Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Side 6
6 27. desember 2019FRÉTTIR SPURNING ÁRSINS: HVAÐ ER EFTIRMINNILEGAST? S íðasta spurning ársins hlýtur óhjákvæmilega að vera: hvað staðið hefur upp úr á árinu sem er að líða. Þessi höfðu sitt um það að segja. Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari. „Það verður að vera fyrsta utanlandsferðin mín með foreldrum og systkinum til Riga í tilefni 70 ára afmælis mömmu.“ Valgeir Sigurjónsson flugmaður „Það sem olli svona helstu fjaðrafoki á þessu ári var nú að mínu mati þegar fjölbleikt flugfélag lokaði dyrunum og óvissan tók við.“ Ívar Örn Sverrisson, leikari og framleiðandi „Klárlega það að Grete Thunberg hristi upp í okkur. Við verðum að breyta því hvernig við hugsum um umhverfið og að það þurfi að hugsa fyrir komandi kynslóðum. Við viljum ekki lengur stranga foreldra sem leiðtoga heldur óeigingjarnt fólk með góða tilfinningagreind.“ Hildur Guðmundsdóttir „Vikuferð til Delí á Indlandi í sumar var góð áminning um hve heppin við Íslendingar erum. Það er alltaf jafn magnað að komið sé verr fram við fólk en dýr. Annars var mitt persónulega ár dásamlegt. Samverustundir með fjölskyldunnni, fæðing lítillar bróðurdóttur, utanlandsferðir með vinum og almenn skemmtilegheit.“ Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri Borgarleik- hússins „Eftirminnilegast á árinu var að sjá dáðasta knattspyrnumann Garðabæjar hreinlega taka yfir sjónvarpsþáttinn „Allir geta dansað“. Þvílíkur dansari!“ Ólöf Helga Guðmundsdóttir lögmaður „Brúðkaups-dagurinn minn er án efa eftirminnilegastur af þessu ári sem og ógleymanleg brúðkaupsferð í Karíbahafið sem fylgdi í kjölfarið.“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari „Ég hætti í fastri vinnu og fór að huga að sjálfri mér. Svo átti ég líka gott sumarfrí með fjölskyldu minni. Nú tek ég bara fagnandi á móti þeim verkefnum sem berast til mín sem „freelance“ ljósmyndari.“ Alma Dögg Garðarsdóttir nemi „Persónulega myndi ég segja fjölskyldufríið til Spánar sem varði í góða fjóra mánuði, en auðvitað var veðrið hér á Íslandi líka æðislegt og þá sérstaklega í sumar.“ Sævar Stormur Þórhallsson lífskúnstner „Þegar ég fékk að klippa á mér hárið.“ Sigga Eyrún Friðriksdóttir söngkona „Vá, svo margt! Ég eignaðist barn, gifti mig og lék líka í rugl skemmtilegri leiksýningu í Tjarnarbíói þar sem ég fann Dragdrottninguna mína.“ Ísafold Salka Búadóttir „Eftirminnilegast var þegar ég stakk mig á marglyttu í sjónum út í Noregi.“ Mynd: Eyþór Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.