Brautin - 03.11.1988, Síða 1

Brautin - 03.11.1988, Síða 1
Starfsmannaíbúðir Sjúkrahúss Fyrir kosningar var frambjóðendum A-lista jafnaðarmanna tíðrætt um eflingu á íbúðarhúsnæði hér í Vestmannaeyjum og hvað væri til ráða til aukningar, enda væri það ein forsenda þess að Eyjan væri byggileg að hafa nóg framboð af húsnæði fyrir þá sem eyjuna vilja byggja. í framhaldi meirihlutaskipta í bæjarstjórn var eftirfarandi aðalstefna mótuð og er reyndar ætíð í endurskoðun: STEFNUMÖRKUN 1. LEIGUÍBÚÐIR STARFSMANNA SJÚKRA- HÚSS OG HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR. 2. VERKAMANNABÚSTAÐIR VERÐI36 FLEIRI Á KJÖRTÍMABILINU. 3. ÍBÚÐIR ALDRAÐRA. 4. FÉLAGSLEGAR KAUPLEIGUÍBÚÐIR. Starfsmannaíbúðir Sjúkrahúss Á fundi sínum í ágústmánuði s.l., samþykkti Húsnæðis- stofnun að heimila bæjaryfir- völdum að byggja 10 kaup- leiguíbúðir aðallega ætlaðar starfsmönnum Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar, en hafnaði heimild til byggingar á 5 einstaklingsherbergjum til við- bótar þar sem herbergin væru einungis 18 ferm. og því innan þeirra marka sem flokkast undir minnstu einstaklings- íbúðir. Miðað við aðstæður, og þrátt fyrir gífurlega vinnu við að vinna málinu fararheill mátti sæmilega vel við una, en jafn- framt farið af stað með könnun á hugsanlegri breytingu á fyrirhugaðri byggingu svo sækja mætti um tvær íbúðir í stað herbergjanna, enda rýmdist sú breyting innan þess skipulags sem fyrirhugað var innan hússins. Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist í framhaldi samtals við stjórnarformann Húsnæðis- stofnunar, að stofnunin hafi á fundi sínum fyrra fimmtudag samþykkt tvær íbúðir til við- bótar þeim tíu sem áður höfðu verið samþykktar í starfs- mannabústaðnum sem rísa mun við Sólhlíð. Málið er í höfn og má búast við að framkvæmdir hefjist fljótlega á næsta ári og fram- kvæmdum verði lokið á árinu 1990. Aðrar íbúðabyggingar Það má teljast mikil framsýni sem kemur fram hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar að ætla sér að auka íbúðarhúsnæði í Vestmannaeyjum með frum- kvæði og tilstuðlan bæjar- stjórnar um 70 íbúðir eða nærri 5% aukning á heildarframboði húsnæðis á einu kjörtímabili. I dag eða á miðju kjörtíma- bili eru í byggingu eða byggðar 27 íbúðir á vegum Vestmanna- eyjabæjar eða að tilstuðlan. Á næsta ári verður hafin bygging enn fleiri verka- mannabústaða og starfsmanna- íbúðir Sjúkrahúss munu rísa, því er margt sem bendir til þess að markmið núverandi meiri- hluta bæjarstjórnar, um stór- aukið íbúðaframboð muni takast. Þorbjörn Pálsson HVALAMALIÐ Um árabil hafa Grænfriðungar lagt okkur í einelti vegna hvalveiða okkar í vísindaskyni. Feim hefur tekist allvel upp síðustu vikurnar. Tekist að fá eitt stór- fyrirtæki í Fýskalandi til að hætta að kaupa af okkur lagmeti og annað stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hefur tímabundið hætt viðskiptum við annan af tveim aðal- útflytjenda okkar á þann inarkað. Einnig hefur þeim tekist að fá skólayfirvöld í Boston til að hætta að nota íslenskan fisk í skólamötuneytum. Allt eru þetta illar fréttir en við meguni þó ekki glata sálarró okkar. Við verðum að vega og meta málin frá öllum hliðum og alls ekki rasa um ráð fram. Meiri hagsmuni fyrir minni Ýmsir halda því fram, að nú- verandi hvalveiðar í vísinda- skyni, þar sem aðeins er Ieyft að veiða mjög fáa hvali árlega, skipti okkur efnahagslega litlu máli og því beri að leggja þær af til að forðast frekari óþægindi. Fórna beri minni hagsmunum fyrir meiri, eins og það er orðað. Svo einfalt er málið alls ekki. Hvalir og selir eru stærstu keppinautar okkar um af- rakstur hafsvæðanna kringum landið. Við vitum ekki ná- kvæmlega hve mikið þessar skepnur éta árlega en við vitum þó að það skiptir milljónum tonna af svifi, loðnu, síld og fiskseiðum. Og sumar hval- tegundir og selir éta bolfisk. Norðmenn hafa rannsakað þetta mun meira en við. Þeir hafa komist að þeirri niður- stöðu að hvalir í Barentshafi éti álíka mikið af loðnu og sem nemur loðnuveiðum allra þjóða samanlagt á hafsvæðinu. M.