Brautin - 17.11.1988, Síða 1

Brautin - 17.11.1988, Síða 1
Umhverfi okkar allra — Hvert stefnum við? — Hvað viljum við? Brottfluttir Eyjamenn er heimsótt hafa Eyjarnar undanfarin misseri hafa lýst ánægju með það átak og vakningu, sem átt hefur sér stað í umhverfismálum hér í Vestmannaeyjum á umliðnum árum. En betur má ef duga skal, ef við ætlum okkur að halda uppi menningarlegu og fögru mannlífi hér í Eyjum um ókomin ár, þá verðum við að sinna um- hverfis- og fegrunarmálum enn betur en gert hefur verið og snúa virkilega upp í stórsókn. Uppgræðsla — skógræktarátak Við verðum að halda áfram uppgræðslu með skipulögðum og markvissum hætti, til að fyrirbyggja enn frekari gróður- eyðingu og landbrot, sem því miður hefur gætt á þó nokkrum stöðum á Eyjunni, og þá sér- staklega til fjalla. Huga þarf að uppgræðslu svæða, vikursvæða, er liggja víða næst húsabyggð t.d. svæðið sunnan Hraun- hamarsvegar og austan. Skógræktarátak er fyrir- hugað í samvinnu við Skógrækt ríkisins, átak sem orðið hefur að bíða alltof lengi en er nú fyrirhugað samfara ráðningu garðyrkjustjóra til Vestmanna- eyjabæjar og eru það mjög gleðileg tíðindi. Fólkvangur — útivistarsvæði Á vegum bæjarstjórnar starfar nefnd er hefur það verkefni að skipuleggja fram- tíðar útivistar- og íþróttasvæði í samráði við íþróttafélögin og golfklúbbinn. Allt skipulag íþróttasvæða Týs og Þórs, svo og hugmyndir um stækkun golfvallarins hefur komið til umfjöllunar nefndar- innar, ásamt hugmyndum um nýtingu Herjólfsdals sem úti- vistarsvæðis er taki aðalmið af landslagi dalsins í núverandi mynd og að mannvirki falli sem eðlilegast inn í þá mynd. Vinnu þessarar nefndar mun væntanlega ljúka snemma á næsta ári með því að nefndin skilar af sér fullhönnuðu úti- vistarsvæði framtíðarinnar, þar sem við gætum haft góða að- stöðu til útivistar sem byði íbúum og ferðamönnum upp á notalega og góða aðstöðu til útivistar og íþrótta hverskonar. Garðyrkju- og umhverfis- ráðunautur Nýráðinn garðyrkjustjóri mun verða okkar garðyrkju- og umhverfisráðunautur og stjórna umhverfis- og fegrunarmálum í Vestmanna- eyjum í umboði bæjarstjórnar og að endingu vil ég segja þetta: Við erum ekki sammála um beitarþolið eða ágengni sauð- kindarinnar á Eyjunni okkar, en tillaga garðyrkjustjóra hefur þó lyft okkur upp í skamm- deginu og vakið okkur til um- hugsunar um umhverfi okkar og hvert við ætlum að stefna. Þorbjörn Pálsson Verka- manna- bústaðir Á árinu fékk stjórn verka- mannabústaða í framhaldi af stefnumörkun bæjarstjórnar heimild til byggingar 9 íbúða. Á því fyrra eða 1987 voru íbúðirnar 12 og var gengið til samninga um byggingu 6 íbúða í raðhúsum og hinsvegar 6 þriggja herbergja íbúða í fjöl- býlishúsinu að Áshamri 69. Ákveðið var að ganga til samninga í ár um byggingu annars raðhúss með 6 íbúðum, svo og að kaupa 3 íbúðir sem voru í byggingu að Áshamri 69. Framkvæmdir eru nú hafnar við seinna raðhúsið en það fyrra mun verða tekið í notkun fyrir áramót, jafnt og íbúðirnar 9 að Áshamri 69. Verkamannabústaðaíbúðirnar í raðhúsinu. Glæsilegt, ekki satt'.' Miklar