryddlegið lambakjöt Kótilettur oriental Lærisneiðar oriental Kryddlegin lambarif Grillpinnar / / Abótarreikningur Utvegsbankans skilaði betri ávöxtun á sl. ári (1987) en nokkur annar óbundinn reikningur í bankakerfinu. Ávöxt- unin nam 28,2% sem er 4,89% umfram verðbólgu. Ábótarreikningurinn er því sem skapaður fyrir þig og alla sem er annt um sparifé sitt. * Abótarreikningurinn nýtur vinsælda meðal sparifjáreigenda og það ekki af ástæðulausu. Hann færir eigendum sparifjár fulla ávöxtun fyrr en aðrir sérreikningar. Ábótin reiknast strax frá þeim degi sem þú leggur inn á reikninginn og vaxtaábótin er síðan færð mánaðarlega inn á höfuðstól reikningsins. Útvegsbanki Islands hf Vestmannaeyjum

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.