ö.o. vegna hvalsins eru loðnukvótar aðeins helmingur þess sem þeir gætu annars verið. Norskir vísindamenn hafa einnig fært rök fyrirþví, að tvöfalda mætti afrakstur þorsk-. stofna þar í landi ef sjávar- spendýr væru ekki til staðar. M.ö.o. að sjávarspendýrin taki jafnmikinn toll af þorskstofn- inum og menn. Inn í það dæmi eru auðvitað tekin, ásamt fjöldamörgu öðru, áhrifin af loðnuáti hvalanna, en loðna er, eins og allir vita, stór liður í fæðuöflun þorsksins. Auðvitað leggur enginn til að sjávarspendýrum verði útrýmt, fjarri því, en þetta sýnir hve sjávarspendýr eru mikill keppinautur manna um hag- nýtingu lífkerfis hafsvæðanna. Auðvitað getum við ekki beint yfirfært rannsóknir Norðmanna á okkar umhverfi. Áhrif sjávarspendýra gætu verið eitthvað minni hér við land, en þau gætu allt eins verið meiri. Það vantar að rannsaka það betur. Ég tel þýðingarmikið að við nýtum þá auðlind sem skyn- samlega reknar hvalveiðar geta verið. En ég tel enn þýðingar- meira að koma í veg fyrir of- tjölgun sjávarspendýra í fram- tíðinni. Það mundi minnka aflamöguleika okkar sjálfra Framhald á 3. síðu Mikil breyting og aukið öryggi í rekstri Fjarhitunar Vestmannaeyja Mikil breyting hefur orðið á rekstri Fjarhitunar Vestmanna- eyja á þessu kjörtímabili. Strax mánuði eftir meirihlutaskiptin var farió að kanna hver fram- tíðarorka veitunnar yrði, jafn- framt því, sem undirbúin voru kaup á olíukatli til aukinnar varaorku-framleiðslu. Hraunið hefur farið kólnandi og nú er nýbúið að setja upp geysiöflugan rafskautaketii, sem anna mun allri orkuþörf hitaveitunnar í náinni framtíð. Eins og er framleiðir raf- skautaketillinn einungis xh af framleiðslugetu sinni, þar sem raforkuflutningurinn frá Búr- fellsvirkjun er ekki burðugri eins og er. Framleiðslugeta ketilsins er um 20 megawött en þörf hitaveitunnar er eftir tíðarfari, áætluð um 11 til 13 megawött þegar kaldast er og fer niður í 7 til 9 megawött, í tíðarfari seinustu daga. Óvídunandi seinkun á uppgjöri staðgreiðslu útsvars Uppgjör í sjónmáli Bæjarráð Vestmannaeyja hefur lýst yfir óánægju sinni með að uppgjör á staðgreiðslu vegna útsvars skuli enn ekki hafa farið fram og að ekkert skuli liggja fyrir hvenær slíkt uppgjör verður. Þá segir einnig: ,,Slík frestun þrengir mjög möguleika sveitarfélagsins til að standa við fjárskuldbind- ingar sínar”. Fram að þessu hefur Vestmannaeyjabær fengið mánaðarlegar greiðslur, sem á engan hátt taka mið af þeint útsvarsgreiðslum sem bæjarbúar greiða, heldur er reiknuð út meðaltalstala sveitarfélaga, miðað við árið á undan. Heyrst hefur að óðum styttist í að uppgjör fari fram og er það von manna að Vestmannaeyja- bær eigi inni umtalsverðar upp- hæðir. Dráttur á uppgjörinu hefur óneitanlega leitt til þess, að Bæjarsjóður Vestmannaeyja hefur staðið ver á hlaupa- reikningi og með lausafjár- stöðu, en ástæða hefur verið til, og er slíkt óviðunandi, svo ekki sé meira sagt. Breytinga er að vænta og mun uppgjör fara fram reglu- lega, eftir því sem greiðslur útsvars berast í framtíðinni, þar sem byrjunarerfiðleikar vegna staðgreiðslukerfisins, eru að mestu afstaðnir. GÞBÓ 2. TÖLUBLAÐ VESTMANNAEYJUM, 3. NÓVEMBER 1988 41. ÁRGANGUR

x

Brautin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.