Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 10
 10. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t Perlan Ein magnaðasta bygging Reykjavíkur á daginn. Eitt besta veitingahúsið á kvöldin. 4. janúar - 28. febrúar 4ra rétta seðill PARMASKINKA PROSCIUTTO með strengjabaunasalati, balsamic hlaupi og rjóma–jarðsveppaosti HUMARSÚPA rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum KJÚKLINGABRINGA hunangskryddhjúpuð með gljáðu rótargrænmeti, spínati og sítrónusósu eða ANDARBRINGA . appelsínumarineruð með appelsínusósu eða NAUTALUND . grilluð með hvítlauksristuðu spínati, sperglum og Béarnaise-sósu SÚKKULAÐIFRAUÐ með ferskum ávöxtum í nouggat-froðu Verð frá 3.990 kr. Gjafabréf Perlu nnar Góð tækifæri sgjöf! LÖGREGLUMÁL „Þetta er í almenn- ingsklefunum og við erum með auglýsingar niðri í klefum þar sem fólk er beðið að læsa skápun- um og fylgjast vel með,“ segir Björn Leifsson, framkvæmda- stjóri World Class, um þjófnaði úr skápum í búningsklefum heilsu- ræktarstöðvarinnar Lauga í Laug- ardal. „Það er búið að stela einu og einu veski,“ segir Björn og hefur þetta staðið yfir á annan mánuð. „Einhverjir krimmar þarna eru að fylgjast með og sæta lagi en það er voðalega erfitt að gera nokkuð. Það er ekki leyfilegt að setja upp myndavél en ef þetta hættir ekki er það eina ráðið.“ Um fyrri sambærileg atvik segir Björn að á sínum tíma hafi verið stolið úr skápum í baðstofu- klefum Lauga. „Það var ákveðið mynstur á því svo við settum upp eina myndavél og mynduðum fjóra skápa, settum upp gildru fyrir þjófinn. Við tókum svo niður myndavélina þegar þjófnum var náð og var hann kærður til lög- reglu.“ Hann segir ekkert munst- ur vera á þjófnuðum nú enda sé um mjög margt fólk og 460 skápa að ræða. Hann segir þjófnaðina eiga sér stað hvort sem búnings- klefarnir eru fullir af fólki eða ekki og hvetur hann viðskiptavini til að nota góða lása og fylgjast vel með. - ovd Viðskiptavinir World Class í Laugum hvattir til að nota lása og fylgjast vel með: Veskjaþjófar á ferð í Laugum FRÁ LAUGUM Í LAUGARDAL Veskjum stolið úr búningsklefum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hafnfirskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að ráð- ast að öðrum manni með strau- bolta og fleiri bareflum og stór- skaða hann. Maðurinn sem ráðist var á var staddur í íbúð vinar síns þegar árásarmanninn bar þar að garði, ásamt tveim öðrum mönnum. Árás- armaðurinn var þá með barefli meðferðis, sem hann sló fórnar- lambið með þannig að það rotaðist. Árásarmaðurinn gekk áfram í skrokk á manninum og sló hann ítrekað í höfuð og líkama með straubolta og fleiri hlutum, eins og segir í ákæru. Maðurinn sem ráðist var á hlaut mar á heila, heilahrist- ing og tvo skurði á höfuð. Þrjár tennur brotnuðu, sex losnuðu og maðurinn var bólginn og marinn. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að árásin hafi verið ofsafengin og hending ein hafi ráðið því að hún hafi ekki leitt til varanlegra líkam- skumla. Árásarmaðurinn hélt því fram að tilefni hennar hefði verið það, að fórnarlambið hefði stuðlað að því að systir hans ánetjaðist fíkniefnum. Árásarmaðurinn, sem á brotafer- il að baki, var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambinu rúm- lega 300 þúsund krónur í skaðabæt- ur, auk málskostnaðar. - jss GRAFARHOLT Árásin átti sér stað í mars 2006 í íbúð í Grafarholti. Myndin er úr safni. Karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í tíu mánaða fangelsi: Slasaði mann með straubolta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.