Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 24
24 10. janúar 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Tæknilega séð væri hægðar-leikur að kippa sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB í lag, svo að útvegur ESB-landanna gæti horft björtum augum til framtíðarinnar. Til þess þyrfti að bæta úr þeim fjórum megingöll- um, sem ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Hvað er til ráða? Í fyrsta lagi þyrfti að taka ákvarðanir um aflamark úr höndum stjórnmálamanna með því til dæmis að stofna sérstakt ráð, sem hefði það hlutverk að tryggja hámarksafrakstur af fiskimiðum í lögsögu ESB- landanna til langs tíma litið. Hugsunin hér er hina sama og býr að baki núgildandi löggjöf um sjálfstæða seðlabanka nær alls staðar um iðnríkin og víðar: peningamál eru mikilvægari en svo, að vert sé að treysta skammsýnum og duttlungafull- um stjórnmálamönnum fyrir stjórn þeirra. Þessari lausn væri hægt að koma við í hverju landi fyrir sig eða innan ramma nýrrar sameiginlegrar fiskveiði- stefnu ESB, þar sem réttur og hagur hvers aðildarríkis væri tryggður. Þessi hugsun er í góðu samræmi við upphaflega hugsjón ESB: að stilla til friðar milli landa með samstjórn mikilvægra náttúruauðlinda og annarra mála, sem ríkur samhag- ur er bundinn við. Í annan stað þyrfti að selja kvótana, sem aflamarksráðið ákvæði, á markaðsverði eða opnu uppboði til að koma veiðiréttind- unum örugglega í hendur þeirra, sem geta dregið fiskinn úr sjó með minnstum tilkostnaði. Í þriðja lagi þyrfti að tryggja frjáls viðskipti með kvóta. Þessar þríþættu umbætur á sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB myndu efla bæði hag- kvæmni og réttlæti – hagkvæmni með því að færa veiðiheimildirn- ar í hendur þeirra, sem bezt kunna með þær að fara, í frjálsri samkeppni, til dæmis á uppboðs- markaði, þar sem allir sitja við sama borð, og réttlæti með því að koma arðinum af sameignar- auðlindinni í hendur réttra eigenda að lögum: skattgreið- enda. Væri sameiginleg fisk- veiðistefna ESB með þessu móti færð í heilbrigt markaðsbúskap- arhorf, gætu Ísland og Noregur gengið áhyggjulaus og létt í spori í ESB, með því að tryggt væri, að frjáls aðgangur að uppboðsmörk- uðum væri aðskilinn frá frjáls- um aðgangi að auðlindunum, sem kæmi að sjálfsögðu aldrei til greina. Ef skozkir fiskimenn geta greitt hærra verð en íslenzkir fyrir veiðirétt á Íslandsmiðum, geta báðar þjóðirnar hagnazt á viðskiptun- um. Þröskuldar Umbætur á fiskveiðistefnu ESB í þessa veru myndu mæta harðri andstöðu, það segir sig sjálft. Margir stjórnmálamenn myndu snúast öndverðir gegn hugmynd- inni um að fela nýju aflamarks- ráði, skipuðu óháðum sérfræð- ingum, að ákveða aflakvóta frá ári til árs. Samt hafa evrópskir stjórnmálamenn fallizt á að fela óháðum seðlabanka í Frankfurt stjórn peningamála í samræmi við hugsunina um óháða dóm- stóla, fjölmiðla og háskóla. Í annan stað myndu margir stjórnmálamenn, útgerðarmenn og sjómenn leggjast gegn því, að horfið yrði frá eða dregið úr núverandi niðurgreiðslum og styrkjum handa evrópskum sjávarútvegi líkt og evrópskir bændur og bandamenn þeirra á stjórnmálavettvangi halda áfram að streitast gegn umbótum á búverndarstefnunni í markaðs- búskaparátt, og þeir munu vísast leggjast með líku lagi gegn frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir. Hér heima var fylgi útvegsmanna við frjálst framsal á sínum tíma keypt því dýra verði, að þeim var fyrst færður kvótinn á silfurfati. ESB þarf ekki að fara eins að ráði sínu. Kvótakerfi ESB hvetur líkt og íslenzka kvótakerfið til brott- kasts, því að fiskimenn reyna skiljanlega að fylla kvótana sína með dýrum fiski og fleygja því undirmálsfiski. Brottkast er yfirleitt ekki bannað með lögum í Evrópu. Rannsóknir sýna, að fiskiskip með eftirlitsmenn um borð skila yfirleitt hlutfallslega minna af dýrum fiski á land en skip án eftirlits. Athuganir á vegum