Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 80
80 FÓKUS 27. desember 2019 Ár ástarinnar Ástin kviknaði hjá fjölmörgum á árinu – Baltasar fann ástina og Sunneva var tekin inn í Engeyjarættina Þær fréttir bárust á vormánuðum að leikstjórinn Baltasar Kormákur væri byrjaður að slá sér upp með listakonunni Sunnevu Ásu Weisshappel. Talsverður aldursmunur er á turtildúfunum eða 23 ár. Þau geisla saman og mættu til að mynda saman á Evrópsku kvik- myndaverðlaunin í Berlín fyrir stuttu. Baltasar þarf vart að kynna, en hann hefur gert garðinn frægan síðustu ár sem leikstjóri, bæði hér heima og erlend- is. Síðustu verkefni hans eru önnur sería af Ófærð, Hollywood-myndin Adrift og íslenska kvikmyndin Eiðurinn. Listakonan, búningahönnuðurinn og ævintýrastelpan Sunneva Ása Weiss- happel hlaut til að mynda Grímuverðlaun- in árið 2015 fyrir búninga í sýningunni Njálu og hefur starfað mikið erlendis við búningahönnun með leikstjóranum Þorleifi Erni Arnarssyni, en jafn- framt sinnt myndbandagerð og kóreógrafíu fyrir leikhúsverk. Þegar byrjaði að hausta all hressilega var samband áhrifavaldsins vinsæla, Sunnevu Einarsdóttur, og ráð- herrasonarins Benedikts Bjarnasonar opinberað. Benedikt er sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráð- herra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráð- gjafa. Sunneva er með tugi þúsundi fylgjenda á samfé- lagsmiðlum og er í námi. Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir frumsýndi nýjan kærasta í lok sumars. Sá heppni heitir Streat Hoerner og er einnig mikill afreksmaður í crossfit. Eitt hraustasta par heims. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leik- og fjölmiðla- kona, fann ástina í örmum rithöfundarins Bergsveins Birgissonar. Bergsveinn hefur verið búsettur í Noregi um nokkurt skeið og skrifað nokkrar skáldsögur og ljóðabækur. Steinunn Ólína er ein ástsælasta leik- kona landsins og hefur skrifað beitta pistla í Frétta- blaðið. Hún var gift leikaranum Stefáni Karli Stefáns- syni sem lést 21. ágúst 2018 eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. Þau eiga saman fjögur börn. Miðbaugs-Maddaman Catalina Ncogo, sem hefur verið með ann- an fótinn ytra, nánar tiltekið í Amsterdam, fann ástina á árinu og deildi því með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. DV hefur ekki komist að nafni hins heppna en þau íhuga nú barneignir. Þær fréttir bárust í byrjun árs að söngkonan og skemmtikrafturinn Bryndís Ásmundsdóttir væri gengin út, en hún er lands- þekkt sem holdgervingur Tinu Turner í mörgum sýningum í gegn- um árin. Sá lukku- legi er Karl Magnús Gústafsson. Borgarfulltrúinn Vig- dís Hauksdóttir fann ástina í örmum Garðars Kjartanssonar, fyrrver- andi veitingamanns og sölufulltrúa hjá Trausti, þegar aðeins var farið að líða á árið. „Við kynntu- mst í sólinni á Kanarí fyr- ir nokkrum mánuðum,“ sagði Vigdís í samtali við DV um mitt sumar. Síð- an þá hafa turtildúfurnar brallað margt saman og fóru nú síðast á tónleika með Rod Stewart. Sumarástin blossar víða og náðu ástarörvar Amors að hitta þúsundþjalasmiðinn Vilhelm Anton Jónsson, eða Villa Naglbít, og ljósmyndarann Sögu Sig. List- rænt og fallegt par. Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Magnús Orri Schram, fyrrverandi alþingismaður, stað- festu samband sitt í vetur. Þau hafa bæði verið áber- andi í íslensku samfélagi síðastliðin ár. Þórey var að- stoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún var dómsmálaráðherra. Magnús Orri er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Fjölmiðlakonan geðþekka Frið rik a Hjör dís Geirs dótt- ir, betur þekkt sem Rikka, fann ástina í örmum Kára Hallgrímssonar, stjórnanda hjá erlenda bankanum J.P. Morgan. Í kjölfar ástarblossans flutti Rikka út til London til að búa með sínum heittelskaða og hafa þau brallað ýmislegt skemmtilegt saman síðustu mánuði. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnu- sálfræði og fyrrverandi fegurðardrottning, og Reynir Grétarsson, stofnandi og eigandi Creditinfo Group, op- inberuðu samband sitt á samfélagsmiðlum í nóvember en hafa verið saman um nokkurt skeið. „Heppin ég,“ skrifaði Ragnheiður við mynd af parinu þegar að sam- bandið var staðfest. 23 ára aldursmunura Engeyjarættin kallaði Catalina í klóm ástarinnar Grallarar „Heppin ég“ Rikka ástfangin Amor heilsaði Ást og pólitík Bryndís og Karl Hraust og hamingjusöm Fjarást

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.