Brautin - 01.05.1998, Blaðsíða 1

Brautin - 01.05.1998, Blaðsíða 1
Bokasafn Vestmannaeyja Safiiahúsið, 900 Vestmanneyjar - sími 481-1184 1. tölublað Vestmannaeyjum 1. maí 1998 51. árgangur Sameiginlegt afl til bæjar- stjórnarkosninga í vor Veistþú? \ I I .... að árlega er lagður á sérstakur 10 milljón króna skattur á I bæjarbúa, sem ber heitið, Holræsagjald. Ihaldið sagði skattinn I lagðan á vegna fyrirhugaðs stórátaks í hoiræsa- og fráveitu- málum. Engar átaksframkvæmdir hafa enn séð dagsins ljós. Samtals nemur þessi skattur, að meðtöldu þessu ári, 40 milljón krónum, frá því hann var fyrst lagður á og hefur allur farið í almennan rekstur hjá bænum. .... að um árabil hefur nefnd verið að stöfum við að koma með tillögur um vandræðabarnið sorpeyðingaskattinn, sem engin sátt er um. Engar tillögur hafa enn komið fram, sem lappað | geta upp á ósköpin. | I .... að bæjarbúar greiða árlega um 70 milljón krónur fyrir I úrgangslosunina, að meðtöldu Holræsagjaldinu og er þá kost- I naður vegna brotajárns, einnotaumbúðir, hirðingu frá fyrirtækjum ekki meðtalin. ' .... að íhaldið hefur hækkað fasteignatengda skatta yfir 230 milljón krónur í stjórnartíð sinni, en það myndi duga fyrir Sorpu og rúmlega það, eða fyrir rúmlega tveimur Sorpum miðað kostnaðaráætlunina sem lögð var til grundvallar, þegar samþykkt var að byggja Sorpu. I .... hvers vegna ársreikningar bæjarins hafa ekki enn verið | lagðir fram. Fyrir kosningarnar 1990 voru reikningarnir | lagðir fram 22. mars og fyrir kosningarnar 1994 voru þeir I lagðir fram 21. mars. I_____________________________________I Yndislega eyjan mín ó hve þú ert morgunfögur Það er ekki að ástæðulausu sem fólk úr verkalýðsbaráttu gengur til liðs við pólitískt afl sem kennir sig við félagshyggju og jafnaðarmennsku. Við sem höfum starfað lengi innan sam- taka launafólks höfum vanist því að hamra á mikilvægi ákveðinna gilda á borð við jöfnuð, lýðræði og samstöðu. Allt okkar starf byggir á því að efla þessa þætti og við værum ekki til ef ekki væri vegna samstöðunnar. Verkalýðshreyfingin hefur gengt mjög mikilvægu hlutverki í mótun íslensks samfélags frá því fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð um síðustu aldamót. Auk þess að standa vörð um hagsmuni launafólks og sækja fram til nýrra sigra á þeim vettvangi hefur hún átt stærstan þátt í að skapa það velferðar- kerfi sem flestir telja nú sjálf- sagðan hlut. Jafn réttur til náms og heilbrigðisþjónustu hefur ekki alltaf þótt sjálfsagður hlutur og þykir reyndar ekki af öllum í dag. Haft er eftir írska stjórnmála- manninum de Valera sem uppi var fyrr á öldinni að Islendingar ættu ekki nema einn hættulegan óvin, sundurlyndið. En sá óvinur gæti líka verið hættulegri sjálf- stæði þjóðarinnar en allir and- stæðingar hennar til samans. Þórarinn Þórarinsson fyrrveran- di alþingismaður og ritstjóri 1. maí Ágætu Vestmanneyingar, ég vil nota þetta tækifæri til þess að óska verkafólki í Vestmanna- eyjum til hamingju með 1. maí, hátíðardag verkalýðsins, og von- ast til þess að fólk fái notið þessa dags eins og kostur er. Framundan eru einhverjar mikilvægustu kosningar í sögu Vestmannaeyja, enda munu þær ráða úrslitum um það hverjir fari með ferðina við stjórn bæjarins næstu fjögur árin og leiða Vestmannaeyjar inn í nýja öld. Mikilvægi þessara kosninga birtist okkur hvað skýrast í þeirri staðreynd að landsbyggð- in hefur átt undir högg að sækja í baráttunni við höfuðborgar- svæðið undanfarin ár í kapp- hlaupi um fólk og búsetu þess og því nauðsynlegt að á slíkum tímum veljist til forystu fyrir bæjarfélagið fólk; sem er tilbúið til að takast á við þau brýnu verkefni sem framundan eru á grunni nýrra hugmynda um upp- byggingu samfélagsins, og jafn- framt hafi til að bera þann kjark sem til þarf svo hrinda megi þeim í framkvæmd. skilgreindi eitt sinn í ræðu rætur sundurlyndis með þeim orðum að menn kynnu ekki að vinna saman. Menn „meta eigin hag svo mikils”, sagði Þórarinn, „að þeir geta ekki tekið réttlátt tillit til annarra og af því rísa deil- umar.” Að dómi Þórarins Þór- arinssonar var það öðru fremur eigingirni og tillitsleysi til annarra sem skapaði sundur- lyndi í þjóðfélaginu. Þetta held ég að séu orð að sönnu því ein- hversstaðar stendur sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér. Þeir flokkar sem kenna sig við jafnaðarmennsku og félags- hyggju auk óháðra borgara hafa sameinast til að koma málstað okkar á framfæri. Þar hafa verið lögð niður öll fyrri landamæri Undanfarin átta ár, eða á valdatíma Sjálfstæðisflokksins, hefur íbúum í Vestmannaeyjum fækkað talsvert umfram meðal- talsfækkun á landsbyggðinni. Það er engin augljós