Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 2
2 10. janúar 2008 FIMMTUDAGUR SÖFN Forsætisráðuneytið segir tímabært að huga að byggingu sérstaks móttökuhúss og gerð bílastæðis við Laxnesssafnið á Gljúfrasteini. Árið 2002, á einnar aldar ártíð Halldórs Laxness, samdi forsætis- ráðuneytið við Auði Laxness, ekkju Nóbelskáldsins, um kaup á íbúðarhúsi þeirra á Gljúfrasteini. Húsið var síðan endurnýjað og þar opnað safn helgað minningu skáldsins í september 2004. Í bréfi Geirs Haarde forsætis- ráðherra til bæjarstjórnar Mos- fellsbæjar er minnt á samning sem þáverandi menntamálaráð- herra hafi gert við bæjaryfirvöld á árinu 2002 um stofnun sérstaks Laxnessseturs. Segir hann það vera ríkjandi sjónarmið að fræða- setrið eigi best heima á Gljúfra- steini í tengslum við safnið. Forsætisráðherra segir brýnt að bæta aðgengi gesta að Laxness- safninu. Bílskúrinn sé notaður sem móttökuhús og bílastæði hafi verið af mjög skornum skammti. Árangurslaust hafi verið reynt að kaupa íbúðarhúsið Jónstótt, sem stendur neðan við Gljúfrastein, til að nota sem móttökuhús. Nú sé verið að ganga frá kaupum á tveggja hektara lóð úr landi Hrað- staða til þess að hægt sé að byggja nýtt hús. Kaupverðið á nýju lóðinni er 22 milljónir króna. Þess utan er áætl- að að bygging hússins kosti 150 milljónir króna og hönnun þess 10 milljónir. Samtals er því um að ræða 182 milljónir fyrir lóð og hús sem bæði er ætlað að þjóna sem móttökuhús fyrir safnið og sem Laxnesssetur. Það á að rísa gegnt Gljúfrasteini en handan Köldu- kvíslar. Göngubrú verður síðan líklegast yfir í garð safnsins. „Gljúfrasteinn er auðvitað bara íbúðarhús og það er mjög mikil þörf fyrir þetta nýja móttökuhús,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, for- stöðumaður Gljúfrasteins, sem kveður um 25 þúsund manns hafa heimsótt Gljúfrastein frá því safn- ið var opnað. Ósk forsætisráðuneytisins um að bæjarfélagið komi að undir- búningi og byggingu nýja hússins er á dagskrá bæjarráðs Mosfells- bæjar í dag. „Það er afskaplega gott mál hvernig staðið hefur verið að þessu safni og hvernig fjölskyldan hefur komið að því í gegnum sína gjöf. Við munum að sjálfsögðu koma að þessari uppbyggingu með einum eða öðrum hætti,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. gar@frettabladid.is Byggja móttökuhús fyrir Laxnesssafnið Forsætisráðuneytið hefur keypt spildu undir nýtt móttökuhús fyrir safn Hall- dórs Laxness á Gljúfrasteini og vill samstarf við Mosfellsbæ um uppbygginguna. Áætlaður kostnaður er 182 milljónir króna. Húsið verður handan Köldukvíslar. GUÐNÝ DÓRA GESTSDÓTTIR Forstöðumaður Gljúfrasteins. GLJÚFRASTEINN Safn til minningar um Nóbelsskáldið hefur verið starfrækt í rúm þrjú ár. Nýtt móttökuhús verður gegnt Gljúfrasteini, handan Köldukvíslar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HJÓNIN Á GLJÚFRASTEINI Auður og Hall- dór Laxness. ÁSTRALÍA 59 ára gamall ástralskur svikahrappur bjó í þrjú ár á áströlskum sjúkrahúsum án þess að kenna sér meins. Honum tókst að gabba starfsmenn 93 heilsu- gæslustöðva til að leggja sig inn. Upp komst um tilgerðina þegar maðurinn sagðist þjást af svima eftir mótorhjólaslys. Þegar læknar skoðuðu hann fundu þeir enga líkamlega áverka á honum eftir slysið. Þetta vakti grun- semdir og þeir spurðust fyrir á öðrum sjúkrahúsum. Maðurinn var ákærður fyrir að svíkja út mat og gistingu á kostnað skattborgara. Hann játaði á sig verknaðinn og er málið nú fyrir dómstólum í Ástralíu. - sgj Ástralskur svikahrappur: Bjó í þrjú ár á sjúkrahúsum NÝ KENNSLUBÓK Í ÍTÖLSKU ÍTALSKA FYRIR ALLA EFTIR PAOLO TURCHI BUON ANNO! D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Skráning á lingva.is eða í s. 561 0315. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Námske ið í ítölsku hjá Málask ólanum Lingva hefjast 22. janú ar. Aðgengileg bók fyrir byrjendur sem lengra komna eftir Paolo Turchi. Þórður, er þetta kannski engin úrvals vísitala? „Úrvalið felst ekki í stundarmati heldur frammistöðu til langs tíma. Fáar hlutabréfavísitölur í heiminum hafa staðið sig betur á síðustu fimm árum eða svo.“ Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands hefur hríðfallið að undanförnu. Þórður Friðjónsson er forstjóri Kauphall- arinnar. JERÚSALEM, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti hóf í gær átta daga ferð sína um Mið-Austurlönd þar sem markmiðið er að liðka fyrir friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínu. Sagði hann þetta „sögulega stund, sögulegt tæki- færi“ en bætti við að hann væri raunsær og gerði sér grein fyrir að erfið vinna væri framundan. Lítið hefur þokast í viðræðun- um frá ráðstefnunni í Annapolis í Bandaríkjunum í nóvember þar sem friðarviðræður hófust á ný eftir sjö ára hlé. Eftir fund með forsætisráðherra Ísraels, í gær sagðist Bush tilbúinn til að beita þrýstingi væri þess þörf. Þrír Palestínumenn fórust í flugskeytaárás Ísraelshers á Gaza í gær. Árásin var sögð svar við flugskeytum sem skotið var frá Gaza á ísraelsku borgina Sderot. Olmert sagði í gær að það yrði „enginn friður“ yrði árásum ekki hætt frá öllum svæðum Palestínu, þar á meðal Gaza sem er undir stjórn Hamas-samtakanna. Olmert talaði þó af bjartsýni um vilja beggja til að vinna að lausn sem feli í sér tvö ríki Ísraels og Palest- ínu. Bush ver fyrstu þremur dögum ferðar sinnar í Jerúsalem og hittir í dag Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. - sdg George W. Bush Bandaríkjaforseti heimsækir Ísrael í fyrsta sinn á forsetatíð sinni: Sögulegt tækifæri segir Bush MÓTMÆLI GEGN BUSH Stuðningsmenn Hamas mótmæltu komu Bush í Gaza- borg í gær. NORDICPHOTOS/AFP MIKILL VIÐBÚNAÐUR Pálína Ásgeirsdóttir, hjúkrunar- fræðingur hjá Alþjóðaráði Rauða krossins í Jerúsalem, segir fólk hætt að kippa sér upp við að erfitt sé að komast um þegar háttsett fólk heimsækir Jerúsalem. „Það er sagt frá þessu í fjölmiðlum og fólk býr sig bara undir það. Ég heyrði í fréttum áðan að sumir verslunareigendur í nágrenni hótels Bush ætli að loka meðan á heimsókninni stendur þar sem tilkynnt hefur verið að á sumum svæðum verði jafnvel gangandi vegfarendur stoppaðir.” VIÐSKIPTI „Íslenski markaðurinn sveiflast niður á við í takt við þróun á alþjóðamörkuðum og er liður í lækkunar- keðju,“ sagði Lars Christiansen, hagfræðingur hjá Danske Bank, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir mikla skuldsetningu íslenskra fyrir- tækja geta valdið meiri vandræðum í niðursveifl- unni sem nú gengur yfir. „Ég hef bent á eignatengsl íslenskra fyrirtækja og einnig mikla skuldsetningu þeirra. Ég tel þessi atriði geta haft áhrif til hins verra í því umhverfi sem nú er á alþjóðamörkuðum þar sem miklar lækkanir eiga sér stað. Þó tel ég að reynsla stjórnenda íslenskra fyrirtækja frá fyrri lækkunar- ferlum geti skipt sköpum. Það verður að halda vel á spilunum,“ sagði Lars Christiansen. - mh Lars Christiansen: Ísland liður í lækkunarkeðju LARS CHRISTIANSEN DÓMSMÁL Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður telur ríkissjóð en ekki Reykjavíkurborg bótaskylt gagnvart eigendum Laugavegar 4-6 verði húsin þar friðuð að tillögu Húsafriðunar- nefndar. „Við höfum ekki skoðað þetta mál ítarlega en bendi á að í lögum um húsafriðun er kveðið á um bótaskyldu ríkisins í þeim tilfellum að einstaklingar verða fyrir tjóni vegna ákvarðana Húsafriðunarnefndar. En það hefur þó aldrei reynt á þetta,“ segir borgarlögmaður. Eigendur Laugavegar 4-6 boða skaðabótakröfu upp á hundruð milljónir króna. Kunnugir segja það munu geta numið 600 Deilan um Laugaveg 4-6: Borgin telur ríkið bótaskylt KRISTBJÖRG STEPHENSEN Vísar í lög um húsafriðun. SLYS Maður á níræðisaldri liggur alvarlega slasaður á Landspítalanum eftir bílveltu í Húna- vatnssýslu í gær. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi varð slysið á þriðja tímanum þegar maðurinn ók jepplingi sínum frá bænum Svertingsstöðum inn á þjóðveg- inn og beygði í norðurátt. Vörubíll sem kom úr suðurátt lenti þá aftan á jepplingnum þannig að hann kastaðist út í móa og valt. Ökumaður vörubílsins og annar maður sem kom að slysinu gerðu lögreglu viðvart og hlúðu að gamla manninum sem hafði slasast alvarlega á höfði og var meðvitundarlaus. Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar norður til að flytja manninn á sjúkrahús í Reykjavík. Að sögn læknis á Landspítalanum í Fossvogi í gærkvöldi var manninum haldið sofandi í öndunar- vél á gjörgæsludeild og líðan hans eftir atvikum. Mjög mikil hálka var í gær þar sem slysið varð. Ökumaður jepplingsins var gestkomandi á Svert- ingstöðum. - gar Maður á níræðisaldri slasaðist alvarlega eftir að aka jepplingi í veg fyrir vörubíl: Á gjörgæslu með höfuðáverka FLUTTUR SUÐUR Flogið var með mann á níræðisaldri að Land- spítalanum í Fossvogi eftir bílveltu á Hrútafjarðarhálsi. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Nýjungar í atvinnulífi Atvinnumálanefnd Skagfjarðar hefur samþykkt að taka þátt í undirbúningi að stofnun félags um sameindarækt- un. Þá hefur nefndin rætt næstu skref varðandi uppbyggingu koltrefjaverk- smiðju í Skagafirði. SKAGAFJÖRÐUR Árekstur á Höfn Tveir bílar rákust saman á mótum Hafnarbrautar og Kirkjubrautar á Höfn í Hornafirði klukkan tvö í gær. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmd- ust nokkuð. Hálka er talin ástæða árekstursins. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.