Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 22
22 10. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 1.369 5.469 -3,26% Velta: 26.798 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 9,62 +0,42% ... Bakkavör 51,30 -2,29% ... Eimskipafélagið 33,00 -1,20% ... Exista 15,15 -2,26% ... FL Group 11,33 -7,89% ... Glitnir 19,80 -3,42% ... Icelandair 26,25 -1,13% ... Kaupþing 740,00 -3,90% ... Landsbankinn 31,60 -2,17% ... Marel 100,00 -0,99% ... SPRON 7,68 -3,52% ... Straumur-Burðarás 13,07 -4,53% ... Össur 95,00 -1,55% ... Teymi 5,70 -2,06% MESTA HÆKKUN ATORKA 0,42% EIK BANKI 0,41% MESTA LÆKKUN FL GROUP 7,89% STRAUMUR-BURÐA. 4,53% KAUPÞING 3,90% Fjárfestingarfélagið Gnúpur hefur náð samkomulagi við lánar- drottna um endurskipulagningu félagsins að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þá hefur Pálmi Haraldsson, oft kenndur við Fons, keypt rúmlega sex pró- senta hlut Gnúps í FL Group á tíu milljarða króna. Yfirlýsing Gnúps kemur í kjöl- far frétta af fjárhagslegum örð- ugleikum félagsins sem birst hafa í fjölmiðlum. Fram kemur í til- kynningunni að dregið hafi verið úr skuldsetningu Gnúps og helstu eignir seldar, þá verði starfsemi félagsins dregin saman. Samhliða hafi náðst samkomulag við lánar- drottna um endurfjármögnun eft- irstandandi skulda félagsins hjá viðskiptabönkum og samið um aðrar skuldir. Aðgerðirnar eru sagðar hafa tryggt félaginu fjárhagslegan sveigjanleika til að mæta erfiðum markaðsaðstæðum. Undir yfir- lýsinguna skrifar Þórður Már Jóhannesson, forstjóri. Stærstu hluthafar í Gnúpi eru þeir Þórður Már, Magnús Krist- insson og Kristinn Björnsson, auk Birkis Kristinssonar, bróður Magnúsar og fyrrverandi lands- liðsmarkvarðar í knattspyrnu. Með kaupum sínum á hlut Gnúps í Glitni verður Pálmi Har- aldsson næststærsti einstaki hlut- hafinn í Glitni, með rúmlega tólf prósenta hlut. Gnúpur heldur eftir rétt tæplega fjögurra pró- senta hlut. Gengið í viðskiptunum var 12,1 sem er nokkuð yfir loka- gengi FL Group í Kauphöllinni, en bréfin stóðu í ríflega 11,3 krón- um við lokun. jsk@frettabladid.is Gnúpur semur við lánardrottna Skuldir Gnúps hafa minnkað, eignir verið seldar og starfsemi verður dregin saman. Pálmi Haraldsson í Fons kaupir hlut Gnúps í FL Group á 10 milljarða. MAGNÚS KRISTINSSON OG ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON Samkomulag Gnúps við lánardrottna er til þess fallið að tryggja félagið fyrir erfiðum markaðsaðstæðum, segir í tilkynningu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Breska stórverslanakeðjan House of Fraser jók jólsasölu sína um 2,4 prósent milli áranna 2006 og 2007. Félagið er í eigu Highland Aquisit- ions Limited, sem er að hluta í eigu Baugs. Fram kemur í tilkynningu frá House of Fraser að brúttóhagnað- ur á tímabilinu hafi einnig verið meiri en í fyrra. Þess utan hafi House of Fraser tekist að minnka birgðir sínar um tuttugu prósent síðan í fyrra. Þessar tölur House of Fraser eru á skjön við upplýsingar sem berast frá öðrum breskum stór- verslunum. Þannig dróst jólasalan saman hjá bæði Marks og Spenc- er, sem Baugur átti á sínum tíma hlut í, og lækkuðu bréf í félaginu um tæplega tuttugu prósent í Kauphöllinni í Lundúnum í gær. Sömu leið fóru hlutabréf í Deben- hams, sem lækkuðu um rétt tæp tíu prósent. - jsk HoF skákar keppinautum MIKIL SALA Jólasala House of Fraser jókst um 2,4 prósent síðan í fyrra. Ranghermt var í forsíðufrétt Markaðarins í gær að Ársreikningaskrá starfaði innan embættis ríkissaksóknara. Hið rétta er að skráin starfar innan embættis ríkisskattstjóra. LEIÐRÉTTING Sagði ég ekki? Lars Christiansen, sérfræðingur greiningardeildar Danske Bank, er drýgindalegur í viðtali við