ESB benda til, að 40-60 prósentum af veiddum afla sé fleygt fyrir borð. Við þetta bætist ólögleg löndun afla í óþekktu umfangi til að komast fram hjá kvóta. Í vel útfærðu veiðigjaldskerfi borgar sig oftast nær að koma með allan veiddan fisk á land, svo lengi sem verðið, sem fæst fyrir fiskinn að greiddu gjaldi, er umfram flutnings- kostnaðinn af sjó á land. Dvínandi afli: Taka tvö Fiskveiðistjórnun ESBÍ DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Leikskólamál Þessa dagana er glænýr meirihluti í borgarstjórn að rífast. Meirihlutinn er að rífast um gömul hús sem sannar- lega eiga sér mikla sögu og verðmæti. Þessi sami ósamstæði meirihluti tók hins vegar ákvörðun um að húsin skyldu hverfa fyrir nokkrum árum þegar R-list- inn var við völd. En nú telja þessir sömu aðilar eðlilegt að skipta um skoðun, skoð- un sem gæti kostað útsvarsgreiðendur 600 milljónir eða jafnvel meira. Foreldrar skrifa mér reiðir þessa dagana vegna umfjöllunar um húsafriðun og telja forgangsröð- un borgarfulltrúa ótrúlega. Nýr meirihluti sem ekki enn hefur sett fram málefnasamning hefur þó sagst ætla að setja þjónustu við börn í önd- vegi. Þrátt fyrir aðgerðir fyrri meirihluta og núverandi meirihluta fyrir áramót vantar hátt í tvöhundruð starfsmenn, eða á helming leikskóla í Reykjavík. Enn vantar umsjónarkennara í grunnskóla borgarinnar. Enn vantar að manna frístundaheimili. Stóru orðin voru ekki spöruð hjá borgarfulltrúum meirihlutans þegar þeir voru í minnihluta. Þrúgandi þögn um vandann er hins vegar áberandi núna þegar sömu borgarfulltrúarnir eru komnir í meirihluta. Ekki skortir umfjöllunina um Lauga- veg 4-6 undanfarna daga og ótrúlegasta fólk er farið að tjá sig og sýna málinu skilning og stuðning. Foreldrar eiga erfiðara með að tjá sig enda hafa þeir áhyggjur af því að reiði þeirra um ástandið bitni á þeirra eigin börnum. For- eldrar sem eru alla daga að koma börnum sínum fyrir hjá vinum og vandamönnum, taka þau í vinnu eða fresta því að fara að vinna eftir fæðingarorlof hljóta að spyrja sig hvaða forgangsröðun borgin hafi að leiðarljósi. Foreldr- ar eiga sér ekki sterka talsmenn. Því spyr ég borgarstjórann í Reykjavík fyrir hönd foreldra hver sé forgangsröðunin hjá nýjum meirihluta í málefnum barna? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Forgangsröðun fyrir börn? ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Kvótakerfi ESB hvetur líkt og íslenzka kvótakerfið til brott- kasts, því að fiskimenn reyna skiljanlega að fylla kvótana sína með dýrum fiski og fleygja því undirmálsfiski. Hvar voru Davíð og Geir? Taugatitringur gerir vart við sig eftir dýfu markaðarins undanfarna daga. Í hópi hinna uggandi er Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi, sem auglýsir eftir viðbrögðum forsætisráðherra og seðlabankastjóra. „Hvar eru þeir Geir H. Haarde og Davíð Oddsson? Hvers vegna eru þeir ekki í fjöl- miðlum að gefa yfirlýsingar til að skapa ró á markaði og bregðast við aðstæðum?“ Það er rétt athugað að stjórnmálamenn og bankastjórar voru merkilega hljóðir í gær. Og vissulega er alltaf gaman að heyra hvað Geir og Davíð hafa til málanna að leggja en á móti má spyrja; hvað geta þeir svo sem sagt og gert til að hífa upp verð á hlutabréfum? Allir tapa Björn Ingi heldur áfram og varar þá við sem láta sér fátt um finnast um nýjustu fréttir á fjármálamark- aði. „Það er mikill misskilningur að vandræði af þessum toga séu aðeins bundin við þá sem sýsla með hlutabréf. Að þeir sem hafa lifað hátt þurfi einfaldlega á jarðtengingu að halda,“ skrifar Björn Ingi á heima- síðu sína. „Ef alvarleg niðursveifla verður á markaði finna allir fyrir því. Peningamagn minnkar í umferð, húsnæði lækkar í verði eða selst hægar og spurn eftir lóðum, vöru og þjónustu dregst saman. Allir tapa og verða að draga saman seglin, ekki aðeins verðbréfasalarnir.