Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 10. janúar 2008 — 9. tölublað — 8. árgangur skólar & námskeiðFIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 8. janúar - . janúar21 VEÐRIÐ Í DAG Vonar að sem flestir verði með Hafnarfjarðarkaup- staður er 100 ára á árinu. TÍMAMÓT 30 ERNA HRÖNN ÓLAFSDÓTTIR Tekur ekki ofan húfuna Tíska Heilsa Heimili Í MIÐJU BLAÐSINS SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ Fjölbreytt úrval nám- skeiða á vorönn 2008 Sérblað um skóla og námskeið FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Nýr eigandi að Óliver Baldvin Samúels- son hefur keypt skemmtistaðinn Ól- iver af Ragnari Magnússyni. FÓLK 40 Tommy vill kampavín Eðalvagn, forsetasvíta og kampa- vín er á meðal þess sem Tommy Lee fer fram á fyrir heimsókn sína. FÓLK 50 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Erna Hrönn Ólafsdóttir fékk húfu í jólagjöf sem hún hefur ekki tekið ofan síðan. Hún er líka mjög ánægð með grifflur sem hún fékk fyrir að syngja á jólahlaðborði. „Þessa dagana held ég mest upp á húfu sem ég fékk í jólagjöf frá manneskju sem mér þykir ofsalega vænt um,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, söngkona og nemi í táknmáls- og uppeldisfræði iðÉg hef kk við uppeldisfræðina svo þetta er svolítið persónuleg gjöf,“ útskýrir Erna Hrönn. Almennt segist hún hafa mjög einfaldan smekk. „Ég er mikið í einlitu og svörtu og sjaldan í munstruð- um flíkum. Ég nota frekar fylgihluti til að lífga upp á fötin og smelli gjarnan á mig beltum, einhverju á hendurnar eða eyrnalokkum. Margir kannast fl Gjafir sem hittu í mark Erna Hrönn er með einfaldan fatasmekk en notar fylgihluti til að lífga upp á fötin sín. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÝTT ÚTLIT Á NOKKRUM SEKÚNDUM Með sniðugu töskunum frá Michebag má skipta um veski án þess að standa í því að færa allt smádótið á milli. TÍSKA 2 NÝ LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ OG SPA Grand Spa var nýlega opnuð á Grand hóteli. Þar má skella sér í líkamsrækt eða slaka á í heitum potti, gufubaði og nuddi. HEILSA 4 Mikilvægasta máltíð ársins Nýttkortatímabil Opið til 21 ÚRKOMULÍTIÐ - Í dag verður yfirleitt fremur hæg austlæg átt. Skýjað og úrkomulítið en þó hætt við stöku skúrum eða éljum úti við suður- og austurströndina. Hiti ná- lægt frostmarki en heldur mildara með suðurströndinni. VEÐUR 4          VIÐSKIPTI „Stemning á hlutabréfa- markaði stýrir miklu um ákvarð- anir fólks,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, um lækkanir í Kaup- höll Íslands síðustu daga. „Jafn undarlega og það hljómar þá hefur fólk tilhneigingu til að kaupa hluta- bréf þegar verð þeirra er hátt og selja þegar þau lækka.“ Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur ekki verið lægri síðan um miðjan ágúst 2006 og hefur lækkað um 13,44 prósent þessa fimm við- skiptadaga sem að baki eru á nýja árinu. Lækkun hér er í samræmi við lækkanir annars staðar í heim- inum, en áhrifin heldur meiri þar sem fjármálafyrirtæki hafa hér meira vægi í Úrvalsvísitölu Kaup- hallarinnar en annars staðar. „Ég man ekki eftir að hafa áður séð svona mikla lækkun í upphafi árs,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa lækkað frá miðju síðasta ári eftir að vanskil jukust á fast- eignalánamarkaði í Bandaríkjun- um. Í kjölfarið hefur álag aukist á lánsfé og torveldað fjármögnun starfsemi fjármálafyrirtækja. Fjármálasérfræðingar bæði hér og erlendis telja líkur á að seðla- bankar víða um heim muni bregð- ast við ástandinu með lækkun stýrivaxta fyrr en reiknað var með. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, segir að við það myndist svigrúm til lækkunar stýrivaxta hér án þess að dragi úr vaxtamun við útlönd. „Vaxtamunurinn hefur verið þýð- ingarmikið tæki til að styðja við gengi krónunnar og aftra því að hér myndist skriða verðhækkana vegna lækkandi gengis,“ segir hann. - jab/óká / Sjá síður 4 og 22 Vond stemning á markaði og lítið sjálfstraust fjárfesta skýrir lækkun síðustu daga: Svartir dagar í Kauphöll Íslands MARKAÐIR AÐ LOKA Í GÆR Verðbréfamiðlarar í Kaupþingi rýna í tölurnar við lokun markaða síðdegis í gær. Markaðsaðstæður eru bágar víða um heim vegna lausafjárkreppu í kjölfar vandræða með skuldavafninga tengdum undirmálslánum í Bandaríkjun- um. Hér hafa félög lækkað skarpt síðustu vikur og hefur Úrvalsvísitalan ekki verið lægri síðan í ágúst 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LISTASAGA Jónas Freydal hefur dregið til baka 30 listaverk sem hann hugðist gefa Listasafni Háskóla Íslands. Kennir hann þar um algeru áhugaleysi af hálfu safnsins sem hefur ekki svarað erindi hans. Jónas fann nýverið 121 áður óþekkt verk eftir Þorvald Skúla- son í Frakklandi, og þar með í raun týndan kafla í listasög- unni. Í bréfi Auðar Ólafsdóttur safnstjóra kemur fram að stjórn safnsins ætli að taka „veglegt gjafatilboð“ hans til umfjöllunar en þar virðist málið hafa steytt á steini og Jónas ekkert heyrt. Jónas reyndar furðar sig á almennu áhugaleysi hvað listaverkafundinn varðar og telur þjóðina og Þorvald látin gjalda fyrir ávirðingar í sinn garð þrátt fyrir sýknudóm í stóra málverka- fölsunarmálinu. - jbg /sjá síðu 50 Listaverkagjöf afturkölluð: Enginn áhugi á áður óþekktum Þorvaldsverkum JÓNAS FREYDAL Tvö laus sæti Þrír leikmenn munu berjast um síðustu tvö sætin í EM-hópi Al- freðs Gíslasonar. ÍÞRÓTTIR 44 SKOÐANAKÖNNUN 27,6 prósent Reykvíkinga vilja að húsin sem standa við Laugaveg 4 og 6 verði friðuð. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Húsafriðunarnefnd ákvað á fundi sínum á þriðjudag að leggja það til við menntamálaráðherra að þessi tvö hús verði friðuð. Kaupangur, eignarhaldsfélagið sem á húsin, vill hins vegar rífa húsin sem þar standa og reisa í staðinn fjögurra hæða hótel og verslunarhús. Hefja átti niðurrif í síðustu viku. Aðeins fleiri vilja að byggt verði samkvæmt núverandi teikningum en friða húsin, eða 30,9 prósent. Ekki er þó munurinn marktækur milli þessara tveggja hópa. Flestir, eða 41,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku, vilja að reistar verði nýjar byggingar á lóðum Laugavegs 4 og 6, sem taki frekar mið af núverandi götumynd. Konur eru frekar fylgjandi friðun húsanna en karlar. 31,5 prósent kvenna vilja að þau verði friðuð, en 23,8 prósent karla. Ef litið er til stuðnings við stjórnmálaflokka er það stuðn- ingsfólk Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins sem síst vilja að húsin verði friðuð; um fjór- tán prósent sjálfstæðisfólks og átján prósent frjálslyndra. Mestur stuðningur við friðun er meðal Vinstri grænna, um 45 prósent. Hringt var í 600 Reykvíkinga miðvikudaginn 9. janúar og skipt- ust svarendur jafnt eftir kyni. Svarendur voru valdir af handahófi úr þjóðskrá. 79,8 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Spurt var; Hvað telur þú að eigi að gera við húsin að Laugavegi 4 og 6? Svarmöguleikar sem gefnir voru upp voru; a) friða húsin, b) byggja samkvæmt núverandi teikningum, c) byggja samkvæmt nýjum teikn- ingum sem taka betur mið af núverandi götumynd. - ss Þrír af fjórum vilja ný hús 41,5 prósent Reykvíkinga vilja að byggt verði á lóðum Laugavegs 4 og 6 samkvæmt nýjum teikningum. 30,9 prósent vilja að byggt verði samkvæmt núverandi teikningum. 27,6 prósent vilja að húsin verði friðuð. HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ HÚSIN AÐ LAUGAVEGI 4 OG 6? Skv. könnun Fréttablaðsins 9. janúar 2008 Friða húsin Byggja samkvæmt nýjum teikningum Byggja samkvæmt núverandi teikningum 30,9% 27,6% 41,5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.