Fréttablaðið í dag. Hann lætur að því liggja að nú séu að koma fram þær hrakspár sem bankinn setti fram um íslenskt efnahagslíf og yfirvofandi kreppu- ástand. Félagarnir í bankanum eru raunar búnir að bíða nokkuð lengi eftir þessu, enda fyrsta spá sett fram á fyrriparti árs 2006. En það er vissulega ekki einsdæmi að bíða þurfi eftir að spár rætist. Þannig er enn beðið eftir að komi fram spádómar Nos- tradamusar frá byrjun sextándu aldar. Vonarglæta Annars hefur því heyrst fleygt að nokkur von- arglæta sé í því að sjáandi Danske Bank taki þennan pól í hæðina, því með því aukist heldur líkur á viðsnúningi til hins betra og hlutabréfa- markaður hér heima taki að rétta úr kútnum. Þá er óvarlegt að ætla Lars of mikla mein- fýsni í garð mörlandans, hann viðurkennir jú að líklegast séu þetta áhrif alþjóðlegrar fjármálakrísu og lausafjár- þurrðar sem hér hafi áhrif á markaðinn, líkt og annars staðar í heimin- um. En um leið heldur hann sig við að tengsl á milli fyrirtækja hér auki áhrif kreppunnar. Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTARHeildarútlán Íbúðalánasjóðs á síðasta ári námu tæpum 68 milljörðum króna. Þar af námu almenn íbúðalán nærri 55 milljörðum en leiguíbúðalán 13 milljörðum. Veltumet var slegið á skulda- og íbúðabréfamarkaði á þriðjudag. Þetta var jafnframt þriðji dagurinn í röð sem metið er slegið, að því er fram kemur í Morgunkorni greiningardeild- ar Glitnis. Í tengslum við breyttar áherslur í rekstri Icebank hefur skipulagi bankans verið breytt. Nýju tekjusviði, fyrirtækjaráðgjöf, hefur verið bætt við og tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir, þeir Aðalsteinn Jóhanns- son og Sveinn Andri Sveinsson. ÍS L E N S K A /S IA .I S /D A S 4 05 27 0 1/ 08 Sýndu þinn stuðning við baráttuna fyrir bættum aðbúnaði aldraðra – þörfin er brýn. Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr. Hringdu núna í síma 561 7757 – Kauptu miða á www.das.is -vinningur í hverri viku Fyrsti happadagur ársins! Harley 10. janúar – 62 milljónir í janúar! Harley +3 milljónir í bakpokann á tvöfaldan miða! Innan greiningardeilda bankanna ágerast þær raddir að vegna hraðr- ar kólnunar efnahagslífsins kunni vaxtalækkunarferli Seðlabankans að hefjast fyrr en áður hefur verið talið. Enn er þó spáð óbreyttum vöxtum á næsta stýriákvörðun- ardegi sem er 14. febrúar næstkomandi. „Nú sýnast vera vaxandi líkur á því að seðlabankinn bandaríski lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er 30. janúar, og talað um allt að 50 punkta lækkun,“ segir Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir að við vaxtaþróun sem þessa í umheimin- um verði til aðstæður sem Seðla- banki Íslands gæti nýtt sér til lækkunar vaxta hér, án þess að af því leiddi veiking krónunnar með tilheyrandi þrýstingi til verðhækk- ana. „Lækkandi vextir í umheim- inum gætu skapað Seðlabankanum svigrúm til að lækka vexti án þess þó að minnka vaxtamuninn gagn- vart útlöndum. Vaxtamunurinn hefur verið þýðingarmikið tæki til að styðja við gengi krónunnar og aftra því að hér myndist skriða verðhækkana vegna lækkandi gengis.“ Fjármálasérfræðingar bæði hér heima og erlendis telja líkur á að seðlabankar víða um heim muni bregðast við samdrætti í kjölfar lausafjárþurrðarinnar með lækk- un stýrivaxta. - óká SEÐLABANKI EVRÓPU Í dag tekur Seðla- banki Evrópu ákvörðun um stýrivexti og lækkun sögð líkleg. Þá er talið að Seðla- banki Englands haldi vöxtum óbreyttum í dag. Í lok mánaðarins er spáð lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ÓLAFUR ÍSLEIFSSON Svigrúm til lækkunar stýrivaxta Lækkanir stýrivaxta í Bandaríkjunum og Evrópu auka líkur á lækkun hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.