“ Lendingin yfirstaðin? Björn Ingi endar færsluna á dökkum nótum. „Lendingin er yfirstaðin, en hún var ekki mjúk heldur ákaflega harkaleg. Og enginn veit enn hverjar afleiðingarnar verða.“ Þetta er djörf niðurstaða. Auðvitað er engin ástæða til að gera lítið úr alvarleika málsins en hvað hafa fréttir af þenslu, launa- skriði, of litlu atvinnuleysi og alltof háu húsnæðisverði dunið yfir okkur lengi ? Má mögulega túlka atburði undan- farinna daga sem drög að ástandi sem kalla má eðlilegt? bergsteinn@frettabladid.is MENNINGARSJÓÐUR KVENNA Á ÍSLANDI Fyrsta úthlutun Hlaðvarpans fer fram á morgun ÚTHLUTUN www.hladvarpinn.is Fyrrverandi og núverandi Hlaðvarpakonur hjartanlega velkomnar 11. JANÚAR kl.17 í IÐNÓ V ið Laugaveg númer 18 er til húsa vinsælasta og farsæl- asta verslun götunnar. Þetta er Bókabúð Máls og menn- ingar sem er opin frá því snemma að morgni til tíu á kvöldin alla daga vikunnar Eftir að aðrar verslanir loka á laugardögum, og opna fæstar aftur fyrr en á mánudögum, er Mál og menning eins og vin í eyðimörkinni. Þetta þekkja þeir vel sem leggja leið sína í miðbæ- inn um helgar, hvort sem þeir koma úr næstu götum, úthverfum borgarinnar eða utan úr heimi. Það er ekki of djúpt í árinni tekið að segja að í húsinu við Laugaveg 18 slær hjarta Laugavegarins. Þetta hús er eitt af örfáum í gjörvöllum miðbænum þar sem tifar fjölbreytt starfsemi allan sólarhringinn. Skýringin er sú að á efri hæðum hússins eru ekki aðeins skrifstofur heldur líka vinsælt hótel sem hefur með tímanum teygt sig yfir á efri hæðir nærliggj- andi húsa. Laugavegur 18 er sem sagt yndislegt miðbæjarhús. Bara að við ættum fleiri slík. Staðreyndin er hins vegar sú að ef við eigum að trúa þeim sem tala hæst um byggingar við Laugaveginn, þá er hús eins og stendur við Laugaveg 18 hryllilegt menningarsögulegt slys. Það er steinsteypt, fyllir út í lóðamörk og rís sex hæðir upp úr jörðinni. Húsafriðunarnefnd hefur nú stöðvað undirbúning byggingar húss við Laugaveg 4 og 6, sem á að hýsa svipað samsettan rekstur og Máls og menningar-húsið, verslun á götuhæð og hótel á þeim efri. Samkvæmt teikningum á þetta hús að vera tveimur hæðum lægra en Laugavegur 18 en þykir þó of hátt á þessum stað. Formaður Húsafriðunarnefndar hefur greint frá því að mat nefndarinnar sé að fyrirhuguð nýbygging rýri varðveislugildi Laugavegar 2 og sé ekki í takt við götumynd Laugavegar. Það er hjákátlegt til þess að hugsa en við gafl þessa sama húss stendur fimm hæða steinhús við Skólavörðustíg 1A. Og þetta hús er engin nýbygging heldur var reist á fjórða áratug síðustu aldar, í kart- öflugarði við húsið að Laugaveg 4. Skólavörðustígur 1A er eitt af mörgum húsum í miðbænum sem var byggt samkvæmt fyrsta heildarskipulagi fyrir Reykjavík. Það skipulag var samþykkt árið 1927 og miðað að því að Reykjavík yrði bær í evrópskum stíl. Götumyndin sem var lögð til grundvall- ar gekk út á sambyggð nokkurra hæða hús. Byggðin átti að rúm- ast innan Hringbrautar, Ánanausta, Skúlagötu og Snorrabrautar og íbúar að búa í göngufæri við miðbæinn. Þetta skipulag sprakk þegar leið á fjórða áratuginn og byggðin fór að teygja sig stefnu- laust í allar áttir, illu heilli fyrir framtíðarsvip borgarinnar. Þetta er hér fært til bókar því það mætti halda að það sé seinni tíma uppfinning að byggja hátt við Laugaveg. Hið rétta er að það er margra áratuga saga og vilji fyrir því að koma upp reisuleg- um húsum við Laugaveg. Viljinn var bara lengi vel langt umfram efnahag þjóðarinnar. Einkennismerki Laugavegarins hefur um árabil verið sundur- gerðin. Þar eru sannarlega mörg gömul hús sem verður að vernda, en hreintrúarstefna á borð við þá sem birtist í teikningum af end- urgerðum húsunum við Laugaveg 4 og 6, á ekki erindi við aðal- verslunargötu miðbæjarins. Hún fæst einungis þrifist í skjóli hins opinbera og er fölsun á veruleikanum. Húsafriðun í miðbænum er á villigötum. Glórulaus hreintrúarstefna JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.