Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 18
18 10. janúar 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Magn af kartöflum sem Íslendingar neyta að meðal- tali á ári. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 53 ,9 K G 65 ,2 K G 66 ,4 K G 50 ,2 K G 39 ,2 K G 1960 1970 1980 1990 2000 Bræðurnir Þröstur Jón og Ingi Páll Sigurðssynir hafa yfirtekið rekst- urinn á Sporthúsinu af ISF, Iceland Spa & Fitness, og munu reka stöð- ina áfram undir heitinu Sporthúsið. Þröstur Jón segir að breytingin komi ekki niður á viðskiptavinum. Þeir geti notað kortin sín eftir sem áður bæði í Sporthúsinu og hjá stöðvum ISF en nýir viðskiptavinir geti það ekki. „Við munum slíta reksturinn frá ISF þannig að þessi stöð verði alveg sjálfstæð. Svo ætlum við að horfa fram í tímann, stokka upp og gera breytingar.“ Aðrar breytingar á hjá líkams- ræktarstöðvum nú eru að Hreyfing og World hafa opnað í nýju hús- næði. Þá hafa nýjar stöðvar tekið til starfa, til dæmis H10 í Kórahverfi í Kópavogi. - ghs Bræður taka yfir rekstur Sporthússins í Kópavogi: Kortin gilda áfram BRÆÐUR TAKA YFIR Þröstur Jón Sig- urðsson og bróðir hans Ingi Páll hafa nú tekið yfir rekstur Sporthússins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Starfsmenntasjóðir stétt- arfélaga styrkja námskeið félagsmanna um allt að þrjá fjórðu af námskeiðsgjaldi. Reglurnar eru þó misjafnar. Félagsmenn verða yfirleitt að skila inn kvittun og vott- orði um að nám hafi verið stundað. Algengt er að starfsmenntasjóðir stéttarfélaganna styrki endur- menntun og tómstundanámskeið um helming til sjötíu og fimm pró- sent af námskeiðsgjaldi. Þetta er þó misjafnt eftir félögum og nám- skeiðum. Mismunandi er hvort fyrirtæki styrkja nám og endur- menntun starfsmanna sinna til viðbótar. Allir starfsmenn þurfa að skila inn kvittun fyrir útlögðum kostn- aði og vottorði um námsframvindu eða að námið sé stundað. Sjóðirnir styrkja yfirleitt betur starfstengt nám en tómstundanám. Misjafnt er hve lengi menn hafa þurft að borga í sjóðinn. Hjá VR verða félagsmenn að safna stigum. Stefanía Magnús- dóttir, varaformaður VR, segir að nám sé yfirleitt styrkt um helm- ing af námskeiðsgjaldi. Nám vott- að af Fræðslumiðstöð atvinnulífs- ins sé styrkt um allt að 75 prósent en geti þó farið eftir stigum við- komandi. Hafi félagsmaðurinn fullnýtt styrkmöguleika sína verð- ur hann að byrja aftur að safna stigum eða leggja sjálfur út fyrir náminu. Á almenna markaðnum eru tveir stórir sjóðir, Starfsafl sem styrkir félagsmenn Eflingar, Hlíf- ar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og Landsmennt sem sinnir öðrum félagsmönnum Starfsgreinasam- bandsins. Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls, segir að nánast allt nám sé styrkt. „Styrkirnir eru mismunandi eftir því hvort námið er viður- kennt starfsnám, einingabært eða ekki. Hámarksupphæðin er 50 þúsund krónur á ári en að hámarki 75 prósent af námsgjaldinu. Tóm- stundanámskeið eru styrkt 50 pró- sent en hámarksstyrkurinn er þó 15 þúsund krónur á ári,“ segir hann. Hærri styrkir eru veittir í undantekningartilvikum. Útlend- ingar þurfa aðeins að hafa greitt í mánuð í stéttarfélög til að geta fengið 75 prósent af íslenskunám- skeiði greitt. Vinnuveitendur styrkja þá oft á móti. Margrét Þórisdóttir, starfs- menntunarsjóðsfulltrúi BHM, segir að félagsmenn verði að hafa greitt eitt ár í sjóðinn og þá eigi allir sama rétt, allt að 60 þúsund króna endurgreiðslu á útlögðum kostnaði. Námið verði að vera fag- eða starfstengt. ghs@frettabladid.is Stéttarfélög styrkja margvíslegt nám STARFSTENGT NÁM ER BETUR STYRKT EN TÓMSTUNDANÁM Algengt er að stéttarfélög endurgreiði allt að 75 prósent af endurmenntunarnámskeiðum. Sjálfvirk takmörkun er á erlendu niðurhali, utanlandsband- vídd Símans. Kerfið mælir samtölu erlends niðurhals yfir sjö daga tímabil og bregst við ef viðskiptavinur fer yfir 20 gígabita niðurhal á tímabilinu. Að sjö dögum liðnum hefst nýtt tímabil og hraði á