skýring á því hvers vegna fækkunin hefur verið hlutfallslega meiri i Vest- mannaeyjum en annarsstaðar, en á hinn bóginn komast menn ekki hjá því að velta því fyrir sér hvað bæjaryfirvöld á staðnum hafi gert til þess að sporna við þessari þróun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á valdatíma sínum rekið þá stefnu, og verið henni trúr, að bæjar- félagið eigi helst ekki að taka þátt í neinni uppbyggingu í bænum. Það hefur jaðrað við trúarbrögð hvernig sú stefna hefur verið keyrð áfram að öll uppbygging og nýsköpun í sam- félaginu eigi fyrst og fremst að hvíla á herðum einkaaðila. Þessi stefna flokksins hefur einfald- lega ekki gengið upp, því að sveitarfélögin eru í samkeppni um að fá til sín fólk, og þeir sem taka ekki þátt í þessari sam- Framhald á 2. síðu milli þessara fylkinga. Ég er sannfærð að tími okkar er að renna upp. Við sáum fyrir okkur augljósan hag með stofnun Bæjarmálafélags Vestmanna- eyjalistans sem ætlar að vinna sameiginlega til að ná meirihluta hér í Vestmannaeyjum þann 23. maí n.k. Mikilvægt er að sam- stíga göngum við fordómalaust til að efla hreyfingu okkar. Takist okkur ekki nú að treysta með okkur samstöðu og efla samtakamátt þá mun fjara undan okkur og samtökum okkar og það fyrr en síðar. Og þar er ég að tala um öll félög og samtök stór og smá. Það er lífsnauðsyn að við gerum okkur öll grein fyrir þessu. Við eigum að bera höfuðið hátt og horfa fram á veginn. Einmitt þess vegna er mjög brýnt að við finnum sameiginlegan takt - setjum X við V-ið þann 23. maí n.k. Þorgerður Jóhannsdóttir Höfundur skipar 1. sœtið á Vestmannaeyjalistanum í komandi kosningum. Það var glampandi sól og sléttur sjór, útsýnið upp á land kristaltært s.l. sunnudagsmorgun er ég fór ásamt manni mínum í ökuferð um eyjuna okkar fal- legu. Það var fjöldi fólks á göngu vítt og breitt og var okk- ur bent á það af hressu göngu- fólki að drífa okkur heim með bílinn og taka þátt í heilsubót- inni. Einhvem vegin lá ekki þannig á okkur að við tækjum áskoruninni. Til þess að réttlæta bíltú-inn var ákveðið að fara aðeins á þær slóðir sem gjaman er farið með ferðamenn sem hingað koma. Við keyrðum því sem leið lá upp á Eldfell og stoppuðum þar til þess að dáðst að útsýninu. Nátttúruperlan Heimaey skartaði sínu fegursta, þ.e.a.s. því sem manneskjunni hafði ekki tekist að kmkka í. Að horfa í átt að spröngunni var sorglegt, ryðgaður tankur er það sem fyrir augun bar. Finnist ekkert við þennan tank að gera væri það hið mesta þarfaverk að fjarlægja hann. Annað sem stakk í augun frá veginum uppi á Eldfelli er draslið og dótið norðaustan við Sorpu. Það ætti ekki að vera stórmál annaðhvort að dýpka svæðið sem þarna er eða færa dótið vestar þannig að ryðgað drasl verði ekki það sem ferðamenn og við sjálf tökum eftir fyrst. Heldur hin fallega náttúra eyjanna. Perlan okkar sem við stolt af ættum að nota til atvinnusköpunar í ferðaman- naiðnaði okkur til hagsældar og ferðamönnum til gleði. Hraun- hitaveitan var stórmerkilegt framtak og sýndi framsýni og dugnað eyjamanna. Hvar em minjarnar um hana nú? Áfram var ekið um hraunið og að útsýnispalli norðan til. Pallur þessi er að mínu mati til fyrirmyndar. Þar sem smekklega hlaðinn grjótgarður afmarkar pallinn. Á hellulögðu svæði hefur verið komið fyrir bekkjum með borðum, þar sem hægt er að hvfla sig, borða nesti og hríf- ast af náttúrunni. Það sem er það jákvæðaðsta við þennan stað eru skilti með myndum af alls konar fuglum sem eiga sér samastað í klettunum okkar og ýmsar upplýsingar um þá. Um eyjuna eru aðrir svona staðir, en okkar vantar fleiri og margt þarf að merkja. Sem dæmi má nefna krossinn uppi á nýjahrauni, fyrir hvað stendur hann? Flestir ferðamenn halda að hann sé reistur til minningar um einhverja látna. Svarið er hvergi að finna á staðnum. Ferðamál eru vaxandi at- vinnugrein í heiminum í dag og við verðum að nýta þann möguleika betur sem í þeim geira felst. Ferðamál eru sam- ofin umhverfismálum og þar verðum við að taka til hendinni. Ég hvet Vestmannaeyinga til þess að skoða eyjuna okkar með gagnrýnum augum ferðamanns- ins og reyna þannig að átta sig á því hverju við þurfum að breyta og hvað við þurfum að bæta til þess að laða hingað að innlenda sem erlenda ferðamenn, það skapar jú atvinnu. Vestmannaeyjalistinn hefur það á stefnuskrá sinni að lyfta grettistaki í umhverfis- og ferða- málum og það strax eftir kosn- ingar, fái hann til þess umboð meirihluta kjósenda í Vest- mannaeyjum. Setjum því X við V í komandi kosningum vaxandi atvinnu- og ferðamálum til heilla. Guðrún Erlingsdóttir 3. maður á Vestmannaeyjalistanum. kveðja

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.