framkvæmdir hafa verið á vegum bæjarins á þessu ári. Meðal annars sem unnið hefur verið að, er bygging íbúða fyrir aldraða og hafa tvö af þremur húsum, sem eru með 4 íbúðum hvert, verið tekin nú þegar í notkun, og það þriðja tilbúið fljótlega á nýju ári. Þá hafa verið byggðar 15 íbúðir í Verkamannabústöð- um, sem allar eiga að afhendast á þessu ári og eru sex þeirra í raðhúsi og níu í fjölbýlishúsi. Byggingaframkvæmdir eru hafnar við byggingu sex íbúða raðhúss til viðbótar. íbúðir aldraðra í raðhúsunum þrem, sem tekin eru í notkun, til viðbótar við tvö önnur hús. Heimsending matar Eað hefur vakið almenna kátínu innan heilbrigðisgeirans í Eyjum, hinn nýuppkomni ágreiningur á milli nokkurra fulltrúa sjálfstæðismanna og annarra bæjarstjórnarmanna, um það hver eigi hugmyndina Sovéskir lista- menn í heimsókn í seinustu viku voru lista- menn frá Sovétlýðveldinu Kírgízíu í heimsókn hér í Vestmannaeyjum og komu þeir fram í Bæjarleikhúsinu. Dagskráin var fjölbreytt og greinilegt að hér voru stórkost- legir listamenn á ferð. Leikið var á forn hljóðfæri, dansar voru sýndir, farið var með kvæði og síðast en ekki síst sungu stórkostlegir óperu- söngvarar fjölmörg lög. Eað er alveg ljóst að Vest- mannaeyingar hafa ekki gert sér grein fyrir þeim mikla list- viðburði sem boðið var uppá og er það slæmt. Margir hafa borið því við að dagskráratriði hafi verið illa auglýst og því hafi þeir ekki áttað sig á hvað í boði væri. Það má vel vera og sem dæmi mætti undirritaður svona fyrir siða sakir og sá svo sannarlega ekki eftir því. V'onandi fáum við heimsókn fljótlega frá jafn stórkostlegum listamönnum, sem fá væntan- lega betri kynningu. GÞBÓ að heimsendingu matar til eldra fólks. Þjónustuhópur aldraðra hefur á undanförnum árum unnið markvisst að úttekt á högum aldraðra í Eyjum og þar komu fram óskir hjá nokkrum aðilum um slíka þjónustu og í framhaldi þess hefur þjónustuhópur aldraðra lagt til að kannaðir verði möguleikar á að taka upp slíka þjónustu. Ákveðinn bæjarfulltrúi skrifaði grein um efnið um svipað leyti, en hafði samt enga tillögu flutt um málið. í mál- efnafátækt sinni vilja íhalds- menn eigna sér hugmyndina. Gjalddögum fasteignagjalda fjölgað í eilefu Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti tillögu meirihlutans um að fjölga gjalddögum fast- eignagjalda úr fimm í ellefu og veita þeim sem staðgreiða gjöldin tíu prósent afslátt. Er þetta gert fyrst og fremst til þess að fólk eigi auðveldara með að greiða gjöldin og að greiðslurnar dreifist jafnar á árið. Samanburðartafla Verulega athygli hefur vakið tafla sú sem Brautin birti, þar sem gerður var samanburður á milli kaupstaða hvað varðar tekjur og gjöld ásamt ráðstöfun tekna. Það er sama hvernig litið er á töfluna, rekstur bæjarsjóðs að teknu tilliti til hógværrar tekjuöflunar er með því hag- stæðasta sem þekkist og fram- kvæmdir hlutfallslega miklar. Sem sagt: Fyrirmyndar- rekstur á Vestmannaeyjabæ. 3. TÖLUBLAÐ VESTMANNAEYJUM, 17. NOVEMBER 1988 41. ARGANGUR

x

Brautin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.