erlendu niðurhali viðskiptavinarins verður sami og áskrift hans segir til um. Því getur viðskipta- vinur Símans haft rúmlega 80 gígabæta niðurhal á mánuði án þess að til takmarkana komi. Þá býður Síminn upp á sérstakar þjónustuleiðir fyrir þá viðskiptavini sem hafa þörf fyrir meira erlent niðurhal. ■ Niðurhal Sjálfvirk takmörkun á erlendu niðurhali Kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að verslunum verði óheimilt að afhenda ókeypis plastpoka frá og með júní á þessu ári í tilraun til að stemma stigu við mengun. Framleiðsla á örþunnum plastpokum verður einnig bönnuð. Þess í stað verður fólk hvatt til þess að nota körfur eða end- urnýtanlega taupoka í verslunarferðum sínum. „Plastpokar sem notaðir eru við innkaup eru mikið notaðir og erfitt er að endurvinna þá. Þeir hafa því valdið alvarlegri eyðslu á orku og auðlindum auk umverfismengunar,“ segir í tilkynn- ingu stjórnvalda. ■ Umhverfisvernd Plastpokar bannaðir í Kína · skoðað álagningarseðilinn í Rafrænni Reykjavík fyrir árið 2008 (eftir 20. janúar nk.) og alla breytingaseðla sem koma þar á eftir. · afpantað álagningarseðilinn og breytingaseðla í pósti. · skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda. · valið hvort maður vilji einn eða sex gjalddaga á fasteignagjöldunum. · gefið upp reikningsnúmer fyrir Reykjavíkurborg að leggja inn á ef maður ofgreiðir gjöldin eða þau lækkuð einhverra hluta vegna. Upplýsingar og aðstoð í síma 411 1111 www.reykjavik.is Reykjavíkurborg Umhverfisvæn þjónusta fyrir Reykvíkinga Rafræn birting álagningarseðla fasteignagjalda 2008 á Á heimasíðu Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur: www.reykjavik.is Einar hefur gefið út bók um öll trixin í umboðs- mennskunni en hann lumar líka á góðu trixi þegar kemur að heimil- isstörfum. „Þegar maður þarf að vaska upp er um að gera að hafa græjur við höndina og setja á góða tónlist. Þá kæmi sér til dæmis vel að hlusta á Garðar Cortes. En þegar kemur að því að ryksuga dugar ekkert annað en Olga Guðrún og Ryksugan á fullu. Það er fínn slagari þegar þannig ber undir.“ GÓÐ HÚSRÁÐ TÓNLISTIN LÉTTIR UPPVASKIÐ ✥Einar Bárðarson lumar á góðu ráði til að létta uppvaskið „Fyrir tveimur árum keypti ég Volkswagen Golf af vinahjónum mínum og borgaði fyrir hann litlar 100 þúsund krónur. Hann átti að endast mér í tvö ár, meðan ég væri blankur námsmaður í Háskól- anum á Bifröst. Það er skemmst frá því að segja að bíllinn gekk eins og klukka í nákvæmlega tvö ár, nánast upp á dag. Þau sem seldu mér hann vilja reyndar meina að hann hefði átt mun lengra líf fyrir höndum ef ég hefði bara sýnt honum nægilega væntumþykju,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, ritstjóri Vesturlandsblaðsins Skessuhorns, þegar hún minnist bestu kaupa ævi sinnar en fleiri góð kaup koma þó einnig upp í huga hennar. „Svo gerði ég líka ýmis frábær kaup í antikbúð á Íslandsbryggju í Kaupmanna- höfn þar sem ég fjárfesti meðal annars í 40 ára gamalli klukku af járnbrautarstöð og skraddaraspegli frá 18. öld. Mér og eiganda búðarinnar varð vel til vina, ég sendi honum meira að segja póstkort í hvert skipti sem ég flyt á milli landa. Ég hef greinilega reynt að sópa vondum kaupum markvisst inn í svarthol í höfðinu á mér því ég man ekki eftir neinum í svipinn. Það væri þá helst hægt að nefna sérstakan pokalokara sem ég keypti handa mömmu á flóamarkaði í Danmörku þegar ég var 11 ára. Þetta var svona tæki sem lokaði pokum með límbandi. Ég sá það strax að þetta væri eitthvað sem móðir mín gæti nýtt sér við nestisgerð mína og borgaði uppsett verð fyrir gripinn. Mér til mikillar undrunar notaði mamma pokalokarann aldrei og kaupin verða því að teljast nokkuð vond. Svo hef ég nú líka upp- lifað nokkur skrautleg e-bay ævintýri sem ég er ekki viss um að borgi sig að útlista nánar.“ NEYTANDINN: SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR, RITSTJÓRI SKESSUHORNS Sendir póstkort eftir góð kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.